Skessuhorn - 28.09.2016, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Víkingur Ó. tók á móti KR í 21. um-
ferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu
á sunnudag. Ólafsvíkurliðið hef-
ur átt erfitt uppdráttar á síðari hluta
móts en með hagstæðum úrslitum
hefði liðið getað gulltryggt sæti sitt
í deildinni. Svo varð hins vegar ekki,
því gestirnir sigruðu með einu marki
gegn engu.
Víkingar voru sterkari á upphafs-
mínútum leiksins en tókst ekki að
komast yfir. Til þess fengu þeir þó
kjörið færi strax á 5. mínútu. Þeir
fengu aukaspyrnu rétt við vítateigs-
línuna en spyrnan var slök og fór
beint í vegginn. Þaðan hrökk bolt-
inn beint á Aleix Egea sem var óvænt
kominn einn í gegn en skaut beint á
markmanninn. Víkingar höfðu yfir-
höndina en það voru KR-ingar sem
komust yfir gegn gangi leiksins á 28.
mínútu. Aleix reyndi að hreinsa frá
marki Víkings en þrumaði boltan-
um beint í Pálma Rafn Pálmason sem
slapp við það einn í gegn og vippaði
boltanum snyrtilega yfir Christian
Liberato í marki Víkings.
Markið blés KR-ingum kapp í kinn
og höfðu þeir öll völd á vellinum það
sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Leik-
menn Víkings voru hins vegar heill-
um horfnir. Fleiri mörk voru hins
vegar ekki skoruð í fyrri hálfleik og
gestirnir leiddu því í leikhléinu.
Heimamenn byrjuðu síðari hálf-
leik af krafti og gerðu allt sem í þeirra
valdi stóð til að jafna metin. Þeir vildu
fá vítaspyrnu strax í upphafi síðari
hálfleiks þegar Pape Mamadou Faye
vildi meina að brotið hafi verið á sér
en dómari leiksins var á öðru máli.
Stuttu síðar fékk Pape dauðafæri þeg-
ar hann vann boltann af varnarmanni
KR en skaut beint á markvörðinn.
Liðin skiptust síðan á að sækja næstu
mínúturnar, heimamenn voru áfram
betra lið vallarins en tókst ekki að
skapa sér nægilega góð færi.
Á 75. mínútu átti sér stað umdeilt
atvik. Víkingur Ó. átti hornspyrnu
sem markvörður KR hugðist kýla
í burtu. Til þess klifraði hann upp
á bakið á Þorsteini Má sem stóð
kyrr í teignum en sló boltann í eig-
ið net. Markið var dæmt gott og gilt
en dómari leiksins sneri dómnum
skömmu síðar. Hvers vegna veit eng-
inn og Ólafsvíkingar eðlilega mjög
óánægðir.
Botninn datt úr leik liðanna eftir
þetta og fátt markvert gerðist til loka.
Heimamenn virtust hreinlega bún-
ir með alla orku og KR-ingar höfðu
ekkert á móti því að láta tímann líða.
Leiknum lauk því með 0-1 sigri KR
og leikmenn Víkings því ekki hólpnir
enn. Þeir sitja í 10. sæti deildarinn-
ar með 21 stig, tveimur stigum betur
en Fylkir í sætinu fyrir neðan. Í loka-
umferðinni 1. laugardag næstkom-
andi leikur Víkingur gegn Stjörnunni
á útivelli. Víkingur Ó. þarf helst að
vinna þann leik, erfitt gæti reynst að
treysta á jafntefli þar sem liðið er jafnt
Fylki að markatölu, innbyrðis viður-
eignir eru jafnar en Víkingur hefur
þó skorað tveimur mörkum fleira í
deildinni en Fylkir. Það er því ljóst að
mikil spenna verður við botn deildar-
innar í lokaumferðinni.
kgk
Umdeilt atvik kostaði
Víking Ó. stig í fallbaráttunni
Umdeildasta atvik leiksins. Boltinn skríður hér yfir línuna eftir að markvörður
KR-inga sló hann í eigið net. Markið var dæmt gott og gilt en dómari leiksins sneri
dómnum skömmu síðar og dæmdi markið af. Ljósm. af.
ÍA tók á móti Breiðabliki í 21. um-
ferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu
á mánudag. Skagamenn höfðu að
litlu að keppa í þessum næstsíðasta
leik sumarsins, siglda lygnan sjó um
miðja deild. Blikar voru hins vegar í
mikilli baráttu við Stjörnuna um 2.
sæti deildarinnar og þar með Evr-
ópusæti. Leiknum lauk engu að síð-
ur með sigri Skagamanna með einu
marki gegn engu.
En það voru Blikar sem byrjuðu
betur. Þeir voru mun ákveðnari í öll-
um sínum aðgerðum og voru betra
lið vallarins meira og minna allan
fyrri hálfleikinn. Eftir um það bil
korters leik þegar Árni Vilhjálmsson
slapp einn í gegn og vippaði bolt-
anum yfir Árna Snæ í marki Skaga-
manna. Boltinn skoppaði rétt fyrir
framan markið og þaðan upp í þver-
slána og út áður en Gylfi Veigar kom
boltanum í burtu. Blikar óheppnir
að skora ekki en Skagamenn sluppu
með skrekkinn.
Blikar voru áfram betri en Skaga-
menn fengu gott eftir hálftíma leik.
Þeir áttu fyrirgjöf frá hægri, beint á
kollinn á Tryggva sem var aleinn og
óvaldaður í teignum. Skalli hans mis-
heppnaðist hins vegar algjörlega og
skapaði gestunum engin vandræði.
Ekki er loku fyrir það skotið að sólin
hafi truflað Tryggva, hann hafi hrein-
lega ekki séð boltann nægilega vel.
En áfram héldu gestirnir að sækja
og á 41. mínútu fengu þeir auka-
spyrnu, rétt utan vítateigs aðeins
vinstra megin við bogann. Oliver
Sigurjónsson spyrnti frábæru skoti
að marki, yfir vegginn sem stefndi
í samskeytin vinstra megin. Boltinn
small hins vegar í þverslánni öðru
sinni og aftur sluppu Skagamenn
með skrekkinn. Staðan í leikhléi var
því markalaus, en gestirnir óheppnir
að leiða ekki eftir fjörugan fyrri hálf-
leik.
Skagamenn mættu ákveðnari til
síðari hálfleiks og leyfðu gestunum
ekki lengur að ráða lögum og lofum
á vellinum. Þeir bættu leik sinn veru-
lega frá því í fyrri hálfleik og komust
yfir á 57. mínútu. Tryggvi tók horn-
spyrnu frá hægri og sendi boltann
með jörðinni út í teiginn. Fyrsti mað-
ur missti af honum og boltinn barst á
Guðmund Böðvar sem smellti hon-
um viðstöðulaust upp í þaknetið og
kom ÍA yfir.
Blikar reyndu hvað þeir gátu að
svara strax og smám saman jókst
sóknarþungi þeirra. Leikur gestanna
var mun slakari í síðari hálfleik en í
þeim fyrri. Þrátt fyrir mikinn sókn-
arþunga á kafla virkuðu þeir hálf bit-
lausir, gekk illa að skapa sér færi og
Skagamenn líklegri til að bæta við úr
skyndisókn en Blikar að jafna. Þann-
ig fékk Garðar Gunnlaugs gott færi
eftir skyndisókn þegar korter lifði
leiks eftir langa sendingu. Hann
náði hins vegar ekki nógu góðu valdi
á boltanum og þar með ekki nógu
góðu skoti. Á lokamínútum leiksins
var síðan komið að heimamönnum
að skjóta í þverslána. Stefán Teitur
átti gott skot úr vítateignum í slána
og niður. Fleiri mörk voru því ekki
skoruð og Skagamenn sigruðu með
einu marki gegn engu.
Skagamenn eru í sjöunda sæti
deildarinnar með 31 stig fyrir loka-
umferðina. Hún verður leikin laugar-
daginn 1. október og þar heimsækja
Skagamenn lið Vals á Hlíðarenda.
kgk
Góður síðari hálfleikur skóp
sigur Skagamanna
Guðmundur Böðvar Guðjónsson skýtur að marki eftir hornspyrnu. Boltinn hafnaði
uppi í þaknetinu og reyndist það vera eina mark leiksins. Ljósm. gbh.
Sigurður Jónsson hefur skrifað und-
ir nýjan samning um að þjálfa áfram
hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Gildir
samningurinn til eins árs. Frá þessu
er greint á vef KFÍA. Hann mun
þjálfa 2. og 4. flokk karla auk þess
að sinna afreksæfingum í 2., 3., og
4., flokki bæði karla og kvenna.
Siggi Jóns kom til starfa hjá
Knattspyrnufélagi ÍA að nýju fyrir
þremur árum og hefur leikið stórt
hlutverk í því afreks- og uppbygg-
ingarstarfi sem stundað hefur ver-
ið hjá félaginu undanfarin ár, ásamt
öðrum þjálfurum. Í ár hafa til að
mynda fimm leikmenn úr 2. flokki
karla tekið þátt í leikjum ÍA í Pepsi
deildinni auk þess sem yngri flokkar
félagsins hafa náð betri árangri en
náðst hefur undanfarin ár. „Stjórn
Knattspyrnufélags ÍA er gríðarlega
ánægð með að njóta krafta Sigurðar
áfram og er þess fullviss að sú braut
sem félagið er á muni halda áfram
að styrkja stöðu félagsins í keppni
þeirra bestu á Íslandi,“ segir á vef
knattspyrnufélagsins.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Siggi Jóns þjálfar áfram hjá ÍA
Skagakonur heim-
sóttu Breiðablik í
17. umferð Pepsi
deildar kvenna
í knattspyrnu á
laugardag. Lið ÍA
var sem kunnugt
er á botni deildar-
innar fyrir leikinn
og hefði þurft á
sigri að halda gegn
sterku liði Blika,
auk hagstæðra úr-
slita í leikjum lið-
anna fyrir ofan, til
að eiga möguleika
á að halda sæti
sínu í deildinni.
Bæði KR og Selfoss töpuðu sín-
um leikjum, en það gerði ÍA einnig,
með tveimur mörkum gegn engu og
Skagakonur því fallnar.
Sterkt lið Breiðabliks kom ákveð-
ið til leiks en það gerði ÍA einnig.
Blikar sóttu af krafti allan fyrri hálf-
leikinn en komust lítt áleiðis gegn
sterkum varnarleik Skagakvenna.
Hart var barist og hvorugt lið ætlaði
að gefa tommu eftir. Blikar komust
næst því að skora á 28. mínútu þegar
Málfríður Erna Sigurðardóttir átti
góðan skalla að marki eftir skyndi-
sókn. Ásta Vigdís í marki ÍA mátti
hafa sig alla við að verja boltann í
stöngina og út. Sóknarlotur ÍA voru
fáar og langt á milli þeirra en þó
til staðar. Þær fengu mjög efnilega
sókn undir lok fyrri hálfleiks þegar
Catherine Dyngvold vann boltann
af varnarmanni. Megan Dunnigan
kom með henni og þær voru komn-
ar tvær á móti tveimur varnarmönn-
um og hefðu getað gert sér mat úr
því tækifæri. Sending Catherine á
Megan var hins vegar slök og færið
rann út í sandinn. Staðan í leikhléi
því markalaus.
Áfram var jafnræði með liðunum
í upphafi síðari hálfleiks. Breiða-
blik átti fyrsta færið en litlu mátti
muna að ÍA kæmist yfir á 53. mín-
útu. Catherine lagði boltann á Meg-
an sem var komin ein í gegn en skot
hennar var varið út í teiginn. Þar féll
boltinn fyrir Catherine sem reyndi
að fylgja á eftir en varnarmenn Blika
komust fyrir skotið á elleftu stundu
og björguðu í horn.
Blikar sóttu heldur í sig veðrið
eftir þetta og sóknarþungi þeirra
jókst eftir því sem á leið. Skaga-
konur vörðust hins vegar vel og
gerðu gestunum mjög erfitt fyrir.
En á endanum varð eitthvað undan
að láta. Á 82. mínútu kom Fanndís
Friðriksdóttir Breiðabliki með skoti
úr teignum eftir góða sendingu frá
Esther Rós Arnarsdóttur. Þær inn-
sigluðu síðan sigurinn á 89. mínútu
þegar Málfríður Erna skallaði bolt-
ann í markið eftir hornspyrnu Hall-
beru Gísladóttur. Lokatölur því 2-0
sigur Breiðabliks og lið ÍA því fall-
ið þegar ein umferð er eftir. Í loka-
leiknum tekur ÍA á móti KR föstu-
daginn 30. september. kgk
Skagakonur eru fallnar
eftir tap gegn Blikum
Skagakonur mættu ofjörlum sínum í miklum baráttuleik
við Breiðablik á laugardag. Sterkur varnarleikur og mikil
barátta dugði ekki til, Breiðablik vann tveggja marka sigur
og Skagakonur eru fallnar. Ljósm. úr safni.