Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Page 28

Skessuhorn - 28.06.2017, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Síðastliðið ár hefur töluvert verið rætt um kostnað sem foreldrar þurfa að leggja út fyrir grunnskólagöngu barna sinna. Bent hefur verið á að í lögum um grunnskóla frá 2008 kemur fram að kennsla í skyldu- námi í opinberum grunnskólum skuli vera börnum og foreldrum að kostnaðarlausu. Þá sé óheimilt að krefja foreldra um greiðslu fyr- ir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað sem börnum er skylt að nota í námi sínu. Þá er einnig bent á að hér á landi sé í gildi barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að öll börn eigi rétt á grunn- menntun og ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra, svo sem í efnahag. Grunnskóli Snæfellsbæjar hef- ur ákveðið að taka skref í átt að ókeypis grunnskólagöngu. Skólinn mun bjóða öllum nemendum skól- ans ókeypis ritföng á næsta skólaári. „Við höfum gengið frá samningi við verslunina A4 svo þetta verða góð- ar vörur sem við bjóða nemendum upp á. Ritföngin sem nemendur okkar fá eru að andvirði 3500 kr. og þar verður allt það helsta; stílabæk- ur, blýantar, vasareiknir, gráðubog- ar og fleira. Við hvetjum þó nem- endur að nota enn þau ritföng sem þau eiga og eru í lagi, það er eng- in ástæða til að henda þeim,“ seg- ir Hilmar Már Arason skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Hilmar Már segir að grunn- skólinn leitist eftir því að jafna að- stöðu allra nemenda til náms; sama hvernig fjárhagur foreldra sé. „Við viljum gera samfélagið fjölskyldu- vænna og öflugt grunnskólakerfi er hluti af því. Engar hækkanir verða á gjaldskrám og við munum ekki leggja á neinar auka álögur sökum aðgerða okkar,“ segir Hilmar Már að endingu. bþb Ókeypis ritföng í Grunnskóla Snæfellsbæjar Hamingjudagar verða haldnir há- tíðlegir í Strandabyggð um kom- andi helgi, nánar tiltekið 30. júní - 2. júlí. Hátíðin er árlegur við- burður sem byggir á Hamingju- samþykkt Strandabyggðar. Dag- skráin þetta árið verður glæsileg og má þar nefna sundlaugarpartý, nerf byssubardaga, hverfispartý og brennu en þetta allt er aðeins brot af því sem verður um að vera á föstudagskvöldinu. Íbúar og fyr- irtæki opna dyrnar og sýna húsa- kynni sín og bjóða jafnvel upp á veitingar og lista- og ljósmynda- sýningar prýða bæinn. Gyrðir Elíasson og Between Mountains koma fram við setn- ingu hátíðarinnar sem fer fram í Steinshúsi við Ísafjarðardjúp en þar verður Lóan, menningarver- laun Strandabyggðar, jafnframt veitt. Von er á góðum gestum víðs vegar að. Helst ber að nefna BMX bræður, dívurnar Kristjönu Stef- áns og Þórhildi Örvars ásamt Kalla Olgeirs, Ingrid Kuhlman sem fræðir gesti um hamingjuna og Leikhópinn Lottu. Á laugardeg- inum verður svo allsherjar karnival með víkingum, hestum, hoppu- kastölum, Húlladúllu, kjötsúpu, trúbador, hamingjuhlaupurum, rallý, markaði og hnallþórum svo fátt eitt sé nefnt. Á kvöldin verður svo ekki minna stuð en þá ræður hljómveitin Króm ríkjum á Café Riis. Furðuleikar á Sauðfjársetri á Ströndum binda svo enda á Ham- ingjudaga nú sem endranær. Eins og sést er af nægu að taka og eitthvað fyrir alla. Heilsa, úti- vist og samvera er í fararbroddi með fjölmörgum útivistarviðburð- um og sérstöku Hamingjubingói fyrir alla fjölskylduna. Markmið- ið er að hver einasti íbúi í Strand- abyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi. Endilega kynnið ykkur dag- skrána nánar á www.hamingjudag- ar.is eða á Facebook. -fréttatilkynning Hamingjudagar í Strandabyggð um næstu helgi Undanfarna daga, síðan ég tók sæti á Alþingi eftir nokkurra mán- aða fæðingarorlof, hefur mér ver- ið hugsað til samfélagsins og nán- ar tiltekið hvers konar samfélagi ég vil búa í og vera partur af. Í því samhengi verður mér oft hugsað til könnunar MMR, sem kom út á dögunum, og sýndi að tæplega þriðjungur þjóðarinnar telur líf- ið vera ósanngjarnt. Viðhorf fólks til lífsins er marktækilega breyti- legt þegar horft er til heimilis- tekna. Tæplega helmingur þeirra sem hafa heimilistekjur undir 400 þúsund krónur á mánuði telja lífið vera ósanngjarnt á meðan einungis fimmtungur þeirra sem hafa milljón á mánuði eða meira í heimilistekjur telja lífið vera ósanngjarnt. Hvern- ig er hægt að útskýra þetta? Gefa þessar niðurstöður það til kynna að fólk með lægri tekjur sé einfaldlega neikvæðara á lífið heldur en tekju- meira fólk eða gæti verið að þess- ar niðurstöður bendi sterklega til aukinnar stéttaskiptingar í samfé- laginu okkar? Því miður held ég að það seinna nefnda sé líklegra. Hvernig getur það verið að Ís- land sé komið á þann stað að tæp- lega þriðjungur íbúa þess telja að lífið sé ósanngjarnt? Fræðimenn hafa bent á að ekki sé nóg fyrir samfélög að hafa skilvirk lög og skipulagðar ríkisstofnanir held- ur þurfi einnig réttlætinu alltaf að vera framfylgt innan stofnananna og með lagasetningu. Hlutverk samfélagsins á að vera að stuðla að réttlæti fyrir alla íbúa þess þrátt fyrir að innan samfélagsins búi ólíkt fólk sem hefur mismunandi hagsmuna að gæta. Til þess að leggja grunninn að svoleiðis samfé- lagi væri óskandi að setja löggjafar- valdið, alþingismenn, alla sem einn undir fávísisfeldinn. Fávísisfeld- urinn er hugsanaæfing sem john Rawls þróaði árið 1972 í bók sinni Theory of justice og virkar þannig að hann hylur vitneskju fólks um upphafsstöðu þess í samfélaginu og alla persónulega eiginleika á borð við gáfur, menntun, styrk, fjárhag, stéttarstöðu o.s.fr. Þannig myndi einstaklingurinn ekki hafa hug- mynd um hvar hann sjálfur og sitt fólk myndi lenda í samfélaginu. Einstaklingurinn leitast ávallt við að hámarka líkurnar á að hann lifi sanngjörnu lífi og í því ljósi myndi hann reyna að gera samfélagið sem sanngjarnast fyrir sem flesta. Oft- ast vill einstaklingurinn hámarka hamingju sína og þess vegna er þessi ákveðna hugsanaæfing, sem fávísisfeldurinn er, mjög gagnleg. Í því ljósi er miklu líklegra að al- þingismenn myndu skapa samfélag þar sem réttlætislögmál eru höfð að leiðarljósi en ekki eiginhags- munir. Með því að skapa samfélag undir fávísisfeldi væru valdhafar miklu líklegri til þess að samþyggja að allir einstaklingar hefðu grund- vallarréttindi og skyldur. Grund- vallar réttindi einstaklinga væru réttindi á borð við kosningarétt, tjáningafrelsi, skoðanafrelsi og eignarrétt en einnig væri líklegt að hugmyndin um réttláta dreifingu efnislegra gæða kæmi fram þar sem misskipting auðs ætti að vera öllu samfélaginu til góða. Dæmi þess efnis væri að hinir ríki borguðu hlutfallslega meiri skatt sem myndi eiga stóran þátt í því að standa undir heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins. Því er nefnilega ekki hægt að neita að ef fólk hefur staðfasta vissu á að vera auðugt innan sam- félagsins er raunhæfur möguleiki á því að það myndi kjósa að greiða lægri skatta til að standa undir vel- ferðarkerfi sem það sjálf mun ekki koma til með að nýta sér. Ef fólk hefði hins vegar enga hugmynd um fjárhag sinn og stöðu í samfélaginu væri það líklegra til þess að styðja öflugt velferðarkerfi. Í þessu ljósi er hægt að komast að þeirri niður- stöðu að óréttlætið felst ekki endi- lega í því að gæðum er misskipt milli einstaklinga og hópa í samfé- laginu heldur skapast óréttlætið ef misskipting samfélagsins gagnast einungis ríkasta hluta þess. Helsta ástæða þess að fólk telur lífið vera ósanngjarnt er ekki endi- lega sú að fólk telji að allir skulu fá sömu tekjur óháð framlagi. Ósann- girnin er fólgin í því að fólk hef- ur einfaldlega ekki jöfn tækifæri og misskipting auðs í samfélaginu virðist ekki gagnast neinum nema þeim sem ríkastir eru. Í þessu ljósi vil ég minnast orða Hallgríms Pét- urssonar: “Undirrót allra lasta. Ágirndin kölluð er.” Eva Pandora Baldursdóttir Þingmaður Pírata í Norðvestur- kjördæmi Alla þingmenn undir fávísisfeldinn Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.