Skessuhorn - 28.09.2016, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 23
Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns
KOSNINGAR2016
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Við viljum gjarnan heyra í listamönnum og frá vinnustöðum sem vilja standa
að listviðburðum t.d. með því að bjóða ungu tónlistarfólki að stíga á stokk
eða glæða veggi lífi með listaverkum svo eitthvað sé nefnt.
Við getum aðstoðað við að para saman listamann og vettvang!
Sendið okkur línu á Facebook: Vökudagar á
Akranesi eða með tölvupósti á mannlif@akranes.is.
Minnum á að tekið er við tilnefningum fyrir Menningarverðlaun
Akraneskaupstaðar 2016 á www.akranes.is.
Menningarhátíðin Vökudagar mun fara fram
á Akranesi dagana 27. október – 6. nóvember
Haraldur Benediktsson skipar odd-
vitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins
í NV-kjördæmi, sem býður að venju
fram undir listabókstafnum D. Hann
er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórs-
dóttur og eiga þau þrjú börn. Þau
hjón eru kúabændur á bænum Reyni
undir Akrafjalli. Haraldur hefur ver-
ið þingmaður kjördæmisins síðan
2013 og hefur átt sæti í atvinnuvega-
nefnd og fjárlaganefnd á yfirstand-
andi kjörtímabili. Áður en hann
tók sæti á þingi var hann formaður
Bændasamtaka Íslands og þar áður
formaður Búnaðarsamtaka Vestur-
lands. En þrátt fyrir að hafa um all-
nokkurt skeið staðið í ströngu í fé-
lags- og stjórnmálum kveðst Har-
aldur vera feiminn. „Ég er feiminn
að eðlisfari og það háir mér. Stund-
um kann það að virðast hroki en sú
er alls ekki raunin. Ég hef þó með
tíð og tíma lært að láta ekki und-
an þessu, því ef maður gerði það þá
held ég að maður hafi verið sigrað-
ur,“ segir Haraldur.
Þingmenn vinna
vel saman
Aðspurður um reynslu sína af þing-
mennsku segir Haraldur mikla vinnu
að vera þingmaður en einnig mjög
skemmtilegt. „Þetta hefur verið
strembið, óhemju mikil vinna en að
sama skapi óhemju gaman að fá að
kíkja í koppa og kytrur í hvers kyns
málum,“ segir Haraldur. „Skemmti-
legast hefur þó verið að fá að kynn-
ast þessu víðfeðma og fjölbreytta
kjördæmi sem Norðvesturkjördæmi
er og að glíma við mál sem maður
hafði kannski ekki innsýn í áður en
maður tók sæti á þingi,“ bætir hann
við. Haraldur segir setu í fjárlaga-
nefnd hafa verið mjög lærdómsríka
og veruna í atvinnuveganefnd einn-
ig.
Hann segir enn fremur hafa kom-
ið sér á óvart hve aðgengilegt þingið
sé í raun og veru fyrir hinn almenna
borgara. „Áður en ég tók sæti á þingi
hafði ég oft komið niður í þing til
að fylgjast með framgangi mála.
Samt hafði ég ekki áttað mig á því
hve auðvelt er í raun og veru að hafa
áhrif á framgang mála. Hver sem
er getur með auðveldu móti komið
sínum málum á framfæri með því
að gera athugasemdir við frumvörp.
Það er einfalt fyrir fólk að hafa tölu-
verð áhrif á framgang mála með vel
undirbúnum og vel unnum athuga-
semdum. Ég get því ekki tekið undir
að Alþingi sé með einhverjum hætti
fjarlægt þjóðinni,“ segir hann. Eins
segir hann að samvinna og samstarf
þingmanna sé mun meira og betra
en oft er hægt að draga ályktanir
af í fjölmiðlum. „Á Alþingi er fjöl-
margt vinnusamt og vel gert fólk í
öllum flokkum sem hefur heilmik-
ið fram að færa í undirbúningi mála.
Hin raunverulega vinna þingmanns-
ins um þingmál fer fram í nefndum.
Með góðri vinnu í þingnefndum hafa
þingmenn allra flokka haft heilmikið
að segja um framgang einhvers til-
tekins máls, þó þeir sitji síðan hjá
við atkvæðagreiðslu af pólitískum
ástæðum,“ segir Haraldur. „Þetta er
eitt af því sem situr eftir frá því ég
tók fyrst sæti á þingi, að þingmenn
skuli þegja yfir góðri samvinnu út á
við,“ bætir hann við.
Færi til uppbyggingar
En hvað verður efst á baugi hjá Sjálf-
stæðisflokknum í komandi kosn-
ingabaráttu? „Núna hafa á nýjan leik
myndast færi til uppbyggingar. Við
erum í einstöku færi að treysta hér
stöðugleika og ekkert skiptir okkur
meira máli en stöðugleikinn. En við
ætlum okkur að vera raunsæ þegar
kemur að því að nýta þessi færi og
boðum ekki bólgin útgjöld ríkis-
sjóðs,“ segir Haraldur. „Allir sjá hvar
kreppir að, og við viljum gera betur,
til dæmis í heilbrigðiskerfinu og það
á líka við um heilbrigðiskerfið úti á
landi. Grunnþættirnir á landsbyggð-
inni, eins og heilbrigðiskerfið, verða
að fá að byggjast upp samhliða upp-
byggingunni í höfuðborginni,“ seg-
ir hann. Varðandi fiskveiðistjórn-
un segir hann að Sjálfstæðisflokk-
urinn tali ekki fyrir uppboðsleið. „Í
okkar huga er uppboð aflaheimilda
bara nýr landsbyggðarskattur,“ seg-
ir hann. „Við ætlum að einbeita okk-
ur að grænum kostum í atvinnuupp-
byggingu á landsbyggðinni og skapa
fólki þannig frelsi til að velja sér bú-
setu,“ segir Haraldur. „Ef ferða-
mannaiðnaðurinn heldur áfram að
vera það hreyfiafl sem hann hef-
ur verið þá kemur hann til með að
breyta en á sama tíma renna styrkari
stoðum undir byggð í sveitum lands-
ins,“ segir hann og bætir því við að
verkefni komandi tíðar í þeim málum
sé að „ná utan um ferðaþjónustuna,“
eins og hann orðar það. „Við þurfum
að skapa aðstöðu á stöðum þar sem
hennar er þörf og skapa meira jafn-
vægi milli útgjalda sveitarfélaga og
ríkis vegna heimsókna ferðamanna
til landsins,“ segir Haraldur og segir
sjálfsagt að taka gjald af ferðamönn-
um fyrir veitta þjónustu. „En stóra
málið er að ná utan um ferðaþjón-
ustuna, hvað þarf að gera og hvað
má betur fara. Til þess þarf að eiga
sér stað samtal milli ríkis, sveitarfé-
laga, landeigenda og ekki síst ferða-
þjónustugreinarinnar sjálfrar,“ seg-
ir hann.
Kjördæmi með
þremur svæðum
„Norðvesturkjördæmi samanstend-
ur eiginlega af þremur svæðum;
Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-
urlandi vestra. Þessi svæði hafa sína
sérstöðu og sína hagsmuni hvert og
eitt sem framboð okkar Sjálfstæðis-
manna ætlar að láta sig varða,“ seg-
ir Haraldur. „En svæðið hefur líka
sín sameiginlegu hagsmunamál eins
og fjarskipti, rafmagn og samgöngu-
mál. Í málefnum kjördæmisins er
stærsta verkefnið í byggðamálum að
búa til aðstöðu fyrir alla grunnþjón-
ustu sem þarf að vera til staðar. Til
þess verðum við fyrst að huga að því
að koma dreifðum byggðum í gott
netsamband. Góð fjarskipti, ásamt
öruggari afhendingu á raforku, tel
ég að sé bakstykkið að allri upp-
byggingu á svæðinu,“ segir hann.
„Það hefur breyst bara frá því ég tók
sæti á þingi árið 2013. Þá voru sam-
göngumálin efst á forgangslistanum
hjá fólki á landsbyggðinni. Nú hef-
ur það breyst, fólk vill fá fjarskiptin í
lag en er tilbúið að bíða eitt ár í við-
bót eftir nýrri brú til dæmis. Það vill
fá brúna og á að fá hana, en svo lengi
sem það veit að hún kemur og fjar-
skiptin eru í lagi þá er það tilbúið að
bíða í eitt ár til viðbótar,“ segir hann.
Skyldi því engan undra að Haraldur
hafi helst birst kjósendum þegar rætt
er um fjarskiptamál. „Það er ekki til-
viljun að þetta varð baráttumál og
við Páll Jóhann Pálssonar höfum í
umboði innanríkisráðherra þokað
málinu áfram. Af yfir 40 heimsókn-
um sveitarstjórnarmanna til fjárlaga-
nefndar á fyrstu mánuðum þingsetu
minnar voru fleiri en 30 fulltrúar sem
nefndu fjarskiptamál sem forgangs-
atriði. Þau mál klifruðu því hratt upp
forgangslistann,“ segir hann.
Ný kynslóð iðjuvera í
atvinnuuppbyggingu
Haraldur nefndi hér að framan svo-
kallaða græna kosti í atvinnuupp-
byggingu, en hvað á hann við með
því? „Nú horfum við til dæmis til
þess að Vestfirðir gætu orðið af-
lögufærir með rafmagn innan tíðar
og geta orðið framleiðslusvæði raf-
magns. Það er eitthvað sem var ekki
í myndinni fyrir örfáum árum síð-
an. Sú staða er tilkomin vegna fjölda
nýrra virkjanakosta sem geta saman
afkastað um 100 til 150 MW,“ seg-
ir Haraldur og bætir því við að þetta
séu misstórir virkjanakostirnir, sum-
ir það litlir að þeir hafi ekki þurft að
fara í gegnum rammaáætlun. Þetta
eru meðal annars Hvalárvirkjun og
Austurgilsvirkjun, sem nú er gerð
tillaga um að fari í nýtingarflokk
rammáætlunar. „Þessu fylgja mikil
tækifæri en við verðum að gæta þess
að tengipunkturinn flytji rafmagnið
ekki í burtu. Við viljum hringtengja
Vestfirðina, bæta orkuöryggið til að
þar verði hægt að byggja upp blóm-
legar framleiðslugreinar,“ segir hann
og bætir því við að þar eigi hann ekki
við hefðbundna stóriðju. „Það er
mikilvægt að átta sig á að hér um að
ræða annan kost en stóriðju. Við vilj-
um færa okkur framar í virðisauka-
keðjuna með því að skapa grund-
völ fyrir meðalstór iðnfyrirtæki, sem
þurfa mörg hver ekki mikla raforku
miðað við afköst og kalla á hátt hlut-
fall af menntuðu starfsfólki,“ seg-
ir hann. „Þetta eru fyrirtæki í ætt
við sólarkísilverksmiðju Silicor á
Grundartanga, iðnaður sem er í eðli
sínu ekki mjög orkufrekur en kallar á
sama tíma á hlutfallslega háan fjölda
menntaðra starfsmanna,“ bætir hann
við. „Þegar horft er yfir kjördæmið
hefur síðustu áratugi verið háð mik-
il varnarbarátta víða í kjördæminu,
sérstaklega á Vestfjörðum og Norð-
urlandi, sem er ekki síst til komin
vegna ónógrar framleiðslu og erfið-
leika með flutning á rafmagni. Raf-
magn er því sameiginlegt baráttumál
kjördæmisins og ásamt góðum fjar-
skiptum grundvöllur að nýrri kyn-
slóð í atvinnuuppbyggingu í dreifð-
um byggðum landsins.“
Stefna á þrjá
þingmenn í NV
Listi Sjálfstæðisflokksins í Norð-
vesturkjördæmi hefur verið kunn-
gjörður. Haraldur skipar eins og
áður segir oddvitasætið, Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá
Akranesi er önnur á lista og Teit-
ur Björn Einarsson frá Flateyri er
þriðji. Oddvitinn kveðst ánægður
með listann. „Listinn er að mínu viti
ungur, dreifður og blandaður. Það er
ný reynsla að vera með þeim elstu á
lista,“ segir Haraldur léttur í bragði.
„Það eru auðvitað ákveðin tímamót
þegar reynslubolti eins og Einar
Kristinn Guðfinnsson lætur af þing-
mennsku, en mér þykir ánægjulegt
að hann skipi heiðurssætið á listan-
um, þó ekki sé nema aðeins til þess
að ég sé ekki elsti maður,“ bætir
hann við. „En að öllu gríni slepptu
þá er þetta ungur og efnilegur listi.
Ég hef sjálfur ekki mikla þingreynslu
og næstur eftir mér eru aðeins 29 ára
gömul. Þetta er langt undir meðal-
aldri þingmanna og bara mjög já-
kvætt að mínu viti,“ segir hann.
„Þar að auki eru frambjóðendur
ágætlega dreifðir um kjördæmið,
sem er ekki síst mikilvægt í kjördæmi
eins og NV. Þá er bakgrunnur fólks
mjög fjölbreyttur, sem er nú að mínu
viti aðalatriðið. Ég myndi telja að
listi Sjálfstæðisflokksins í NV-kjör-
dæmi sé ákaflega spennandi kostur
í komandi kosningum, en ég viður-
kenni að ég er örlítið hlutdrægur,“
segir hann og hlær við.
Aðspurður um markmið Sjálfstæð-
isflokksins í NV-kjördæmi í komandi
kosningum eru þau alveg skýr; yfir
30 prósent fylgi og þrír þingmenn.
„Við teljum að með snarpri kosn-
ingabaráttu með vísun í þau mál sem
ég hef nefnt þá sé það vel raunhæft.
Markmiðið er þrír þingmenn og ef
vel tekst til þá held ég að það geti
gengið eftir,“ segir Haraldur Bene-
diktsson að lokum.
kgk
Segir góð fjarskipti ásamt raforku vera
bakstykkið að uppbyggingu í kjördæminu
Rætt við Harald Benediktsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi
Skessuhorn mun í þeim
tölublöðum sem koma út
fram að kosningum til Al-
þingis 29. október næst-
komandi eiga samtal við
fulltrúa þeirra stjórnmála-
flokka sem bjóða fram lista
í Norðvesturkjördæmi.
Ekki liggur enn nákvæm-
lega fyrir hve mörg fram-
boðin verða. Kann því að
vera að einhverjir listar
eigi enn eftir að líta dags-
ins ljós.
Haraldur Benediktsson, bóndi og þingmaður, skipar oddvitasætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir markmið flokksins skýrt í
komandi kosningum; yfir 30% fylgi og þrír þingmenn.