Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 25 Írska listakonan Elaine Ní Cuana er búsett á Akranesi ásamt manni sínum. Hún opnaði nýverið mynd- listarsýninguna Fornir fundir í lit, í húsnæði Ásatrúarfélagsins. Sýn- ingin verður opin út nóvember- mánuð. ,,Ég var upp með mér þeg- ar ég var beðin um að opna þessa sýningu. Ásatrúarfélagið tók mér opnum örmum og ég vona að þessi sýning verði upphafið að fleirum. Ég hef alltaf haft áhuga á víkingum og þjóðsögum og langaði að ein- beita mér að mínum áhugamálum. Þetta viðfangsefni teygir arma sína inn í menningarsögu margra þjóða og þar á meðal minnar eigin og Ís- lands,“ segir Elaine. Fyrir fjórum árum síðan hóf hún að einbeita sér að því að mála eft- irlíkingar af gömlum munum sem grafnir hafa verið upp af fornleifa- fræðingum. ,,Þetta er liður í því að stefna myndlist og fornleifafræði saman. Flestir munir voru málað- ir á öldum áður en eftirlíkingar af þeim eru það yfirleitt ekki. Með því að bæta við litum má ljá þeim aukna merkingu,“ segir hún. „Það er mjög áhugavert að draga upp þessa mynd af fortíðinni því við höfum tilhneig- ingu til að draga upp mjög hlut- dræga mynd af henni.“ Þar sem Íslendingar séu flest- ir kunnugir þjóðsögum og Íslend- ingasögnum telur Elaine að flestir sem skoði sýninguna muni þekkja einhverja muni sem þar eru til sýn- is. „Það er gaman að geta skapað list sem fólk skilur. Mér finnst of oft myndast gjá á milli listamannsins og þeirra sem mæta á sýningarnar. Listamenn eru of oft að skapa eitt- hvað sem enginn annar skilur,“ seg- ir hún. Elaine kveðst helst einbeita sér að tímabilinu frá sjöundu öld til þeirr- ar tólftu við þessa listsköpun sína, það sé sá tími í sögunni sem hún hafi mestan áhuga á. „Ég er dálít- ið nörd í því tímabili,“ segir hún og hlær við. „En það er mikilvægt að fást við eitthvað sem maður hefur áhuga á. Áður fyrr varð ég oft uppi- skroppa með hugmyndir en það er liðin tíð. Að fást við eitthvað sem maður elskar nærir hugann og gef- ur manni aukna orku,“ bætir Elaine við. Mikilvægt að beina athygli að því staðbundna Áhugi Elaine á fornum tímum bar hana eitt sinn á víkingahátíð í Dan- mörku. Þar komst hún íslenskan hóp sem kallast Rimmugýgur og heill- aðist af fólkinu. Þar kynntist hún ís- lenskum manni og flutti síðar með honum til landsins og settust þau að á Akranesi, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Eftir stutta dvöl í Hafn- arfirði og Reykjavík eru þau kom- in aftur upp á Skaga. „Akranes hent- ar okkur fullkomlega, þetta er indæll lítill svefnbær sem gengur á hraða sem hentar okkur,“ segir hún létt í bragði. „En síðan ég kom aftur hef ég tekið eftir því hér eru gallerí, mat- ar- og antíkmarkaðir um helgar og búið að opna kaffihús,“ bætir hún við og brosir. Einnig nefnir hún að bæði hún og maðurinn hennar séu virkir þátttakendur í víkingasamfélaginu og þeim þyki vænt um að víkingafélagið Hringhorni sé starfrækt á Akranesi. „Innan víkingafélaganna eru fleiri sem stunda á sambærilega listsköp- un og ég, auk þess sem margir leggja stund á gamalt handbragð eins og til dæmis eldsmíði. Eldsmíði er deyjandi handverk og við búum vel að eiga smiðju hér á Akranesi,“ segir Elaine og leggur áherslu á að verkefni líkt og eldsmiðjuna verði að standa vörð um. „Það er mjög mikilvægt að styðja við bakið á staðbundnu handverki. Ef ferðamannaiðnaðurinn er það sem við viljum verður að beina athyglinni að því staðbundna.“ Eini olnbogapípuleikari landsins Auk þess að vera myndlistamaður er Elaine tónlistarmaður. Hún leik- ur á „Uilleann Pipes“ eða „olnboga- pípu“, írskt hljóðfæri skylt sekkjapípu en frábrugðið að því leyti að lofti er ekki blásið í gegnum hana heldur er því pumpað, líkt og um físibelg sé að ræða. Á 18. öld var olnbogapíp- an fundin upp vegna þess að mönn- um þótti of mikill hávaði í sekkjapíp- unni til að hægt væri að leika á hana innandyra. Hljóðfærið var því fund- ið upp eingöngu til tónlistarflutn- ings, en sekkjapípurnar hafa lengi verið tengdar hernaði,“ segir hún. Á olnbogapípuna leikur hún gömul írsk þjóðlög og einhver íslensk. Hún hefur meðal annars leikið í Akranes- vita og Djúpavík. „Mörg þessara laga eru mjög falleg og mér finnst hljóm- ur hljóðfærisins hæfa þeim mjög vel,“ segir hún og aðspurð kveðst staðráð- in í því að halda áfram að leika á oln- bogapípuna. Þegar kemur að henni er hún færasti olnbogapípuleikari landsins. Ég er allavega sú eina á Ís- landi sem spilar á hana,“ segir hún og brosir. kgk Hefur mikinn áhuga á víkingum og þjóðsögum Elaine Ní Cuana, grá fyrir járnum. Ljósm. Guðmann Þór Bjargmundsson. Leikið á olnbogapípu á Byggðasafninu í Görðum. Ljósm. Björn Lúðvíksson. Pennagrein Hverjir eru kostirnir í hausaþurrkuninni? Því verður ekki neitað að skrít- in og sennilega fordæmalaus staða er uppi í skipulagsmálum á Akra- nesi. HB Grandi, sem nýlega tók við rekstri Laugafisks, hefur ósk- að eftir breytingu á deiliskipulagi á Breiðinni. Með þeirri breyt- ingu vill fyrirtækið sameina rekst- ur Laugafisks undir einu þaki og auk þess stórbæta vinnsluaðferð- ir þannig að lyktarmengun af fisk- þurrkun heyrir vonandi sögunni til. Þessar fyrirhuguðu breyting- ar eru að flestra mati löngu tíma- bærar enda óumdeilt að betur hefði mátt standa að vinnslunni í hönd- um fyrri eigenda. Þessar fyrirhuguðu breyting- ar hafa þó mætt nokkrum mót- byr, sérstaklega hjá sumum íbúum á Neðri-Skaga sem búa í næsta ná- grenni við núverandi vinnsluhús Laugafisks. Í anda umræðuhefðar okkar Íslendinga hafa stór orð fall- ið en nokkuð hefur skort á umræðu um þá kosti sem íbúar Akraness standa frammi fyrir í þessu máli. Einn kosturinn, sem nán- ast aldrei hefur verið ræddur, er hvað gerist ef bæjarstjórn Akra- ness hafnar beiðni HB Granda um áðurnefndar breytingar? Hvað tek- ur þá við? Því er til að svara að Laugafisk- ur hefur vinnsluleyfi með núver- andi húsakosti til 1. febrúar 2016. Væntanlega verður óskað eftir end- urnýjun þess vinnsluleyfis. Ekki er ólíklegt að fallist verði á framleng- ingu vinnsluleyfisins, svo sem gert hefur verið áður, enda þarf afar ríkar ástæður til þess að fella slíkt vinnsluleyfi úr gildi. Þær ástæður virðast þrátt fyrir allt ekki vera fyr- ir hendi. Annar möguleiki er sá að bæjar- stjórn Akraness breyti deiliskipu- lagi á þann hátt að fiskþurrkun verði bönnuð á því svæði sem nú- verandi fiskþurrkun fer fram á. Þá kæmi hugsanlega upp sú staða að Akraneskaupstaður þyrfti að kaupa upp vinnsluhúsin ásamt því að greiða fyrirtækinu bætur fyrir það fjárhagstjón sem það yrði fyrir við slíka lokun rekstrar. Ekki treysti ég mér til þess að áætla þann kostnað en hann er verulegur og mun meiri en ég tel verjandi fyrir bæjarfélag- ið. Að auki myndi talsverður fjöldi starfa tapast. Það er því kaldhæðni örlaganna að verði komið í veg fyrir fyrirhug- aðar skipulagsbreytingar mun það í besta falli skila íbúum óbreyttu ástandi en í versta falli miklum kostnaði fyrir bæjarsjóð. Það er því mjög áríðandi að íbú- ar og kjörnir fulltrúar þeirra hafi alla kosti í huga ásamt heildarhags- munum bæjarfélagsins alls þeg- ar kemur að endanlegri afgreiðslu málsins. Yfirvegun er besta vega- nestið þegar kemur að skipulags- málum enda ekki tjaldað til einnar nætur þegar að þeim málum kem- ur. Þráinn E. Gíslason Höf. er fyrrverandi fulltrúi í skipulagsnefnd Akraness Menningarhátíðin Vökudagar hefst á Akranesi á morgun, fimmtudag. Um er að ræða árlegan viðburð en hátíðin hefur verið haldin undanfar- in ár í bænum og orðin af föstum lið í menningarlífi Akurnesinga. Að sögn Önnu Leif Elídóttur verður þó for- skot á sæluna í kvöld, þegar rökkur- tónleikarnir Upptaktur að Vökudög- um verða haldnir á Bókasafni Akra- ness. „Það eru þær Soffía Björg og Lára Rúnars sem verða með kvenna- tóna í bókasafninu. Við gerðum þetta sama í fyrra, þegar ADHD lék fyr- ir gesti á bókasafninu og þar mynd- aðist lágstemmd og notaleg stemn- ing,“ segir Anna Leif í samtali við Skessuhorn. Hátíðin sjálf verður sett á fimmtudag, þegar opnuð verður sýningin „Lengi býr að fyrstu gerð. Tónlistararfur frá Kirkjuhvoli“. „Sú sýning verður einmitt líka í bóka- safninu og þar verða sýndir munir og myndir sem tengjast fólkinu sem bjó fyrst í Kirkjuhvoli. Laugardaginn 7. nóvember verður svo vandaður fyrir- lestur og tónleikar tengdir þeirri sýn- ingu, um þrjár kynslóðir kvenna sem bjuggu í Kirkjuvoli.“ Metnaðarfullir íbúar á Akranesi Fleiri viðburðir verða á setningar- degi og má þar nefna tónleikana Ungir – gamlir í Bíóhöllinni sem sagt er frá í annarri frétt í Skessu- horni. Á fimmtudeginum verð- ur einnig opnuð sýningin Samspil sem Gyða L.J. Wells bæjarlistamað- ur Akraness verður með ásamt Drífu Gústafsdóttur og Elsu Maríu Guð- laugsdóttur. „Þar verður samspil myndlistar og tónlistar en um kvöld- ið munu vinir Gyðu, þau Björg Þór- hallsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Haukur Guðlaugs- son og Hilmar Örn Agnarsson halda tónleika, einnig í tónlistarskólanum, sem frítt verður inn á.“ Í anddyri HVE opnar listsýning Guðrúnar H. Bjarnadóttur, eiginkonu Edwards Kiernan. Verkin sem hún sýnir eru unnin út frá formum altarisklæðis úr Miklagarðskirkju, sem var í gamla Saurbæjarhreppi á miðöldum. Ýmislegt verður svo um að vera um helgina. Fjöldi myndlistar- og ljósmyndasýninga verða opnaðar, Blúshátíð Akraness hefst á föstudeg- inum og stuttir stofutónleikar verða í Haraldarhúsi á sunnudag þar sem Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syng- ur fyrir gesti. Fjöldi viðburða verða í Akranesvita á Vökudögum og má þar nefna að kvennakórinn Vox Feminae verður með tvenna tónleika í Akra- nesvita laugardaginn 7. nóvember. „Svo verða nýjungar eins og viskýs- mökkunarnámskeið og styrkartón- leikar Fjöliðjunnar að frumkvæði Sindra Víðis Einarssonar,“ segir Anna Leif. Hún segir viðburði Vöku- daga í ár vera marga og ólíka. „Dag- skráin er metnaðarfull og metnaður- inn kemur frá íbúum Akraness. Mér finnst áberandi hvað fólk er að eflast í viðburðahaldi. Það eru fleiri mynd- listarsýningar núna en hafa verið og það er gaman að sjá hvað flóran er lífleg,“ segir Anna Leif að endingu. Dagskrá Vökudaga má sjá í mið- opnu Skessuhorns en nánari upplýs- ingar um hvern og einn viðburð má finna á vefsíðu Akraneskaupstaðar og á Facebook: Vökudagar á Akranesi. grþ Vökudagar hefjast á Akranesi á morgun Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað sá um skipulagningu Vökudaga í ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.