Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201534
Hvernig sjónvarpsefni
horfir þú helst á?
Spurning
vikunnar
(Spurt í FSN í Grundarfirði)
Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir:
Þætti, það er að segja sápuóper-
ur.
Lísbet Rós Ketilbjarnadóttir:
Ég horfi helst á þætti og íþrótt-
ir.
Leó Örn Þrastarson:
Ég horfi á Hawaii Five-0 á Skjá
einum og svo fylgist ég mikið
með íþróttafréttum.
Guðrún Bergmann Agnars-
dóttir:
Sápuóperur.
Ármann Örn Guðbjörnsson:
Fótbolta og gamanþætti.
Meistaraflokkur UMFG í blaki
kvenna sótti Fylki heim á sunnu-
daginn. Þetta var þriðji leikur
stelpnanna en áður höfðu þær tapað
naumlega gegn Þrótti og svo stein-
lágu þær gegn Íslandsmeisturum
Aftureldingar. Betur gekk í þetta
skiptið því þær gerðu sér lítið fyrir
og unnu Fylki 3-0 eftir þrjár naum-
ar hrinur. Fyrstu hrinuna unnu þær
25-20 og aðra 25-22. Aðeins meiri
munur var eftir þriðju hrinu en sú
hrina fór 25-17 Grundarfirði í vil
og lauk því leiknum með 3-0 sigri
gestanna eins og áður sagði. Með
þessum sigri lyftu stelpurnar sér
upp í þriðja sæti í Mizuno deildinni
en þess skal þó geta að flest lið-
in eiga þó leik inni þegar þetta er
skrifað. tfk
Fyrsti sigurinn og
stelpurnar í skýjunum
Alþjóðlegi beinverndardagurinn er
haldinn árlega 20. október. Kven-
félag Ólafsvíkur hefur undanfarin
ár minnst dagsins með því að fara
í beinverndargöngu og gerði það
einnig í ár þó gangan væri ekki fjöl-
menn, enda veðrið kanski ekki upp
á það besta. Farið var frá Ólafsvík-
urkirkju og genginn hringur um
bæinn. Að þessu sinni var athygl-
inni beint að næringunni sem bein-
in þurfa til að þroskast og viðhalda
styrk sínum, allt frá vöggu til grafar.
þa
Beinverndarganga
í slagviðri
Knattspyrnufélag ÍA er nú í undir-
búningsvinnu vegna uppsetningar
skiltis við Akrafjall. Um er að ræða
auglýsingaskilti sem blasa mun við
vegfarendum þegar komið er upp
úr Hvalfjarðargöngum. Að sögn
Magnúsar Guðmundssonar for-
manns KFÍA er skiltið nú merkt
Krónunni en til stendur að breyta
því. „Skiltið yrði þá nýtt til að koma
Akranesi betur á kortið, í samvinnu
við Akraneskaupstað og aðra þjón-
ustuaðila á Akranesi. Hugsunin er
að skiltið verði rafrænt og verði
nýtt til að afla tekna fyrir ung-
mennastarfið í knattspyrnunni,
sem tengist þá bæði ungmenn-
astarfi á Akranesi og í Hvalfjarðar-
sveit,“ segir Magnús. Málið er nú
statt í skipulagsferli hjá Hvalfjarð-
arsveit og verður fundað um það á
næstu dögum. „Við erum búin að
ná samningum við landeigendur
og eigendur skiltisins um leigu eða
kaup á skiltinu. Við vildum einn-
ig hafa þetta allt í sátt og samlyndi
við sveitarfélagið og Vegagerðina
og erum því að bíða eftir að málið
verði afgreitt hjá Hvalfjarðarsveit
og að við fáum tilskilin leyfi til að
setja skiltið upp.“
grþ
Nýtt skilti væntanlegt
við Hvalfjarðargöng
Hér glittir í auglýsingaskilti Krónunnar lengst til vinstri. Nú stendur til að skipta
því út fyrir rafrænt auglýsingaskilti.
Þessa dagana standa yfir stífar æf-
ingar fyrir tónleikana Ungir gaml-
ir, sem eru fastur liður í dagskrá
Vökudaga á Akranesi. Að þessu
sinni verða tvennir tónleikar í Bíó-
höllinni á morgun, fimmtudag-
inn 29. október. Þar munu hátt
í 50 krakkar úr unglingadeildum
Grundaskóla og Brekkubæjarskóla
koma fram. Auk þess hafa nemend-
ur í tónlistarvali sett saman blús-
band sem mun koma fram bæði á
þessum tónleikum og á blúshátíð-
inni um helgina.
Heiðrún Hámundardóttir hel-
dur utan um tónleikana ásamt Flo-
sa Einarssyni og að sögn hennar
er þetta verkefni hugsað til þess
að gefa krökkunum kost á að spi-
la með fagmönnum. Því munu
flestir koma fram með húsband-
inu, sem er skipað Flosa Einarssy-
ni, Eiríki Guðmundssyni, Eðvarði
Lárussyni og Sigurþóri Þorgilssyni.
Heiðrún mun halda utan um blás-
turshljóðfæraleik húsbandsins og
kveðst ætla að spila með í nokkrum
atriðum.
Tónlistarmennirnir Ragnheiður
Gröndal og Friðrik Dór Jónsson
verða gestir tónleikanna í ár og
munu troða upp með dyggri aðs-
toð húsbandsins og ungra tón-
listarmanna á Akranesi. Í dag, mið-
vikudaginn 21. október, taka Rag-
nheiður og Friðrik þátt í sam-
söng nemenda í grunnskólunum á
Akranesi og syngja með öllum ne-
mendum skólanna.
kgk
Ungir gamlir í
Bíóhöllinni á morgun
Blásturshljóðfæraleikararnir æfðu með húsbandinu, undir handleiðslu Heiðrúnar
Hámundadóttur (t.h.).
Ungar söngkonur frá Akranesi æfðu fyrir tónleikana þegar blaðamaður leit við í
Tónlistarskólanum síðastliðið mánudagskvöld.
Húsbandið.
Eins og fram kom í viðtali við Hall-
dór Óla Gunnarsson í Skessuhorni
fyrir hálfum mánuði vann hann þá
að lokaverkefni sínu í meistara-
námi í hagnýtri menningarmiðl-
un við Háskóla Íslands. Liður í því
verkefni er sýning helguð viðfangs-
efninu, sögu körfuknattleiksdeild-
ar Skallagríms. Sýningin opnaði í
íþróttahúsinu í Borgarnesi síðast-
liðinn föstudag þegar Skallagrímur
tók á móti Ármanni í 1. deild karla.
Samanstendur sýningin af ágripi
af sögu körfuboltans í bænum,
auk merkilegra muna sem tengjast
henni. Þar má nefna gamla keppn-
isbúninga, leikskýrslur, blaðaúr-
klippur, skó Alexanders Ermolins-
kij og fjölda myndbandsupptaka
sem rúlla á sjónvarpsskjá á staðn-
um.
Verður sýningin opin fram eftir
vetri og er aðgangur ókeypis.
kgk
Sýning opnuð um sögu körfu-
knattleiksdeildar Skallagríms
Guðmundur Sigurðsson, fyrrum
skólastjóri og upphafsmaður körfu-
knattleiks í Borgarnesi opnaði sýningu
Halldórs með formlegum hætti.
Gunnar Jónsson faðir Halldórs Óla
stendur hjá.