Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 20156 Vegagerðin boðar skerðingu GRUNDARFJ: Vegagerðin hefur sent tilkynningu til fyr- irtækja í flutningaþjónustu þar sem boðuð er skerðing á vetrar- þjónustu ríkisfyrirtækisins. Jafn- framt er spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbú- in að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu. Bréf þessa efn- is var tekið fyrir á fundi bæjar- ráðs Grundarfjarðar á fimmtu- dag. „Bæjarráð Grundarfjarðar telur brýnt að aukið fjármagn fá- ist á fjárlögum til vetrarþjónustu svo Vegagerðinni sé mögulegt að sinna nauðsynlegri vetrar- þjónustu. Ekki er hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í flutninga- þjónustu né aðrir vegfarendur greiði fyrir þá sjálfsögðu þjón- ustu sem hálkueyðing og snjó- ruðningur er. Jafnframt skiptir þjónusta þessi miklu máli fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda,“ var fært til bókar í fundargerð vegna þessa. -mþh Taldi að skotið hefði verið á bílinn BORGARFJ: Ökumaður fólks- bíls sem var á ferð um Reyk- holtsdal í Borgarfirði á dögun- um heyrði hvell og varð síðan var við að afturdekkið var orð- ið vindlaust. Þegar hann var að skoða dekkið brá honum í brún enda var eins og riffilkúla hefði farið í gegnum felguna og dekk- ið. Datt honum ekkert annað í hug en að skot hefði lent í bif- reiðinni og hafði hann því sam- band við lögregluna á Vestur- landi. Við athugun lögreglu og bifvélavirkja kom í ljóst að ein- hvers konar aðskotahlutur hafði stungist fyrst í gegnum felg- una að utanverðu, síðan upp í gegnum dekkið að innanverðu og skotist síðan upp í hjólskál- ina og stöðvast þar. Ekki er ljóst hvaða oddhvassi hlutur þarna var á ferðinni en útilokað er að um byssukúlu hafi verið að ræða að sögn lögreglu. -mm Reyndur skóla- stjórnandi veitir ráð Starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands voru boðaðir á fund í vikunni. Þar var þeim til- kynnt að Þorsteinn Þorsteins- son, fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Garðabæjar til 26 ára, starfi nú sem ráðgjafi við stjórnun skólans. Þar starf- ar hann með Ágústu Elínu Ing- þórsdóttur skólameistara. Þor- steinn er með reyndari skóla- stjórnendum landsins á fram- haldsskólastigi. Hann tók þátt í að stofna Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ árið 1984 og var skólameistari hans til mars 2010. „Ég var formaður skóla- meistarafélagsins um skeið. Þá komu upp ýmist mál sem þurfti að hjálpa til við að leysa. Fjöl- brautaskóli Vesturlands er góð- ur skóli, hann hefur alltaf haft það orð á sér. Ég hef trú á því að þarna sé hægt að gera góða hluti. En ég á eftir að koma á staðinn og ræða við fólk. Að- koma mín að þessu eru svo ný- tilkomin,“ segir Þorsteinn við Skessuhorn. Til stendur að tveir vinnustaðasálfræðingar eigi að taka viðtöl við alla sem starfa við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þeir eru ráðnir til þess beint af Menntamálaráðuneytinu. -mþh Eðnukonur selja dagatal 2016 AKRANES: Samhliða því að Vökudagar hefjast á Akranesi mun Lionsklúbburinn Eðna hefja sölu á dagatölum fyrir árið 2016. „Eins og fyrri ár prýða dagatalið fallegar ljósmyndir sem allar eru teknar af félögum í áhugaljósmyndaklúbbnum Vit- anum á Akranesi. Fjölmörg fyr- irtæki hafa einnig styrkt útgáf- una og logo þeirra og nöfn eru á hverri síðu og á bakhlið. Lions- klúbburinn Eðna vill þakka öll- um þessum aðilum fyrir ómet- anlegn stuðning á liðnum árum. Allur hagnaður af sölu daga- talsins fer í líknarsjóð félags- ins sem hefur það markmið að styrkja málefni í heimabyggð. Eðnukonur verða með daga- talið til sölu á Vökudögum við stórmarkaði. Einnig má nálgast dagatalið hjá Eðnukonum sjálf- um og í Versluninni Bjargi við Stillholt. Verð á dagatalinu er kr. 1800 og er upplag takmark- að.“ -mm Leiðrétt vegna Íshafssiglingar LEIÐRÉTT: Í frétt Skessu- horns í síðasta tölublaði um siglingu flutningaskipsins Win- ter Bay norður fyrir Rússland hina svokölluðu norðaustur- leið, var sagt að sú leið stytti sjóflutningaleiðina frá Íslandi til Asíu um nálægt tvö þúsund kílómetra samanborið við hefð- bundnar leiðir suður um höf. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Styttingin er margfalt meiri og segja má að þar muni gróflega nálega 20 þúsund kílómetrum. Siglingaleiðin frá Hafnarfirði til Osaka í Japan sem Winter Bay fylgdi með hvalkjötsfarm sinn er 14.800 kílómetrum. Þetta er um átta þúsund sjómílum styttra en ef farið hefði verið frá Hafn- arfirði til Osaka og siglt suður fyrir Suður Afríku. –mþh Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi hefur sent þeim eig- endum íbúðarhúsa í Stykkishólmi bréf, sem ekki eiga þar lögheim- ili. Þar er fólk hvatt til að skrá lög- heimili í Stykkishólmi og stuðla þannig að áframhaldandi uppbygg- ingu og góðri þjónustu á vegum Stykkishólmsbæjar í þágu þeirra sem eiga þar heimili. Um 20% fast- eigna í Stykkishólmi eru í eigu fólks sem á lögheimili í öðrum sveitar- félögum og greiðir því ekkert út- svar til Stykkishólmsbæjar, en hefur samt í raun heimili sitt þar og nýtur þjónustu sem bærinn leggur til. Í bréfinu segir Sturla meðal ann- ars: „Um þessar mundir er mikið rætt um fjárhagsstöðu sveitarfélag- anna í landinu. Það blasir við að tekjustofnarnir sem sveitarfélögin hafa duga misvel til þess að þau eigi möguleika á að sinna lögboðn- um verkefnum og þeim rekstri sem byggður hefur verið upp á ábyrgð þeirra. Fljótlega eftir að skelveið- ar hófust í Breiðafirði upp úr 1970 ríkti mikil bjartsýni í Stykkishólmi. Atvinnulífið blómstraði og at- vinnutækifærum fjölgaði. Útgerð og vinnsla sjávarafurða fór vaxandi, Skipasmíðastöðin Skipavík byggði hratt upp sína starfsemi, tvær öfl- ugar trésmiðjur voru starfandi, Hótel Stykkishólmur hóf rekstur og ferðaþjónustan varð öflugur at- vinnuvegur, endurbygging gömlu húsanna hófst með húsafriðunará- taki, nýr Baldur hóf rekstur, hafnar- aðstaða var bætt mikið, opinberum störfum fjölgaði með opnun úti- bús Rarik í bænum, lögð var vatns- veita og síðan hitaveita, mörg íbúð- arhús voru byggð í bænum, byggð- ur nýr skóli, sundlaug og íþrótta- hús, hafinn rekstur Dvalarheimilis aldraðra, byggð heilsugæslustöð og sjúkrahúsið stækkað. Sjúkrahús St. Franciskussystra varð fjölmennasti vinnustaðurinn í bænum. Umhverf- ismálin voru sett í öndvegi með malbikun gatna og átaki í frágangi opinna svæða svo helstu verkefnin séu upp talin. Á þessum árum fjölg- aði íbúum og voru um 1350 þegar flest var. Af ýmsum ástæðum hefur hallað undan fæti í rekstri bæjarins og útsvarsgreiðendum fækkað og um leið lækkuðu framlög úr Jöfn- unarsjóði sem eru háð fjölda íbúa,“ skrifar Sturla. Hann segir jafnframt að þeg- ar núverandi bæjarstjórn tók við í fyrrasumar hafi blasað við að fjár- hagur bæjarins væri mjög erfið- ur. „Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga setti skilyrði um end- urskipulagningu rekstrar og fjár- mála. Uppstokkun í rekstrinum var strax hafin og nokkur árangur hef- ur nú þegar náðst, en meira þarf til. Heildartekjur árið 2014 voru 961,5 milljón króna og rekstrarafgangur 35,8 milljónir. Heildarskuldir með lífeyrisskuldbindingum eru 1.387,2 milljónir í árslok 2014 og íbúatal- an 1107.“ En Sturla segir jafnframt í bréf- inu að allt bendi til að framund- an sé betri tíð með blóm í haga í Stykkishólmi ef allt fari sem horfir. „Mikill vöxtur er í ferðaþjónustu, skelin er farin að veiðast aftur og vonandi verður þess ekki langt að bíða að skelvinnsla hefjist af fullum krafti og í undirbúningi er vinnsla verðmæta úr þangi og þörungum úr Breiðafirði. Sem betur fer hef- ur verið eftirspurn eftir fasteign- um í Stykkishólmi. Það má m.a. sjá af því að fasteignamat er hærra hér en víðast í sambærilegum sveitarfé- lögum. En til þess að bæjarsjóður geti sinnt þjónustunni við bæjarbúa og þá sem eiga fasteignir í bænum þurfa tekjur bæjarsjóðs að aukast. Þessi staðreynd, ásamt með því að íbúum hefur fækkað á undangengn- um áratug, gerir það að verkum að bæjaryfirvöld verða nú að leita leiða til þess að auka tekjurnar. Það verð- ur að gerast til þess að bærinn geti sinnt lögboðnum verkefnum og haldið áfram að sinna viðhaldi og uppbyggingu svo Stykkishólmur geti áfram talist með fallegri bæj- arfélögum á landinu þar sem fólk vill eiga eignir og heimili,“ skrifar Sturla Böðvarsson. mm Biðlar til eigenda frístundahúsa að flytja lögheimilið í Stykkishólm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.