Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 4

Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Seðil, seðil sib vhab vhab va Fyrirsögn þessi er tilvitnun í gríðarvinsælt sönglag HLH flokksins frá því ég var ungur. Rifjast upp nú því nýlokið er einu stærsta vindhöggi íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Það var semsagt á fimmtudaginn sem hæstvirtur fjár- málaráðherra boðaði stríð við skattsvikara. Það skyldi háð með því að taka alla stóra peningaseðla úr umferð. já, hann Benedikt lætur ekki að sér hæða, eða hvað; var það kannski einmitt raunin? Reyndar hafði ég ekki stórar áhyggjur þegar þessari ógn var beint að okkur alþýðunni, því eins og Bjöggi söng ein- mitt; „Á´ekki seðil.“ Mig minnir að í aðdraganda kosninga til Alþingis á síðasta ári hafi smá- flokkur ráðherrans boðað að skoðað yrði af einurð að þjóðin tæki upp ann- an gjaldmiðil. Kannski var ráðherrann einmitt að boða upphaf þeirrar veg- ferðar þegar hann upplýsti um ákvörðun sína um að nú færi hinn fagri lóu- seðill að verðgildi tíu þúsund nýkrónur í pappírstætarann og fimm þúsund kallinn fljótlega einnig. Hann Bensi ætlaði sumsé að byrja ofanfrá í afnámi krónunnar. Fljótlega kom þó í ljós að þessi fyrirætlan hans fékk takmark- aðan hljómgrunn meðal pólitískra meðreiðarsveina. Svo eftir svefnlausa nótt á stjórnarheimilinu var í bítið á föstudaginn boðað af hinum sama fjármála- ráðherra að af þessu yrði alls ekki. Verð á hlutabréfum í pappírstætara fyrir- tækjum hríðféll eftir tíu tíma hækkun - og Viðreisn verður líklega um sinn áfram smáflokkur. Það tók semsagt ekki nema innan við sólarhring fyrir Bjarna Ben að sann- færa frænda gamla um að svona gerðu menn ekki, hvorki Engeyingar, né aðrir velmegandi framámenn í íslensku viðskiptalífi. Það fékk reyndar tals- vert á Bjarna að þurfa að bruna í bæinn og tala um fyrir lítt reyndum frænda sínum, en það tókst við illan leik. Vissulega sá á Bjarna eftir þetta. En ég hef öruggar heimildir fyrir því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn verða grá- hærðir á einni nóttu við áföll, jafnvel minni áföll en þetta. Einu sinni þurfti til dæmis Norðlendingur einn að ganga frá Ólafsfirði yfir til Hvanndala, sem er lítið dalverpi nyrst á Tröllaskaga. Sá varð gráhærður á einum sólarhring eftir að hafa misst kjarkinn á hrikalegu einstigi og „frosið“ þar sem hann stóð í snarbrattri skriðunni. Maðurinn komst þó til byggða við illan leik, en dökki háraliturinn hvarf samdægurs. Þetta er náttúrlega svakalegt að lenda í slíku, hvort heldur aðstæðurnar eru hrikalegar fjallgöngur eða hótun ættingja um að rjúfa sáttmála heillar ættar. Ég er vissulega sammála Benedikt um að hér á landi er nauðsynlegt að rjúfa vítahring skattaundanskota. Fyrir það fyrsta er óþolandi að ríkissjóður sé að verða af skatttekjum af því sumir telji ekki tekjur fram til skatts. Hins vegar er enn meira óþolandi gagnvart heilbrigðri samkeppni þegar fyrirtæki eða einstaklingar í rekstri komast upp með að skjóta tekjum undan skatti. Engu að síður er það raunin hér á landi. Nægir að nefna það sem verið hefur að gerast í útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Á sama tíma eru heiðar- lega rekin hótel að berjast í bökkum og eiga ekki roð í samkeppni sem ekki þolir dagsljósið. Svipuð dæmi væri hægt að nefna úr ýmsum iðngreinum, rútubílaakstri og veitingasölu. Ósómi þessi þrífst út um allt. Nei, með fullri virðingu fyrir fjármálaráðherra, þá finnst mér að þeg- ar hann verður búinn að jafna sig eftir rasskellingu vikunnar sem leið, ætti hann að leggja fram framkvæmdaáætlun um að efla skattrannsóknir og að eftirfylgni með þeim lögum sem þegar eru til staðar til að hafa hendur í hári þeirra sem eru að klekkja á öðrum sér til framdráttar. Ef allt væri uppi á borð- inu í heiðarlegum viðskiptum og allir greiddu sem þeim ber, mætti nefnilega að meinalausu prenta milljón króna seðil. Þá gætum við með brosi á vör tekið undir með Bjögga og sungið „Seðil, seðil sib vhab vhab va“ - og keypt bæði hring, hús og bíl. Magnús Magnússon. Leiðari Arnór Kristjánsson bóndi á Eiði fékk þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbygg- ingu við Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Skessuhorn greindi frá byggingaráformum í frétt í síð- ustu viku. Sama skófla var nú not- uð til verksins og brúkuð var þeg- ar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu Fellaskjóls á sínum tíma. Arnór var í stjórn dvalarheimilisins til fjölda ára og því var hann feng- inn til að stinga upp fyrstu torf- unni. Arnór fór létt með þetta að viðstöddum fjölda velunnara heim- ilisins en eftir skóflustunguna var aðalfundur Fellaskjóls haldinn og boðið upp á veitingar. tfk Fyrsta skóflustungan að stækkun Fellaskjóls Arnór er hér að stinga upp fyrstu torfunni. Á Akranesi hefur að undanförnu verið vandamál vegna skorts á dag- foreldrum og leikskólaplássum. Í Skessuhorni nýverið birtist við- tal við Halldóru Hallgrímsdóttur sem sagði frá því að sonur hennar, sem fæddur er í janúar 2015, hafi ekki fengið pláss hjá dagforeldri. Leikskólar á Akranesi innrita ekki börn fyrr en ágúst árið sem þau verða tveggja ára. Sonur Halldóru mun því aðeins eiga fjóra mánuði í þriggja ára aldurinn þegar hann kemst loks í leikskóla. Á fundi í skóla- og frístunda- ráði Akraneskaupstaðar 20. júní var fjallað um eftirspurn eftir leik- skólaplássi fyrir börn sem náð hafa tveggja ára aldri. Þar var ákveðið að formaður skóla- og frístundaráðs, Þórður Guðjónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skyldi koma með tillögur að úrlausnum í þessum málum fyrir lok júlí. Þórður segir í samtali við Skessuhorn að vanda- málið sé talsvert. Starfshópur sem vann við að úttekt um málið í vetur hefur skilað niðurstöðum og kveður þar á um að horfa þurfi til framtíð- ar en einnig að beita skammtíma- lausnum til að leysa vandamálið sem komið er upp. „Það hefur verið fjölgun í bæjarfélaginu og töluvert af yngra fjölskyldufólk flutt í bæinn vegna fasteignaverðsins á höfuð- borgarsvæðinu. Það er jákvætt en því fylgir vandamál sem við þurfum að leysa. Þegar fólk flytur í bæinn með barn á leikskólaaldri, þriggja til fimm ára, þá er það barn sett í forgang. Við höfum hingað til haft svigrúm til að innrita þau börn en flest börnin hafa fengið pláss á leik- skólanum Akraseli. Nú er staðan svo að öll leikskólapláss á Akranesi eru orðin yfirfull og svigrúm til að taka inn ný börn í algjöru lág- marki,“ segir Þórður. Þórður segir að vandamálið sé margþætt og ekki sé hægt að benda á skort á annaðhvort leikskóla- eða dagforeldrapláss því allt sé þetta samþætt. „Við þurfum að líta á allt skólakerfið og skoða nýtingu á plássi til langs tíma. Nú eru vanda- málin hins vegar aðkallandi og við þurfum að leita að skammtíma- lausnum og það munum við gera til að greiða úr málinu. Það er mikill ókostur, og hefur alltaf verið, að það sé aðeins innritað börn einu sinni á ári, í ágústmánuði. Við ætlum okk- ur að hafa innritun oftar á ári svo að börn komist fyrr inn. Síðan er hægt að líta til annarra lausna til lengri tíma með því að stækka leikskóla eða deildir og mögulega koma upp fimm ára bekk á Akranesi. Það þarf að horfa á skólakerfið í heild,“ segir Þórður að endingu. bþb Ætla að innrita leikskólabörn oftar á ári Nýir rekstraraðilar tóku á mánu- daginn við rekstri Vélsmiðju Árna jóns í Rifi. Þeir félagar Davíð Magnússon og Sigurður Sigþórs- son hafa keypt vörulager fyrirtæk- isins, en leigja verkfæri og hús- næðið. Þá hafa þeir fært reksturinn undir nýtt nafn; Smiðjan Fönix. „Við munum reka vélsmiðju og verslun og verður reksturinn í svip- uðum stíl og áður. Vonandi verð- ur svo svigrúm til að betrumbæta hann,“ sagði Davíð. Starfsmenn Smiðjunnar Fönix verða fimm, sömu menn og störfuðu hjá Vél- smiðju Árna jóns. „Þetta er gott tækifæri fyrir unga menn,“ sagði Davíð brosandi. „Við komum til með að leggja mikla áherslu á báta- viðhald og málmsmíði, en að sjálf- sögu eru allir velkomnir í viðskipti til okkar. Auk þess munum við bjóða gott úrval af vörum í verslun okkar.“ Árni jón Þorgeirsson stofnaði vélsmiðjuna árið 1982 og mun hann nú leggja áherslu á rekstur Þorgeirs ehf sem rekur steypustöð og kranabíla. af Smiðjan Fönix í stað Vélsmiðju Árna Jóns Davíð Magnússon og Sigurður Sigþórsson. Gunnar Olgeirsson afgreiðir viðskiptavin í verslun Smiðju Fönix.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.