Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 2

Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20162 Við minnum á Sauðamessu sem haldin verður í Borgarnesi næstkomandi laug- ardag. Þar verður fjölbreytt hátíðardag- skrá í Skallagrímsgarði frá kl. 13 - 17 og hið árlega Sauðamessuball verður hald- ið í Hjálmakletti um kvöldið. Sjá nánar auglýsingu hér í Skessuhorni. Norðanátt verður á fimmtudag, víða 5 til 10 m/s og skýjað með köflum eða létt- skýjað sunnan- og vestan til en norð- vestlæg átt 8-13 og slydda eða rigning með köflum norðan- og norðaustan- lands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðaust- an til. Á föstudag spáir norðlægri átt 3 - 8, víða skýjað með köflum eða bjart- viðri en stöku skúrir eða slydduél með norðurströndinni og dálítil rigning suð- austan til síðdegis. Hiti breytist lítið. Á laugardag er útlit fyrir austlæga átt og skýjað norðaustanlands en annars rign- ing með köflum. Hiti 2 til 7 stig, mild- ast sunnan til. Vaxandi suðaustan átt er spáð á sunnudag og fer að rigna sunn- an til en lengst af bjartviðri um landið norðanvert. Hiti 3 til 9 stig. Á mánudag eru líkur á ákveðinni suðaustan átt með rigningu en þurrt að mestu norðan jökla. Hiti 4 til 10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hversu mikið gos drekkur þú á viku?“ Flestir lesenda Skessuhorns drekka aldrei gos, eða 44%. „Svona hálf- an til einn lítra“ svöruðu 30% og 15% svarenda sögðust drekka einn til fimm lítra af gosi á viku. Fimm til tíu lítra drekka 8% lesenda en einungis 3% drekka meira en tíu lítra af gosi á viku. Í næstu viku er spurt „Hvert er eftirlætis millimálið þitt?“ Jóhann Oddsson leitarmaður og bóndi hefur farið 156 sinnum í leitir á Holta- vörðuheiði frá árinu 1960. Jóhann er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Slóu út til að ná sambandi við tónleikahaldara ÓLAFSVÍK: Lögreglan á Vest- urlandi var kölluð til vegna tón- listarhávaða frá íbúð í Ólafsvík að næturlagi um liðna helgi. Ekki reyndist unnt að ná tali af heimil- isfólkinu og var því brugðið á það ráð að slá rafmagninu út af húsinu tímabundið og dugði það til að slá græjurnar út af laginu. Nágrannar voru að vonum fegnir með að frá svefnfrið það sem eftir lifði helg- ar en þeim hafði lítið orðið svefn- samt í nokkra sólarhringa vegna hávaðans. -mm LAGER- SALA ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF DÖMU- OG HERRAFATNAÐI! 1Kalmansvöllum Hefst fimmtudaginn 29. sept. kl. 13 að Kalmansvöllum 1 Opnunartími: Virka daga 13 - 18 Laugardaga 11 - 15 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað síðastliðinn föstudag upp þann úrskurð að breytt deiliskipulag fyrir nýbygg- ingar við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi væri ekki í samræmi við aðalskipulag og felldi skipulagið úr gildi. Framkvæmdir á bygging- arstað voru samdægurs stöðvað- ar meðan menn áttuðu sig á áhrif- um úrskurðarins. Nú tekur við hjá Borgarbyggð vinna við breyt- ingu á aðal- og deiliskipulagi sem vafalítið mun taka nokkra mánuði. „Ákvörðun sveitarstjórnar Borgar- byggðar frá 14. apríl 2016 um að samþykkja breytt deiliskipulag fyr- ir lóðirnar 55-59 er felld úr gildi,“ segir orðrétt í úrskurði nefndar- innar. Úrskurðarnefndin tók hins vegar ekki afstöðu til ákvörðunar byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 26. apríl og 8. júlí sl. að veita leyfi fyrir jarðvegsvinnu og sökkul- vinnu á lóðunum, en framkvæmd- ir við byggingar á lóðinni hóf- ust í sumar og byrjað var að reisa þar húseiningar fimmtudaginn 15. september, eins og fram hef- ur komið í Skessuhorni. Bygging- araðilar íhuga nú stöðuna og hvort gamla skipulagið, sem nú öðl- ast aftur gildi, útiloki nokkuð að byggingaframkvæmdir geti haldið áfram á Borgarbraut 59. Það voru tveir aðilar sem lögðu inn kæru til úrskurðarnefndar- innar vegna ákvörðunar sveitar- stjórnar um að heimila byggingu á lóðunum Borgarbraut 57-59 og kærðu breytt deiliskipulag. Annars vegar var það Borgarland, fyrirtæki í eigu Kaupfélags Borgfirðinga og eigandi lóðanna við Borgarbraut 56-60, og hins vegar Arinbjörn Adlawan Hauksson Helgugötu 10, en foreldrar hans eiga fasteignina Kveldúlfsgötu 2a, næstu lóð norð- an við byggingareitinn við Borg- arbraut 57-59. Úrskurðarnefnd- in vísaði frá kæru Arinbjarnar, en ógilti eins og fyrr segir ákvörðun sveitarstjórnar um breytt deili- skipulag. Skipulagsvinna unnin eins hratt og auðið er Gunnlaugur A. Júlíusson sveitar- stjóri Borgarbyggðar harmar þessa niðurstöðu Úrskurðarnefndar og segir forsvarsmenn sveitarfélags- ins ekki hafa búist við þessari nið- urstöðu. „Breytingin á deiliskipu- lagi svæðisins hefur verið staðfest tvisvar en gerðar voru breytingar á því með hliðsjón af athugasemd- um sem bárust frá Skipulagsstofn- unar. Því kom þessi niðurstaða okkur á óvart,“ sagði Gunnlaug- ur í samtali við Skessuhorn. Um framvindu málsins í ljósi stöðunn- ar sagði sveitarstjórinn að fram- kvæmdum á byggingareitnum hafi verið hætt á föstudaginn. „Nú tek- ur gamla deiliskipulagið aftur gildi og breytingin sem sveitarstjórn var búin að samþykkja gengur til baka.“ Gunnlaugur segir að heildar byggingarmagn á lóðunum sé und- ir leyfilegum mörkum, en bygg- ingamagn er yfir mörkum á lóðum 57 og 59, en talsvert undir mörk- um á lóð 55. „Við hjá sveitarfé- laginu höfum nú þegar hist og far- ið yfir stöðuna til að glöggva okkur á framhaldinu, en okkar von er að verkið tefjist sem minnst. „Nú tek- ur við skipulagsleg yfirferð máls- ins. Fara verður yfir hver er ástæð- an fyrir að deiliskipulagið er fellt úr gildi og hvernig bregðast skuli við því. Fyrst og fremst er þetta skipulagsvinna, yfirferð á aðal- og deiliskipulagi sem augljóslega þarf að gera breytingar á. Það allt mun taka ákveðinn tíma í auglýsinga- ferli en við reynum að flýta ferl- ina eins og framast er unnt,“ seg- ir Gunnlaugur. Aðspurður segist hann ekki geta svarað því hvenær framkvæmdir geti hugsanlega haf- ist að nýju. Óljóst um tafir við hótelhluta Samkvæmt heimildum Skessuhorns fara lóðarhafar og byggingarað- ilar við Borgarbraut 57-59 nú yfir áhrif úrskurarins á framgang verks- ins. Þar sem nú fellur úr gildi sú breyting sem gerð var á deiliskipu- lagi svæðisins fyrr á þessu ári, tek- ur að nýju gildi fyrra deiliskipulag. Það gerir ráð fyrir meira bygging- armagni á lóðinni Borgarbraut 59 og gæti því niðurstaðan orðið sú að framkvæmdir á henni haldi áfram strax í þessari viku. Á þeirri lóð er þjónusturými og hótel. Lóðarhaf- ar og byggingaraðilar ætluðu ásamt lögfræðingum sínum að funda um málið síðdegis í gær, þriðjudag, og lá niðurstaðan ekki fyrir þeg- ar Skessuhorn var sent í prentun. Ekki er því fullreynt hvort tafir verði á byggingarframkvæmdum á Borgarbraut 59. mm Framvæmdir á lóðunum voru stöðvaðar á föstudaginn eftir að úrskurður ÚUA lá fyrir. Myndin er frá 15. september sl. Ljós. kgk. Úrskurðarnefnd fellir úr gildi breytt deiliskipulag

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.