Skessuhorn - 28.09.2016, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 19
Við óskum eftir áhugasömum þátttakendum, matur, skemmtiatriði,
kynningar á löndum eða hvað sem þig langar að gera.
Skráning hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar. atthagastofa@snb.is
Czy chcesz wyjść na scenę?
Czy chcesz przynieść tradycyjną potrawę ?
Skontaktuj się z Á�hagastofa pod nr.tel: 433 6929, na fejsie pod
wydarzeniem lub mailem: a�hagastofa@snb.is
Fjölmenning og matur
Jedzenie i kultura
Multi cultural food festival
Essen und Kultur
mad og kultur
еда и культура
pagkain at kultura
TOIT JA KULTUUR
pārtika un kultūra храна и култура
อาหารและ
alimentaire et de la culture comida y cultura
Fjölmenningarhá�ð verður haldin í Frys�klefanum 15 október 2016
Mul� Cultural Food Fes�val in the Freezer october, 15 2016
Festiwal kultury i żywności 15 października we Frystiklefi Rifi
(Freezer)
Framkvæmdir við gamla íbúðarhús-
ið á Sauðafelli í Dölum lýkur senn.
Þar hyggjast hjónin og bændurn-
ir Finnbogi Harðarson og Berg-
lind Vésteinsdóttir opna gistiheim-
ili. „Miðað við hver staðan er nú er
lítil vinna eftir við húsið að utan og
um það bil ein vinnuvika að innan.
En framkvæmdirnar munu eitthvað
tefjast næstu tvær vikurnar eða svo út
af smalamennskum og því sem þeim
tengist. En við erum búin að sækja
um rekstrarleyfi og ef allt gengur að
óskum ættum við að fá leyfið eftir
miðjan október. Smíðavinnunni ætti
að vera lokið um svipað leyti þann-
ig að það passar mjög vel og við ætt-
um að geta opnað formlega seinni
part mánaðarins,“ segja Finnbogi og
Berglind þegar Skessuhorn sótti þau
heim síðasta fimmtudag.
Bakslag þegar
þakið fauk
Gamla íbúðarhúsið á Sauðafelli var
byggt árið 1897 og hefur endur-
bygging þess staðið yfir undanfarin
ár. „Við erum búin að vera allavega
fimm ár í þessu,“ segir Finnbogi.
„En það var ekki fyrr en fyrir tveim-
ur árum síðan að við ákváðum að
setja góðan kraft í að klára hús-
ið,“ segja þau. „Þá sáum við að við
vorum bara að tapa á því að bíða,
úr því við ætluðum á annað borð
að opna gistiheimili,“ segir Finn-
bogi. Töf varð þó á þeim áætlun-
um í mars í fyrra þegar þakið fauk af
húsinu og splundraðist. „Það skap-
aði okkur töluverða vinnu sem við
höfðum ekki átt von á. Við þurft-
um að loka því sem eftir stóð svo
ekki yrðu frekari skemmdir og taka
til því það voru spýtur, pappír, þa-
kjárn og gler úti um allt. Við vor-
um langt fram á vor að finna pappír
og myndir sem höfðu fokið alla leið
norður að Tunguá,“ segir Finnbogi.
En greiðlega gekk að ganga frá og
taka til eftir óhappið á næstu vikum
og eftir það gátu framkvæmdir haf-
ist af fullum krafti. „Það hefur eigin-
lega mest gerst í þessu eftir að þakið
fauk, síðustu 18 mánuðina eða svo,“
segir Berglind og Finnbogi bætir því
við að á liðnu sumri hafi að jafnaði
verið fjórir við vinnu í húsinu hvern
einasta dag.
Fyrst og fremst að
bjarga húsinu
Upphaflegar áætlanir hjónanna
gerðu þó ekki ráð fyrir ferðaþjón-
ustu á bænum. „Fyrst og fremst
ætluðum við bara að bjarga hús-
inu. Fengum til þess styrk og að-
stoð frá Húsafriðunarnefnd og
höfðum ekkert velt því fyrir okk-
ur að bjóða upp á gistingu,“ seg-
ir Finnbogi. „Við hugsuðum ekk-
ert mikið út í þetta þegar við byrj-
uðum á þessu, annars hefðum við
aldrei farið út í þetta,“ segja þau og
brosa. Þau fræða blaðamann um að
bæði hefði verið mun fljótlegra og
mun hagkvæmara að rífa húsið og
byggja nýtt en að endurbyggja það
gamla. „En úr því við ákváðum að
fara þessa leið þá þurftum við auð-
vitað að leita einhverra leiða til að
hafa upp í kostnaðinn. Við erum
sauðfjárbændur og höfum ekki
efni á því að standa í svona fram-
kvæmdum án þess að geta haft upp
í kostnað,“ segja þau.
Leiftur frá
liðinni tíð
Á gistiheimilinu verða fimm her-
bergi og gistirými fyrir tíu til tólf
manns hverju sinni. Auk þess verð-
ur boðið upp á morgunverð. Inn-
anstokksmunir eru allir í göml-
um stíl; sófar, borð, ljós og hvað-
eina. Ljær það húsinu aukið gam-
alt yfirbragð og í hverju herbergi
má sjá leiftur frá liðinni tíð. „Við
megum auðvitað ekki breyta hús-
inu að utan, útlit þess er friðað. En
við ákváðum strax að fara þá leið
að hafa allt í gömlum stíl,“ seg-
ir Finnbogi. „Nánast allir innan-
stokksmunir eru því keyptir not-
aðir. Ég held að það sé nær ekkert
sem við höfum keypt nýtt nema
rúmin, annað er notað. Eins höf-
um við fengið ýmsa muni frá ætt-
ingjum og vinum, en annað höfum
við keypt með því að vakta sölu-
síður og heimsækja antikverslan-
ir,“ segir Berglind.
Rekstur gistiheimilis í gamla
íbúðarhúsinu á Sauðafelli verð-
ur frumraun þeirra á sviði ferða-
þjónustu. Telja þau að það geti vel
farið saman rekstur gistiheimilis
og sauðfjárrækt. Mest sé að gera
í gistingunni þegar bændur eru
minnst bundnir af sauðfjárrækt-
inni. En þau útiloka ekki að ráða
til sín starfskraft ef þörf verður á
því. „Við ætlum bara að fara hægt
af stað og kynnast rekstrinum eftir
því sem fram í sækir,“ segja Finn-
bogi og Berglind að lokum.
kgk
Stefnt að opnun gistiheimilis á Sauðafelli fyrir lok október
Berglind Vésteinsdóttir og Finnbogi Harðarson í stofu gamla íbúðarhússins á Sauðafelli. Þar hyggjast þau opna gistiheimili
fyrir lok októbermánaðar.
Svona leit húsið út eftir að þakið fauk af í mars árið 2015. Síðan þá hefur orðið
algjör umbreyting á húsinu og nú er stutt í að það verði tilbúið til notkunar.
Horft heim að Sauðafelli frá þjóðveginum sunnan megin við bæinn. Gamla íbúðarhúsið í mynd.