Skessuhorn - 28.06.2017, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á
krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á
netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið
að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið
verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá
Skessuhorni.
Alls bárust 72 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin
var: „Gáfulegur.“ Vinningshafi er Þuríður Skarphéðinsdóttir, Esjuvöllum 9,
300 Akranesi.
Máls-
háttur
Tóm
Ókyrrð
Skófla
Væta
Skýli
Sjóða
Mið
Duft
Örugg
Nei
Erta
Kvak
Þegar
Með
tölu
Tíu
Púki
Hvílt
Pípa
Óleyfi
Hvíldi
Ungviði
Spil
7 Sér-
hljóðar
4 Sam-
hlóðar
Ótti
Ófull-
gerð
Skips-
kex
Tigin
Skúm
Flýtir
Frekur
9
Hreyf-
ing
Refsar
4 Afanna
Elfur
2
Hol
Smælki
Spilið
Dró úr
Svall
Angan
Spil
Féll
Urg
Tónn
Reið
Á fæti
Ókunn
Kvísl
8
Þys
Púl
Deila
Hæga-
gangur
Leðja
Kaup
Óttast
Grip
Högg
Leið-
beinandi
Vissa
Kraft
6 Rúlluðu
Elska
Máttur
Gróður
Form
Knöttur
Þreyta
Umsvif
Mjög
Prik
Hávaði
Stía
Deigt
Skortur
Suddi
Skel
Rögg
Ágeng
50
1 Væskill
Glæsi-
bragur
Tónn
Spann
Örk
Misk-
unn
Athygli
Reim
Alltaf
Nurta
Bogi
Soninn
Art
Skrap
Átt
Sjá
Öf.tvíhl.
Rösk
Sár
Busl
Nudd
Ílát
Reiði-
hljóð
Fag
Líka
3 1000
Sk.st.
Getur
7 Aftur-
elding
5
Mauk
Dreifð-
ir
1 2 3 4 5 6 7 8 9
L E S A N D I K
F U M U R Ð Æ Ö
T R I T Ó A R T
I G L U T A U T
N R A U S T T Í U
Æ R S L G U L L N Á T T A R
R A M U R G I L D Á R I
S K Á N E L T A M Ú G U R
Ý L Æ K I A K R A Ó A Ó
N E F I Ð Á S T A P P A
N I Ð N E T T U R A Ð A R
Ð E Y R A N Á S Ó T T
K I M I A R G S T E F V
Ö S A R Á S A Á T S N Æ
T U Ð A N S A R L A U K U R
T R U K K I Ð A U R I N N
U R R A Á A R U S S N N Á
R A S R A N N Á S A R N Á M
G Á F U L E G U R
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Hótel Hekla var vel met-
ið öldurhús í Reykjavík á
sinni tíð en kannske ekki
þekktast fyrir óhóflega
nákvæmni með hjónavígsluvottorð þó fólk
þarfnaðist afdreps næturlangt. Nú fór þó svo
að niðurrifsöfl heimsins tóku að vinna nokk-
uð á húsnæðinu og að lokum lögðu menn þar
hönd að og kláruðu málið. Meðan á verkinu
stóð hittust þeir Bjarni Guðmundsson blaða-
fulltrúi og Tómas Guðmundsson skáld og
ávarpar Bjarni þá Tómas með þessum orð-
um:
„Nú drekkum við ekki framar á Hótel Heklu...“
Tómas svaraði að bragði eitthvað á þessa leið:
„Nei, blessaður vertu, það er nú öðru nær.“
Bjarni hélt áfram:
„né háttum þar alls konar kvenfólk ofan á
dívana...“
Tómas: „Nei, biddu fyrir þér, það er nú liðin tíð.“
En framhald málsins og endanleg afleiðing
þessa samtals varð semsagt á þessa leið:
Nú drekkum við ekki framar á Hótel Heklu
né háttum þar alls konar kvenfólk ofan á dívana.
Það stafar þó hvorki af kvenfólks- né
áfengiseklu,
heldur eingöngu af því að það er verið að ríf’ana.
Annars hefur mannlífið á hótelum höfuð-
borgarinnar vafalaust orðið ýmsum yrkisefni
bæði fyrr og síðar og þar á meðal Tryggva
Magnússyni í Hótelrímu. Ekki er þó vitað til-
efni rímunnar eða hvort það var bara að safna
saman í einn brag þeim sem voru áberandi í
bæjarlífinu á þessum tíma kringum 1920:
Eitt er hótel útvið sjó
eignað ljótri bikkju.
Ullarjótinn undirbjó
erkiþrjóta drykkju.
Nú er lítið um annað en ágiskanir hverjir
eru þar hafðir í huga sem yrkisefni en Alfred
Rosenberg var hótelhaldari á Hótel Íslandi á
sinni tíð og var nokkuð í hestamennsku og
meðal annars einn stofnenda hestamanna
félagsins Fáks. Eigandi hótelsins mun hafa
verið maður að nafni j.L. jensen Bjerg. Hann
rak þá verslunina Vöruhúsið í sama húsi og
verslaði með ullarvörur fyrst og fremst en
annars var ullarjóti stundum notað sem góð-
látlegt skammaryrði en einnig um grófan og
svörgulslegan prjónafatnað:
Afar ljótan innst á bekk
ullarjótann þyrsti.
Inn á hótel gleiður gekk
Gvendur sódómisti.
Guðmundur hét maður samkynhneigður
sem hafði hlotið dóm fyrir kynhneigð sína:
Sódómiskur sat við disk,
saup á viskí fínu.
Át þar biskup blautan fisk
með bölvuðu hyski sínu.
jón Helgason mun hafa verið biskup á þess-
um tíma en ekki er vitað af hverju hann er hér
upptalinn:
Kemur Bríet kofann í
kát á nýjum brókum.
Merkispían magnar gný
móti íhaldshrókum.
Súffragettan sagði blett
á sementspretta Jóni,
að hann metti auðvaldsstétt
æðsta rétt á Fróni.
Hér mun vikið að Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ur kvenréttindafrömuði, bæjarfulltrúa og
,,súffrakettu“ og trúlega jóni Þorlákssyni sem
verslaði með byggingavörur meðal annars:
Sér til skammar saglar framm
sementsprammi ljótur,
eykur hlamm og glasaglamm
gleiður Mammons þrjótur.
jensen Bjerg hafði þá reglu í viðskiptum að
lána aldrei en selja eins ódýrt og hægt var og
mun að því vikið í lokavísu Hótelrímu:
Lætur þrjótur litla krít,
lifir af hótelonum.
Ullarjótinn éti skít.
Ég er á móti honum.
Þetta er nú kannske nóg af svona kveðskap
í bili og ástæða til að rifja upp stöku Hjálmars
á Hofi til Ólínu Andrésdóttur:
Hennar þýðu hyggjutún
hlynir prýða ljósir,
upp á hlíðar efstu brún
á hún víðirósir.
Og eftir Pál á Hjálmsstöðum er þessi:
Hæst á fjöllum glóir gull
gaukar bjöllur þeyta
bikar höllum barmafull
blómin völlu skreyta.
Karlakórinn Bræðurnir var starfandi um
árabil í Borgarfirði og lengi töluvert líf í fé-
lagsskapnum. Eitt sinn er kórinn fór skemmti-
reisu vestur í Dali orti Halldór Helgason um
það leyti sem lagt var af stað frá Síðumúla:
Það er engin þerrispá
í þessum gráu skýjum.
Yfir hauður himni frá
hellir´ann skúrum nýjum.
Sumir telja að Stefán jónsson hafi fund-
ið upp þá aðferð við yrkingar sem kölluð er
Slitruháttur og ein af hans sjálfslýsingum með
þeim bragarhætti er eitthvað á þessa leið:
Ste- var -raftur fylli- -fán,
fót- tré- brúka kunni.
Fá- er orðinn alger -bján-
-i af -mennsk- þing- -unni.
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá, mennina mikla
og langt til Húsavíkur“ var einu sinni sagt.
Sigurður jónsson frá Brún var mikill ferða-
þjarkur á sinni tíð. Sérlundaður einfari en
hæfileikamaður á margan hátt og að mínu
viti stórlega vanmetinn sem skáld enda hvorki
efnisval né umbúðir með þeim hætti að félli í
smekki ríkjandi skáldaelítu þess tíma. En hér
er kvæðið „Fyrirgefið mér“ eftir hann:
Fyrirgefið mér fjöll mín góð
fjöllin köldu og gráu
hve mín öræfaleiða ljóð
lita ykkur með bláu.
Þeirra vegna sem búa í bæ
breiðum sveitum og sléttum
vef ég fjarlægðar bláa blæ
brekkur allar með klettum.
Fjalli koma þeir aldrei að.
Aðeins þeir bláu trúa
miða allt við sitt heimahlað
horfa augum sem ljúga.
Löngum hafa menn deilt um skiptingu
auðsins bæði fyrr og nú. Þessi vísa Þorsteins
Erlingssonar er um það bil 100 ára gömul
en ætli sumum þyki ekki sannleikur í henni
ennþá. Látum það verða lokaorðin að sinni:
Þú félaus maður mátt hér líða nauð
og munt í Víti síðar kenna á hörðu;
en takist þér að eiga nógan auð,
þig englar geyma bæði á himni og jörðu.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum,320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Súffragettan sagði blett - á sementspretta Jóni