Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201618
Söngskonan og Skagamærin Brynja
Valdimarsdóttir hefur stofnað nýj-
an söngskóla fyrir börn á Akranesi.
Fyrsta námskeiðið hefst í október-
mánuði og stefnir Brynja á fleiri
námskeið eftir áramótin. „Ég ætla
að vera með eitt haustnámskeið
sem byrjar 10. október og svo ann-
að námskeið eftir áramót sem verð-
ur lengra,“ segir Brynja. Nám-
skeiðin í Söngskóla Brynju eru fyr-
ir krakka á aldrinum sex til fimm-
tán ára. Aldursskipt verður í hópa
og boðið upp á yngsta stig, miðstig
og unglingastig. Á námskeiðunum
mun Brynja leggja áherslu á söng,
framkomu og tjáningu. „En einnig
legg ég sérstaka áherslu á að hver
og einn finni sína leið að bættri
sjálfsmynd sem er mikilvægt vegar-
nesti út í lífið almennt. En mikil-
vægast er að börnin hafi gaman og
fái að upplifa gleðina sem fylgir því
að syngja og tjá sig,“ segir hún.
Aðspurð um hvernig tónlist
verður kennd á námskeiðunum
segist Brynja ætla að kenna það
sem krökkunum langar að læra.
„Þetta verða alls konar lög, svo sem
klassísk Eurovisionlög, barnalög
og popplög. Þau fá svolítið að ráða
þessu sjálf. Ég mun fara létt yfir
tæknina en það verður helst fyr-
ir elsta hópinn. Aðallega vil ég að
þau hafi gaman af, fái að njóta sín
og læri að tjá sig.“ Haustnámskeið-
ið verður átta vikna langt en nám-
skeiðið sem boðið verður upp á eft-
ir áramót verður tólf vikur. Kennt
verður í húsakynnum Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, einu sinni í viku
í klukkustund í senn. „Krakkarnir
fá bæði að vinna saman og sem ein-
staklingar. Ég legg áherslu á ein-
staklingskennslu innan hópsins, að
hver og einn fái að blómstra hver á
sinn hátt. Þau verða þrjú í hóp og
læra líka að syngja saman.“
Lífið kemur
stöðugt á óvart
Sjálf segist Brynja hafa verið í tón-
list síðan hún man eftir sér. „Ég fór
í forskóla í tónlistarskólanum og
svo yfir í að læra á hljóðfæri. Ég var
líka í skólakór en byrjaði reyndar
ekki í söng fyrr en ég var orðin 16
ára og það var þá klassískur söng-
ur. Það var ekki kenndur popp-
söngur eða söngur fyrir krakka á
þeim tíma,“ útskýrir Brynja. Hún
telur mikilvægt að börn sem hafi
áhuga á söng öðlist sjálfstraust í að
stíga á svið. „Það var erfitt að stíga
inn í klassískan söng 16 ára og ekk-
ert auðvelt að halda tónleika strax.
Mig langar því að hjálpa krökkum
að öðlast þetta sjálfstraust og að
hafa gaman af því að stíga á svið.“
Þetta er í fyrsta sinn sem Brynja
kennir söng og vonast hún til að
reynsla hennar og menntun skili
sér inn í starfið. „Mér datt eigin-
lega aldri í hug að ég myndi kenna
en þetta sýnir að lífið kemur stöð-
ugt á óvart. Þetta verður vonandi
rosalega gaman, ég hef hugsað um
að kenna en ekki látið verða af því
fyrr en núna.“
grþ
Bætt sjálfsmynd er
mikilvægt vegarnesti
Brynja Valdimarsdóttir snýr sér nú að söngkennslu.
Í mígandi rigningu og roki var
haustjafndægrum blótað að heið-
inna sið í Hlésey í Hvalfjarðarsveit
síðasta fimmtudag, 22. septem-
ber. Yfir þrjátíu mannst tóku þátt
í blótinu sem haldið var í útihofi í
landi Hlésyjar. Jóhanna Harðar-
dóttir, Kjalnesingagoði, stjórnaði
athöfninni. Hún segir að yfir fimm-
tíu manns hafi skráð sig til þátttöku
í athöfnina og miðað við veðrið væri
það mjög góð þátttaka. Blaðamaður
Skessuhorns fékk að fylgjast með at-
höfninni. Kveiktur var eldur í miðju
hofsins, sem gekk erfiðlega þar sem
rigninginn vann á móti. Fólk var þó
þolinmótt og það hafðist að lokum
að tendra eldinn. Þegar eldurinn
logaði glatt, með örlítilli hjálp, byrj-
aði Jóhanna athöfnina. Hún þakkaði
Frey fyrir gott haustveður og sér-
staklega rigninguna. Horn var látið
ganga og þakkað var fyrir gott sum-
ar og gjafir náttúrunnar.
Konum fjölgar
í félaginu
Eftir athöfnina var gestum boð-
ið inn í hlýjuna í Hlésey, þar sem
á boðstólnum var heitt kakó, kaffi
og kleinur og mjöður fyrir þá sem
ekki voru keyrandi. Tónlistin í bak-
grunni var eins íslensk og hægt var,
Krummavísur og Móðir mín í kví
kví. Allir voru fegnir að komast inn
úr rigningu og roki og margir voru
gegnblautir, þar á meðal blaðamað-
ur, eftir að hafa staðið úti í rigning-
unni þessar mínútur sem athöfnin
tók. Það var þó ekki að sjá á neinum
að það angraði gesti. Fólk spjallaði
saman á léttum nótum og hló. „Það
er alltaf eins og ættarmót þegar
Ásatrúarfólk hittist,“ segir Jóhanna.
Hún gaf sér smá tíma frá því að
sinna gestunum til að setjast niður
með blaðamanni og segja örlítið frá
starfinu í Hlésey og sjálfri sér.
„Ásatrúarfélagið hefur breyst
mjög mikið á síðustu árum,“ seg-
ir Jóhanna. Konum hefur fjölgað
mjög mikið. “Konur eru enn mjög
tengdar náttúrunni. Þessi trú er
mjög náttúrutengd og það hentar
mörgum ungum konum mjög vel.”
Gunnar Gunnarsson, kennari og
meðlimur í Ásatrúarfélaginu, seg-
ir við blaðamann að fyrir tuttugu
árum hafi konur verið mjög fáséðar
í félaginu. Nú sé hins vegar breyt-
ing á.
Heiðnir Íslendingar
Jóhanna segist alltaf hafa verið
heiðin, en ekki uppgötvað það fyrr
en á unglingsárum. „Þá fór ég að
ganga til prestsins og sá að þetta
var ekki rétti guðinn,“ segir hún og
hlær. Hún hefur verið í Ásatrúar-
félaginu síðan 1983, en fékk vígslu-
réttindi árið 2003. Skömmu síð-
ar fluttu þau hjónin í Hvalfjarðar-
sveit úr Mosfellsbænum og byrjuðu
að byggja upp hofið sem stendur í
túninu. „Þegar við fluttum í Mos-
fellsbæ var það í útjaðri byggðar-
innar, en þegar við flytjum þaðan
var það ekki svo lengur. Við þríf-
umst best í náttúrunni.“
Samkvæmt Jóhönnu ríkir jafn-
rétti í Ásatrúarfélaginu. „Það skipt-
ir nákvæmlega engu máli hver þú
ert eða hvaðan þú kemur. Allir eru
jafnir.“ Hún segist ekki telja Íslend-
inga mjög trúaða þjóð í eðli sínu.
Það byggi hún á sinni eigin reynslu
af því að vinna náið með allskonar
fólki í mörg ár. „Íslendingar eru al-
veg óskaplega heiðnir, þeir bara vita
það ekki,“ segir hún og hlær.
Allir velkomnir
Í Hlésey eru haldin blót og einn-
ig hjónavíglsur og nafngjafir en þar
er þó ekki aðstaða fyrir útfarir. Jó-
hanna segir að athafnir félagsins
fari mjög gjarnan fram utanhúss, í
heimahúsum eða leigðum sölum og
sumir prestar séu viljugir til að lána
safnaðarheimili til Ásatrúarfélagsins
þegar svo stendur á. Þess er þó ekki
langt að bíða að félagið geti opnað
glæsilegt hof í Reykjavík. Jóhanna
segir að endingu að félagið stundi
ekki trúboð. „Fólk verður bara að
koma og oft þegar það kemur segist
það vera komið heim. Það skilja allir
alla hérna.“ klj
Íslendingar heiðnari en þeir halda
Komið við á haustblóti Ásatrúarfólks í Hlésey
Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, segir að ungum konum hafi fjölgað mikið í Ásatrúarfélaginu.
Jóhanna hefur blótið í útihofinu í rigningu og roki. Jóhanna hlaut vígsluréttindi 2003. Hér gefur hún hjón saman í útihofinu fyrr í
þessum mánuði. Ljósm. si.