Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201614
Hæstiréttur kvað á fimmtudaginn
upp dóm í máli sem BB og synir ehf.
í Stykkishólmi höfðuðu gegn Sæ-
ferðum í Stykkishólmi vegna tjóns
sem varð á vöruflutningabifreið og
gámi um borð í Breiðafjarðarferj-
unni Baldri í desember 2011. Hæsti-
réttur staðfesti dóm sem kveðinn
hafði verið upp í héraði þar sem Sæ-
ferðir voru sýknaðar af bótakröfu og
dæmdi stefnanda til greiðslu máls-
kostnaðar. Málsatvik voru þau að í
desember 2011 flutti Baldur vöru-
flutningabifreið fyrir BB og syni
ásamt tengivagni með skreiðar-
farmi á leið til Nígeríu. Þennan dag
var mjög slæmt veður á Breiðafirði
og ultu bíllinn og tengivagninn út
í hlið skipsins enda ölduhæð mik-
il og sjólag slæmt. Í málinu kröfðust
BB og synir þess að viðurkennt yrði
að Sæferðir bæru skaðabótaábyrgð
á því tjóni sem af hlaust. Bæði hér-
aðsdómur og hæstiréttur kváðu hins
vegar úr með að eins árs fyrningar-
frestur hefði verið liðinn þegar mál-
ið var formlega höfðað og voru Sæ-
ferðir sýknaðar af kröfu flutninga-
fyrirtækisins og BB og sonum gert
að greiða allan málskostnað.
Þessari niðurstöðu dómsins munu
forsvarsmenn BB og sona ekki una.
Sævar Benediktsson hjá BB og son-
um segir þá vera hreint út sagt brjál-
aða yfir því óréttlæti sem fram komi
í dómnum og aðdraganda málsins.
„Okkar var haldið í allskyns skýrslu-
skrifum og vinnu við að koma mál-
inu í eðlilegan farveg þannig að við
fengjum tjónið bætt. Vorum með-
al annars í miklum samskiptum við
Pétur Ágústsson sem þá stýrði Sæ-
ferðum. Lögfræðingur Sæferða
benti okkur meira að segja á að fara
með málið í lögfræðilegt ferli vegna
kunningsskapar okkar við Pétur. Það
gerðum við en málið var þæft svo
lengi að dómskerfið taldi það fyrnt
þegar til kom,“ segir Sævar. Hann
dregur engan dul á að mál þetta
svíði mjög enda telja þeir bræður
sem eiga og stýra BB og sonum að
illa hafi verið farið með þá og ómak-
lega. „Við höfum enga trú á dóms-
kerfinu eftir þetta og teljum niður-
stöðu bæði héraðsdóms og Hæsta-
réttar með öllu óskiljanlega.“
Tjón BB og sona er tilfinnanlegt,
en Sævar áætlar að það verði 13-17
milljónir króna þegar upp verður
staðið. „Það skemmist bíll, tengivagn
og gámur. Auk þess höfum við lagt út
fyrir lögfræðikostnaði, skýrslugerð
og nú málskostnaði. Við munum
ekki una þessari niðurstöðu og erum
að fara að hitta lögfræðing okkar upp
á framhald málsins. Þá munum við
að sjálfsögðu lágmarka allan flutning
með Eimskip sem nú eiga Sæferðir
og keyrum frekar landsleiðina vestur
á firði. Við teljum okkur öruggari að
aka Skógarströndina, heldur en sigla
með Baldri,“ segir Sævar.
Hjá BB og sonum eru um tíu
starfsmenn og telur bílaflotinn álíka
marga vöruflutningabíla. Mikil vinna
hefur verið hjá fyrirtækinu undan-
farið og hafa þeir þurft að bæta við
mannskap og bílum á leigu til að
mæta öllum verkbeiðnum. Einkum
eru það fiskflutningar sem fyrirtæk-
ið sinnir, frá Stykkishólmi, austur
og suður, en einnig flytur fyrirtæk-
ið mikið af laxi úr fiskeldinu í Arnar-
firði. mm
Hyggjast leita réttar síns þrátt fyrir dóm Hæstaréttar
Svipmynd úr lest Baldurs hina umræddu og dýru ferð í desember 2011. Ljósm. Sævar Benediktsson.
Hjalti Allan Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Rútuferða ehf. í
Grundarfirði, hefur fest kaup á
KB bílaverkstæði ehf. af Ketilbirni
Benediktssyni sem hefur rekið það
undanfarin ár. Verkstæðið skiptir um
nafn og heitir nú Bifreiðaþjónusta
Snæfellsness ehf. Ketilbjörn fyrrum
eigandi mun þó áfram starfa á verk-
stæðinu enda öllum hnútum kunn-
ugur hvað varðar bifreiðar í bæjar-
félaginu. Verkstæðið verður rekið í
óbreyttri mynd til að byrja með en
gæti þó breyst eitthvað í framtíðinni
enda hugur í nýjum eigendum fyrir-
tækisins. tfk
Í ágúst jókst erlend kortavelt hér-
lendis um 38%, nam 30,6 millj-
örðum króna samanborið við 22,2
milljarða í sama mánuði 2015. Það
sem af er ári hafa erlendir ferða-
menn greitt tæpa 162 milljarða með
kortum sínum en til samanburð-
ar var erlend greiðslukortavelta allt
árið í fyrra 154,4 milljarðar króna.
Líkt og undanfarna mánuði var
vöxtur í öllum útgjaldaliðum á milli
ára. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru
um posa gististaða í ágúst en gist-
istarfsemi er veltuhæsti flokkurinn í
kortaveltu ferðamanna. Upphæðin
nú er 32,3% hærri en í ágúst 2015.
Erlend greiðslukortavelta til gisti-
staða er jafnframt 4,8% hærri en í
júlí síðastliðnum og hefur því aldrei
verið meiri í einum mánuði. Enn er
mikill vöxtur í farþegaflutningum
með flugi en erlend greiðslukorta-
velta til flugfélaga jókst um 128%
frá fyrra ári.
Um 57% aukning varð á milli
ára í greiðslukortaveltu í flokknum
ýmis ferðaþjónusta en flokkurinn
inniheldur meðal annars ferða-
skrifstofur og ýmsar skipulagð-
ar ferðir ferðaþjónustufyrirtækja.
Erlendir ferðamenn greiddu 3,5
milljarða á veitingahúsum í ágúst
í ár eða 29,7% meira en í ágúst í
fyrra og þá jókst greiðslukorta-
velta í verslun um 23,2% frá fyrra
ári og var í ár 4,4 milljarðar. Í ágúst
greiddu erlendir ferðamenn tæpar
900 milljónir fyrir menningar-, af-
þreyingar og tómstundastarfsemi
eða 47,2% meira en í sama mán-
uði árið 2015.
Í júlí komu 241.559 þúsund
ferðamenn til landsins um Leifs-
stöð samkvæmt talningu Ferða-
málastofu, 27,5% fleiri en í sama
mánuði í fyrra og hafa aldrei verið
fleiri í einum mánuði.
mm
Greiðslukortavelta
ferðamanna jókst mikið
Bifreiðaþjónusta Snæfellsness tekur til starfa
Hjalti Allan og Ketilbjörn á verkstæðinu.
Síðasta umferð Íslandsmótsins í rallý
var ekin laugardaginn 24. september.
Bifreiðaríþróttaklúbbur Reykjavíkur
stóð fyrir keppninni en ekið var um
Kaldadal í Borgarfirði og Skjaldbreið-
arveg, sem er línuvegur frá Kaldadal
yfir að Gullfossi. Eru þetta langar og
krefjandi leiðir sem reyna mikið á bíla
og áhafnir. Einungis tíu áhafnir mættu
til leiks en mikil spenna var engu að
síður þar sem tvær áhafnir áttu mögu-
leika á Íslandsmeistaratitlinum, þeir
Sigurður Bragi Guðmundsson og
Aðalsteinn Símonarson annars vegar
en Daníel og Ásta Sigurðarbörn hins
vegar. Var forysta þeirra fyrrnefndu
það mikil á mótinu að þeim dugði
að klára í einu af fimm efstu sætun-
um í keppninni til að tryggja sér tit-
ilinn. Daníel og Ásta urðu hins vegar
að verða í fyrsta eða öðru sæti til að
eiga möguleika á titlinum.
Líkt og oft áður í sumar hófu
Daníel og Ásta keppnina með mikl-
um látum og óku mun hraðar en allir
keppnautar þeirra. Sigurður Bragi og
Aðalsteinn óku einnig greitt og voru í
harðri baráttu um annað sætið þegar
einungis ein sérleið var eftir. Á henni
snéru heilladísirnar við þeim bakinu
þegar drifbúnaður í bíl þeirra bilaði
með þeim afleiðingum að þeir féllu úr
keppni. Daníel og Ásta skiluðu sér í
endamark sem sigurvegarar í keppn-
inni og tryggðu sér með því Íslands-
meistaratitilinn 2016. Til marks um
hve keppnin var erfið þá luku henni
einungis fimm áhafnir þar sem ein
velti bíl sínum og bilanir í stýrsbúnaði
og fjöðrunarkerfi felldu aðra.
mm/gjg
Heilladísirnar kvöddu Alla og
Sigga fyrir síðustu sérleiðina
Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með
dramatískum hætti á loka sérleið sumarsins.