Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 29 Pennagrein Gríðarleg átök urðu um ramma- áætlun á síðasta þingi þegar meiri- hluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráð- herra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverf- is- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjanakosti í flýtimeð- ferð og tók með því fram fyrir hend- ur verkefnisstjórnarinnar sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk. Meirihluti atvinnu- veganefndar kom með breytingar- tillögu þar sem lagt var til að fjór- ir kostir færu í nýtingu án lögform- legrar meðferðar í verkefnastjórn- inni. Áður hafði meirihlutinn gert munnlega tillögu um að sjö virkj- anakostir færðust í nýtingarflokk en hraktist undan andstöðu niður í fjóra í endanlegri tillögu sinni. Þar var meðal annars lagt til að Holta- virkjun og Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá, sem báðar eru í biðflokki og hafa verið mjög umdeildir virkjun- arkostir, yrðu byggðar en virkjana- sinnar hafa lagt mikla áherslu á að koma allri neðri Þjórsá í nýtingar- flokk í því skyni að útvega orku til nýrra stóriðjuframkvæmda. Fyrrnefnd breytingartillaga varð mikið hitamál á síðasta þingi og lagði stjórnarandstaðan mikið á sig til að verja lögformlega ferla rammaáætlunarinnar með þeim ár- angri að flutningsmenn stjórnar- liða gáfust að lokum upp og drógu breytingartillöguna til baka eins og hún lagði sig. Hvammsvirkjun var síðan sam- þykkt í þinglok síðasta vor gegn at- kvæðum Vinstri grænna sem kom- ust að þeirri niðurstöðu eftir lest- ur umsagna um málið að afleið- ingar af virkjuninni yrðu neikvæð- ar fyrir lífríki virkjanasvæðisins og laxastofninn í Þjórsá. Umsagnirn- ar báru með sér að virkjunin væri í raun prófsteinn á að seiðafleytur virkuðu, engin vissa væri um það, og þar með yrði alltof mikil áhætta tekin gagnvart laxastofni Þjórsár ef ætti að reiða sig á úrræði sem ekki hefur verið reynt til hlítar. Einn- ig tók þingflokkur VG undir þau sjónarmið að það væri ekki í sam- ræmi við aðferðafræði rammaáætl- unar að taka einn kost út úr eins og gert var í tillögunni. Samanburð- ur væri nauðsynlegur og hann hefði ekki farið fram. Þannig lauk umfjöll- un þingsins í vor og var þá formaður atvinnuveganefndar með heitingar um að þessum tilfæringum væri ekki lokið og hann myndi mæta brattur til leiks á nýju þingi. Umhverfisráðherra steig svo fram í sumar og kvaðst ekki ætla að leggja fram nýjar tillögur að virkjanakost- um heldur bíða tillagna verkefna- stjórnar þriðja áfanga sem ætti að liggja fyrir eftir rúmt ár. Með þessu lýsti ráðherra ótvíræðu trausti á vinnu verkefnastjórnarinnar og gaf til kynna að ráðuneytið myndi fylgja lögformlegu ferli og bíða niðurstöð- unnar. Enn er þó reimt Atburðarásin í vetur er leið og um vorið og lyktir mála þá gátu gefið til kynna að stjórnvöld myndu láta sig hafa það að fylgja reglum ramma- áætlunar. Því ollu þeir reimleikar í málinu mikilli furðu þegar gaml- ir draugar gengu aftur og meiri- hluti atvinnuveganefndar boðaði fjölda fyrirtækja úr orkugeiranum á sinn fund 24. september síðastlið- inn, ásamt fulltrúum Landsvirkjun- ar, Orkustofnunar og fulltrúum um- hverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytisins til að ræða gagnrýni sína og orkufyrirtækjanna á vinnubrögð verkefnisstjórnarinn- ar. Gefið var í skyn að verkefnis- stjórnin ynni ekki faglega og fylgdi ekki lögformlegum ferlum. Sérstak- lega var fundið að því að unnið væri með umhverfismat áætlana eins og um umhverfismat framkvæmda væri að ræða og að fram færi of mikil gagnasöfnun. Einnig var gagnrýni beint að hæfi einstaklinga í faghóp- um. Ég lagði sjálf hart að formanni atvinnuveganefndar að koma koma því í kring að fulltrúar Landvernd- ar, Náttúruverndarsamtaka Íslands auk Skipulagsstofnunar yrðu einnig á þessum fundi. Ekki var orðið við því og komu fulltrúar þessara aðila ekki fyrir nefndina fyrr en 6. októ- ber síðastliðinn á fundi sem fulltrúar úr ráðuneytum og formaður verk- efnastjórnar sátu líka. Á þeim fundi var fyrrnefndri gagnrýni á vinnu verkefnastjórnar- innar hrundið lið fyrir lið. Skipu- lagsstofnun, sem hefur eftirlits- hlutverk með umhverfismati áætl- ana, taldi að ekkert væri hæft í þeirri gagnrýni að óeðlilega nákvæm og umfangsmikil gagnasöfnun væri við umhverfismat áætlana hjá verkefna- stjórninni. Einnig kom fram að eng- ar athugasemdir væru gerðar við hæfi fólks í faghópum. Með vísan til Árósarsamningsins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að rétt- látri málsmeðferð í umhverfismál- um telst nauðsynlegt og óhjákvæmi- legt að tryggja aðkomu almennings að ferlinu og þar koma frjáls félaga- samtök eins og Landvernd og Nátt- úruverndarsamtök Íslands til sög- unnar. Þrátt fyrir atlögur að verkefnisstjórn nýtur hún trausts Mjög mikilvægt er að traust ríki til vinnu verkefnastjórnar og að ekki sé grafið undan trúverðugleika og fag- mennsku þeirra sem eru í faghóp- unum og í verkefnastjórninni. Þær upplýsingar sem fram komu á seinni fundi atvinnuveganefndar um mál- ið eru þess eðlis að ljóst er að mála- tilbúnaður orkugeirans og meiri- hluta atvinnuveganefndar er til- hæfulaus með öllu og ber að hafa til- burði þessara aðila til að grafa und- an trausti á verklagi rammaáætlunar að engu. Fullt traust stjórnvalda rík- ir á faglegri vinnu verkefnastjórnar þriðja áfanga sem má treysta því að fá vinnufrið til þess að skila af sér til- lögum innan árs samkvæmt lögum og reglu. Er það vel. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG og vara- formaður atvinnuveganefndar. Tekist á um rammaáætlun - Sótt fram og hörfað í atvinnuveganefnd Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Tökulið frá framleiðslufyrirtæk- inu Sagafilm hefur undanfarna viku unnið að tökum á auglýsingu hér á Vesturlandi fyrir Íbúðalána- sjóð. Er auglýsingin liður í mark- aðsherferð sjóðsins og fóru tök- ur m.a. fram bæði á Akranesi og í Borgarnesi. kgk Íbúðalánasjóður í markaðsátak Frá tökum Sagafilm við Suðurgötu á Akranesi. Ljósm. ki. Tökur á auglýsingu Íbúðalánasjóðs fóru einnig fram í Borgar- nesi. Hér er tekið upp við Landnámssetrið. Ljósm. þg. Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu var hald- inn hátíðlegur um síðustu helgi. Að sögn Eyjólfs Ingva Bjarnason- ar, formanns FSD, fór hátíðin vel fram og aðsókn var góð á alla við- burði. „Það var mikið betri mæt- ing en ég þorði að vona því veðrið var leiðinlegt, sérstaklega aðfarar- nótt laugardagsins,“ sagði Eyjólfur í samtali við Skessuhorn. „Ég held það hafi mætt ríflega 360 manns á sviðaveisluna. Hún tókst mjög vel og ég hef ekki annað heyrt en að menn hafi almennt verið ánægðir. Hjörleifur Hjartarson stóð sig frá- bærlega sem veislustjóri, hann ger- samlega átti salinn.“ Íslandsmeistaramótið í rúningi er fastur liður í haustfagnaði og var það Hafliði Sævarsson frá Fossár- dal sem hampaði Íslandsmeistara- titlinum, annað árið í röð. Á gripa- sýningunum var það hrútur nr. 6 frá Rauðbarðaholti sem sigraði í flokki hyrndra lambhrúta, en hann var jafnframt valinn Héraðsmeist- ari. Baukur frá Hrappsstöðum var hlutskarpastur kollóttra lambrúta og hrútur nr. 3931 frá Breiðabóls- stað sigraði í flokki mislitra lamb- hrúta. Ærin Áslaug 10-121 frá Ás- garði fékk viðurkenningu sem besta ær Dalasýslu byggt á kynbótamati kinda fæddra árið 2010. Gimbrasýning var haldin í fyrsta skipti og þar sigraði gimbr- in Dúkka, í eigu Stellu Margrétar Birgisdóttur, sex ára stúlku frá Bæ. „Hún lagði mikla vinnu í að skreyta gimbrina sína og búa undir keppn- ina og er vel að sigrinum kom- in. Mér skilst að gimbrin hafi ver- ið líflítil þegar hún kom í heiminn en að Stella hafi bjargað lífi henn- ar með því að halda á henni hita og leggja í dúkkuvagninn sinn. Þaðan kemur nafnið Dúkka,“ segir Eyj- ólfur. Verðlaunagripurinn sem hún fékk var gefinn af Kjartani og Guð- rúnu á Dunki í tilefni af 30 ára af- mæli FSD. Grillveislan í Dalabúð að kvöldi laugardags var mun stærri en oft áður að sögn Eyjólfs, en rúmlega 330 manns tóku þátt í henni. Dans- leikurinn sama kvöld var einnig fjölmennur. „Allir viðburðir voru vel sóttir og helgin heppnaðist vel í alla staði,“ segir hann. „Mig langar að þakka styrktaraðilum, sjálfboða- liðum og öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera þessa hátíð mögu- lega. Án þeirra væri þetta ekki hægt,“ segir Eyjólfur að lokum. kgk/ Ljósm. bae. Haustfagnaður FSD fór fram um helgina Þröngt mega sáttir sitja. Sviðaveislan að kvöldi föstudags hefur fyrir löngu fest sig í sessi. Bestu rúningsmenn landsins öttu kappi í Íslandsmeistaramótinu í rúningi. Hafliði Sævarsson frá Fossárdal sigraði rúningskeppnina, annað árið í röð. Árshátíð hestamanna á Vesturlandi verður haldin á Fosshótel Reyk- holti, föstudaginn 20. nóvember og hefst hún klukkan 19:30. „Þetta er þriðja árið sem vestlenskir hesta- menn koma saman og gera sér glaðan dag og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að gleðjast með okkur. Hátíðin verður nánar auglýst síðar,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá skemmtinefnd sem hvet- ur vestlenska hestamenn til að taka daginn frá. mm Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.