Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 15

Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 15 SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf í leikskólanum Andabæ, Hvanneyri Leikskólinn Andabær er þriggja deilda leikskóli í fallegu umhverfi á Hvanneyri sem starfar í anda hugmynda- fræðinnar Leiðtoginn í mér, leggur áherslu á náttúru og sjálfbærni og leik sem aðalnámsleið barna. Sérkennslustjóri í 50% stöðu Helstu verkefni og ábyrgð: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra. Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfs- manna leikskóla. Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans. Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu. Hæfniskröfur: Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg. Reynsla af sérkennslu. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Góð íslenskukunnátta. Sérkennsla, 50% staða Helstu verkefni og ábyrgð: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Ber ábyrgð á framkvæmd sérkennslunnar í leikskólanum ásamt sérkennslustjóra og leikskólastjóra. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Hæfniskröfur: Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af sérkennslu æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Góð íslenskukunnátta. Leikskólakennari í 100% stöðu Helstu verkefni og ábyrgð: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun. Reynsla af vinnu í leikskóla. Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri, sigurdurs@borgarbyggd.is eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri, aslaug@borgarbyggd.is Einnig er hægt að hafa samband í síma: 433-7170. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til og með 10.07.17. Umsóknir skulu sendar rafrænt á sigurdurs@borgarbyggd.is. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitar- félaginu. Í síðustu viku færði kvenfélagið Gleim mér ei í Grundarfirði Sjúkra- húsi HVE í Stykkishólmi nýtt sjón- varp að gjöf. Það voru þær Mjöll Guðjónsdóttir formaður og Brynja Guðnadóttir gjaldkeri kvenfélags- ins sem afhentu gjöfina. Hrafnhild- ur jónsdóttir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd HVE. sá Komu færandi hendi Tvær fyrstu ferðir ferjunnar Akra- ness voru felldar niður miðviku- daginn 21. júní. Gunnlaugur Grett- isson hjá Sæferðum segir ástæður þess að ferðirnar féllu niður vera samspil ölduhæðar og mikils vinds. „Við viljum fyrst og fremst ganga úr skugga um að öryggi farþega sé tryggt og því vildum við ekki taka neina áhættu svona snemma í þessu tilraunaverkefni. Við eigum að geta siglt í tveggja og hálfs metra öldu- hæð en hún var tæplega þrír metr- ar þegar við tókum stöðuna fyr- ir fyrstu ferð og aðra ferð á mið- vikudaginn síðasta. Vindurinn spil- aði líka sinn þátt í þessari ákvörð- un okkar þar sem vindhraðinn var 20 m/s. Við erum enn að læra á að- stæður og við þekkjum það frá Vest- mannaeyjum og Breiðafirði að við höfum getað siglt á þriggja metra ölduhæð en stundum þurft að fresta ferðum í eins og hálfs metra vegna vinds,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að tíminn verði að leiða það í ljós hvort möguleiki sé á því að sigla ferjunni á milli yfir vetrartímann eins og gert er ráð fyrir. „Það er hluti af þessu til- raunaverkefni að skoða hvort hægt sé að sigla á milli allan ársins hring. Það voru bæði kröfur um að sigl- ingin tæki ekki meira en hálftíma og það væri hægt að sigla henni að vetri til. Við höfum reynslu af því að á veturna getur verið stillt og gott sjóveður en síðan höfum við einnig reynslu af vetri þar sem ekkert er hægt að ráða við veðrið. Ferðin er stutt á milli Akraness og Reykjavíkur og við vonuðumst til þess að það kæmu ekki upp svona heilir dagar þar sem ferjan siglir ekki. Þetta verður allt að koma í ljós en við vonum að þegar við lærum betur á aðstæður getum við hald- ið svona dögum í lágmarki,“ segir Gunnlaugur að endingu. bþb Tvær ferðir féllu niður fyrstu viku Akraness „Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að fá í sölu Vatnsvæði Lýsu á Snæfellsnesi en þessi fallega perla er frábær silungsveiðikostur og í bestu ánum hafa veiðst hátt í 200 laxar á sumri,“ segja þau Stefán Sigurðsson og Harpa Þórðardóttir sem hafa nú tekið Vatnasvæði Lýsu á Snæfells- nesi á leigu í sumar. „Veiði þarna er góð og svæðið er ódýr kostur fyrir veiðimenn á einu af okkar fegursta landssvæði.“ Á svæðinu eru sex stangir og það skiptist í tvö þriggja stanga veiði- svæði og er veitt sex klukkutíma á hvoru svæði. Skipt er í hádeg- inu eða eftir frekara samkomulagi. Á svæðinu veiðist urriði og bleikja allt tímabilið en þegar líður á júlí er töluverð laxavon þar einnig. gb Taka vatnasvæði Lýsu á leigu Stefán Sigurðsson og Harpa Þórðardóttir við Vatnasvæði Lýsu sem þau hafa tekið á leigu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.