Skessuhorn - 28.09.2016, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 11
569 6900 08:00–16:00www.ils.is
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðis-
öryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju–
og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi
að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að
húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum
íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðan-
legu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn,
ungt fólk, aldraða 0g fatlaða.
Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi:
• Nýbyggingar og fjölgun leiguíbúða
• Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir
fyrir leigjendur undir tekju– og eignamörkum
Auk þess verður lögð áhersla á:
• Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni
að lækka byggingarkostnað
• Skapandi og hugvitsamlegar lausnir og góða hönnun
• Íbúðir sem uppfylla þarfir íbúa á hverju svæði
• Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir ólíkra hópa
• Að stuðla að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri
blöndun
Almennar íbúðir
Opið fyrir umsóknir
um stofnframlög
Eftirtaldir aðilar geta sótt um stofnframlög:
a. Húsnæðissjálfseignarstofnanir
b. Sveitarfélög og lögaðilar í eigu þeirra
c. Lögaðilar sem störfuðu við gildistöku laga um almennar
íbúðir og uppfylltu skilyrði til að fá lán skv. 37. gr. laga um
húsnæðismál nr. 44/1998.
Fjárhæð til úthlutunar í stofnframlög ríkisins á árinu 2016
er að hámarki einn og hálfur milljarður kr. Stofnframlög
ríkisins nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar.
Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnframlag hjá
því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett, og
er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu
stofnframlags ríksins.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimsíðu sjóðsins.
Umsóknarferlið er tvískipt. Fyrri umsóknarfrestur er til og með
15. október 2016. Síðari fresturinn er til og með 30. nóvember
2016. Er þá til úthlutunar það sem óráðstafað er af fjárheimild
ársins. Í báðum tilvikum er 30 daga frestur til viðbótar til að
skila inn staðfestingu á samþykki sveitarfélags. Umsókn sem
berst eftir að umsóknarfrestur rennur út verður ekki tekin til
umfjöllunar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu
Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Fyrri umsóknarfrestur:
15. október 2016
Síðari umsóknarfrestur:
30. nóvember 2016
Auglýst er eftir umsóknum um stofnframlög
ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum
íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð
nr. 555/2016.
Gestir streymdu að Landnáms-
setri Íslands í Borgarnesi rétt fyrir
átta síðastliðið föstudagskvöld til að
njóta nýrrar sýningar á Söguloftinu.
Þar sagði Guðmundur Andri Thors-
son frá langafa sínum og langömmu,
Thor Jensen og Margréti Þorbjörgu
Kristjánsdóttur. Þau hjón voru bú-
sett í Borgarnesi í nærfellt áratug
frá árinu 1886 og starfaði Thor sem
faktor þann tíma. Í pakkhúsinu sem
hann lét byggja árið 1889 er nú ein-
mitt Söguloftið til húsa. Ennfrem-
ur bjó fjölskyldan í Kaupangi sem er
næsta hús við Landnámssetur í dag
og er jafnframt elsta húsið í Borgar-
nesi (byggt 1778). Þar voru fjögur af
börnum hjónanna fædd. Sterk stað-
artenging sýningarinnar er því fyr-
ir hendi.
Saga Thors og Margrétar var hluti
af sögu landsins á miklum breytinga-
tímum enda Thor mikill athafna-
maður og afkomendur hans ekki
síður. Það var því víða farið í frásögn
Guðmundar Andra og áheyrendur
fylgdust með af athygli og klöppuðu
honum lof í lófa að verkinu loknu.
Sýningin er að mestu án leikmuna,
en þó átti gamalt ófullgert málverk
talsverðan þátt í að gefa nærveru að-
alpersónunnar til kynna. Fram kom
í máli Guðmundar Andra að sýning-
in væri komin til vegna beiðni Kjart-
ans Ragnarssonar um að hann setti á
svið verk sem hann ætti í raun eftir
að skrifa í bókarformi. Sjálfur kvaðst
hann oft hafa verið spurður að því
hvenær hann myndi rita sögu Thors
Jensen og Thorsaranna, en það
hefði hann ekki í hyggju, alla vega
ekki að sinni. Hins vegar væri hægt
að hugsa sér að nálgun hans í frá-
sögninni í Landnámssetri gæti falið
í sér mögulegar leiðir að slíku verki
– en tíminn yrði að leiða í ljós hvort
það yrði einhvern tímann skrifað.
Fjölmörg verk hafa verið flutt á
Sögulofti Landnámsseturs síðan
fyritækið hóf starfsemi árið 2006
og öll hafa þau einkennst af áherslu
á frásagnarlist og sagnamenningu.
Upplýsingar um næstu sýningar
Thors sögu Jensen má finna á www.
landnam.is. gj
Thors saga Jensen
frumsýnd á Söguloftinu
Guðmundur Andri Thorsson á pakk-
húsloftinu sem langafi hans byggði.
Gamalt ófullgert málverk af Thor
Jensen hékk uppi og færði gesti nær
umfjöllunarefninu.
Það var að beiðni Kjartans Ragnarssonar að Guðmundur Andri segir nú sögu
langafa síns.
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2016
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 6. október
Föstudaginn 7. október
Tímapantanir í síma 438 – 1385
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is