Skessuhorn - 28.06.2017, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 201724
Gleði og fjör einkenndi Brákarhátíð sem var haldin í Borgarnesi
um liðna helgi. Veðrið var þokkalegt á hátíðinni og fólk lét smá
rigningu ekki á sig fá. „Við þjófstörtuðum hátíðinni á fimmtu-
deginum þegar fjölskyldutónleikar voru haldnir á vellinum fyr-
ir neðan Þórðargötu. Það var smá rigning í byrjun en svo létti
til um leið og krakkarnir byrjuðu að dansa, þá hætti fólk að nota
regnhlífarnar og krakkarnir fóru að skylmast með þeim. Það
rigndi aftur á föstudeginum en létti til þegar leið á kvöldið og
svo fengum við ágætis veður á laugardag,“ segir Geir Konráð
Theodórsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við
Skessuhorn. Lögð var áhersla á að hafa fjölbreytta dagskrá fyr-
ir alla fjölskylduna. Formleg dagskrá hófst á árlegum dögurði
kvenfélagsins við íþróttavöllinn. „Þar kom fólk og fékk sér morg-
unmat. Svo fór fullorðna fólkið í sögugöngu með Heiðari Lind
Hanssyni og krakkarnir léku sér með Íþróttaálfinum á meðan.
Síðan hélt Lífland upp á 100 ára afmæli sitt, þar sem boðið var
upp á mat og hestaferðir fyrir börnin, þannig að fólk þurfti ekki
einu sinni að fara heim til að borða,“ útskýrir Geir.
Ferðamenn hissa
Eftir hádegið fór skrúðganga frá Brákarsundi í Skallagrímsgarð.
„Við lögðum af stað frá Brákarvörðu, þar sem krakkarnir í bæn-
um voru búnir að mála steina. Brúðan af Brák, Skallagrími og
Agli voru reistar upp og skrúðgangan var leidd af fornbíl, göml-
um slökkviliðsbíl.“ Eftir hádegi var ýmislegt um að vera svo sem
bátasiglingar, víkingabardagi og leðjubolti og læti í leirnum. Þá
var fjölskyldudagskrá í Skallagrímsgarði, svo eitthvað sé nefnt.
Geir kveðst afar ánægður með hvernig hátíðin lukkaðist. „Þetta
var voða fínt, við gerðum þetta að miklu leyti fyrir krakkana og
þetta tókst mjög vel. Það var skemmtilegt að sjá svipinn á bless-
uðum ferðamönnunum sem vissu ekkert hvað var í gangi. Bæði
þegar þeir sáu skrúðgönguna og hvernig bærinn var skreyttur á
óvenjulegan hátt eftir litum og með því sem hendi var næst,“ seg-
ir Geir en að vanda var bænum skipt upp í hverfi sem hvert fékk
sinn lit. Gula hverfið hlaut verðlaun sem best skreytta hverfið í
ár en Bakkakot í Stafholtstungum var best skreytti bóndabær-
inn. Gulir og bláir gerðu jafntefli í leðjuboltanum. Nýjung var í
skrúðgöngunni í ár þegar óvélvædd skrautvagnakeppni var hald-
in í fyrsta sinn. Bláa hverfið var með eina vagninn sem tók þátt
og varð hann því þar af leiðandi best skreytti vagninn. Formlegri
fjölskyldudagskrá hátíðarinnar lauk í Englendingavík á laugar-
dagskvöld, þar sem Hljómlistarfélag Borgarfjarðar sá um tónlist-
aratriði. Að kvöldvöku lokinni var haldinn dansleikur með Sál-
inni hans jóns míns í Hjálmakletti. „Síðan var hálfgert eftirpartí
á fótboltavellinum þegar gamlir fótboltamenn spiluðu bolta í
nætursólinni fram undir morgun, eftir að hafa skemmt sér vel á
ballinu,“ segir Geir.
„Við viljum koma á framfæri bestu þökkum til styrktaraðila og
bæjarbúa fyrir vel heppnaða og góða hátíð. Brákarhátíð verður
tíu ára á næsta ári og það verður fróðlegt að sjá hvað verður gert
þá,“ segir hann að endingu.
grþ/ Ljósm. mm/ Gunnhildur Lind og Brákarhátíð á Facebook.
Nú í byrjun júlímánaðar munu Veit-
ur ráðast í framkvæmdir við Deild-
artunguhver í Borgarfirði. Umtals-
verðar endurbætur verða gerðar á
aðstöðu fyrir ferðmenn við hverinn
til að bæta öryggi þeirra. Á meðan
á framkvæmdunum stendur verður
aðgengi að hvernum takmarkað og
vélar og tæki þar í notkun.
Deildartunguhver í Borgarfirði
er vatnsmesti hver landsins. Hver-
inn er auk þess einn vinsælasti við-
komustaður ferðamanna um hér-
aðið og því þykir nauðsynlegt að
bæta aðstæður við hann, ekki síst til
að draga úr slysahættu. Meðal ann-
ars þarf að hækka öryggisgrindverk
við hverinn. Samhliða endurbótum
á aðstöðu ferðamanna verða safn-
lagnir fyrir heita vatnið úr hvernum
endurnýjaðar og byggt við dæluhús-
ið til að koma þar fyrir þrýstijöfnun-
arbúnaði fyrir hitaveituna.
Veitur áætla að sá hluti fram-
kvæmdanna sem mest áhrif hefur á
aðstöðu ferðafólks standi yfir fram í
októberlok. Meðan á framkvæmd-
unum stendur verður komið fyrir
bráðabirgðapalli fyrir gesti. „Veit-
ur hvetja ferðamenn og starfsfólk í
ferðaþjónustu að sýna sérstaka var-
úð við Deildartunguhver meðan á
framkvæmdunum stendur. Ekki er
gert ráð fyrir að verkið hafi áhrif á
afhendingaröryggi á heitu vatni,“
segir í tilkynningu. mm
Aðstaða verður bætt
við Deildartunguhver
Vel heppnuð Brákarhátíð um liðna helgi
Fjölskyldudagskrá var í Skallagrímsgarði á laugardag þar sem
meðal annars mátti sjá víkinga. Ljósm. glh.
Brákarhátíð var þjófstartað á fimmtudagskvöld með tónleikum við
Þórðargötu. Ljósm. glh.
Líflegasti ljósastaur landsins er við enda Þórðargötu.
Grillaðar voru pylsur á fimmtudagskvöldið. Ljósm. glh. Dögurður við íþróttavöllinn. Ljósm. Brákarhátíð.
Hljómlistarfélag Borgarfjarðar sá um tónlistina á Brákarhátíð.
Ljósm. glh.
Það rigndi í upphafi Brákarhátíðar. Ljósm. glh.
Sögumaður sagði sögur ofan úr tré, meðal annars af Galdra - Lofti.
Ljósm. Brákarhátíð.
Íbúar við Þórðargötu lögðu mikinn metnað í skreytingar.
Ljósm. mm.