Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 20178 Svipað atvinnuleysi milli ára LANDIÐ: Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júní 2017, sem jafngildir 85,5% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 201.100 starfandi og 4.700 án vinnu og í at- vinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,3%. Saman- burður mælinga fyrir júní 2016 og 2017 sýnir mjög litlar breytingar milli ára. Atvinnuþátttaka jókst lítil- lega eða um 0,3 prósentu- stig. Fjöldi starfandi jókst um 4.700 manns og hlut- fall starfandi af mannfjölda hækkaði um 0,2 stig. Staða atvinnuleysis er svipuð á milli ára, en atvinnulaus- ir voru í júní 2017 um 300 fleiri en í júní 2016 og hlut- fallið nánast það sama. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 29. júlí - 11. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 8 bátar. Heildarlöndun: 16.571 kg. Mestur afli: Orion AK: 4.347 kg í 6 róðrum. Arnarstapi: 11 bátar. Heildarlöndun: 14.976 kg. Mestur afli: Grímur AK: 3.892 kg í 5 róðrum. Grundarfjörður: 14 bátar. Heildarlöndun: 225.741 kg. Mestur afli: Hringur SH: 131.347 kg í 2 löndunum. Ólafsvík: 32 bátar. Heild- arlöndun: 156.933 kg. Mestur afli: Brynja SH: 35.815 kg í 6 róðrum. Rif: 25 bátar. Heildar- löndun: 82.187 kg. Mestur afli: Sæbliki SH: 11.668 kg í 5 löndunum. Stykkishólmur: 29 bátar. Heildarlöndun: 111.646 kg. Mestur afli: Blíða SH: 17.285 kg í 8 róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.304 kg. 8. ágúst. 2. Hringur SH - GRU: 64.043 kg. 2. ágúst. 3. Helgi SH - GRU: 43.565 kg. 29. júlí. 4. Helgi SH - GRU: 23.445 kg. 8. ágúst. 5. Brynja SH - ÓLA: 10.248 kg. 11. ágúst. -kgk HB Grandi selur frysti- togarann Þerney RVK: HB grandi hefur selt Þerney RE-1 til Suð- ur Afríku og verður hún afhent nýjum eigend- um 15. nóvember næst- komandi. Kaupandinn er Sea Harvest Corpora- tion (Pty) Ltd sem er öflugt félag í útgerð og vinnslu og er söluverðið 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarðar íslenskra króna. Tvöföld áhöfn er nú á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. „HB Grandi mun aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar sem ekki komast í pláss á öðrum skipum félagsins við at- vinnuleit eins og kostur er,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þerney RE 1 er frystitogari og er aflinn flakaður og fryst- ur um borð. Þerney var smíðuð árið 1992 í Nor- egi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til landsins 1993. -mm Vandi leikskóla djúpstæður LANDIÐ: „Stjórn Fé- lags leikskólakennara hefur þungar áhyggj- ur af þeim vanda sem margir leikskólar standa nú frammi fyrir, að ekki fæst fólk til starfa í leik- skólunum,“ segir í álykt- un sem stjórnin var að senda frá sér. „Vandinn er djúpstæður og kem- ur upp nánast á hverju hausti. Rót vandans er sú að það vantar um 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðn- ingu kennara sem kveð- ur á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskól- um eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskóla- stigi. Leikskólar hafa því á hverju hausti þurft að manna stöður leikskóla- kennara með leiðbein- endum. Það er ljóst að samfélagið þarf að gera betur til að hlúa að leik- skólakennurum og auka nýliðun í stéttinni. Draga þarf úr álagi en í gögnum VIRK eru vísbendingar um að leikskólakennar- ar búi við áberandi mikið álag í starfi.“ -mm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið hefur nú tekið til endurskoð- unar reglur sem auka eiga öryggi far- þega í hópflutningum í dreifbýli. Fyr- irhugað er að breytingarnar taki gildi frá og með 1. janúar 2019 en í drög- unum er gert ráð fyrir að óheimilt verði að aka með standandi farþega þar sem leyfður hámarkshraði er yfir 80 km/klst. Ef af breytingunum verð- ur mun reglugerðin því hafa mikil áhrif á vinsælar akstursleiðir utan höf- uðborgarsvæðisins, t.d. á Akranes og í Borgarnes sem og austur fyrir fjall. „Þó er gert ráð fyrir því að rekstrar- leyfishöfum í reglubundnum farþega- flutningum verði fram til 1. janúar 2019 heimilt að aka með standandi farþega þar sem leyfður hámarkshraði er meiri en 80 km/klst. ef ökutækið er sérstaklega ætlað fyrir standandi far- þega. Þó skuli ökutækinu aldrei ekið hraðar en að hámarki 80 km/klst. og verða standandi farþegar að hafa náð 18 ára aldri,“ eins og segir í frétt á vef ráðuneytisins. Forsenda almenningssamgangna er að allir sem það vilja geti nýtt sér við- komandi bílferð. Miðað við núverandi reglur stangast það hins vegar á við öryggissjónarmið þar sem almennt er talið sjálfsagt að allir noti bílbelti og til þess þurfa þeir að hafa sæti. Í við- tali við Morgunblaðið sagði Jóhann- es Svavar Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, síðastliðinn föstudag, að breytingar á reglunum muni hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Strætó bs muni því taka málið upp við hlutaðeigandi aðila, þ.e. Samtök sveitarfélaga og rekstraraðila Strætó á landsbyggðinni. mm/Ljósm. áþ. Ætla að herða reglur um farþegaflutninga Makrílveiðar eru hafnar að nýju og hafa fjórir bátar frá Ólafsvík stundað þær að undanförnu. Vel hefur veiðst og höfðu frá 1. til 13. ágúst komið 129 tonn að landi af makríl. Hefur Brynja SH landað 54 tonnum í níu löndunum, Júlli Páls SH 37 tonnum í fimm lönd- unum, Tryggvi Eðvarðs SH 25 tonnum í fimm löndunum og Fjóla SH 12 tonnum í þremur löndun- um. Verð fyrir makrílinn er held- ur lægra það sem af er þessari ver- tíð í samanburði við þá síðustu, en algengt verð er um 40-50 krónur fyrir kílóið. þa Fjórir á makrílveiðum í Ólafsvík Brynja SH kemur hér að landi. Félagar í Björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði brugðu sér bæjarleið á mánudaginn og sóttu þrjú ný tæki til leitar- og björgunarstarfa sem sveitin hefur fest kaup á. Þetta voru sexhjól, fjórhjól og Jet sky og eru tæki þessi öll keypt af Ellings- en. áður hafði sveitin fengið nýj- an slöngubát sem keyptur var af Vélasölunni. Að sögn Tryggva Sæ- mundssonar stjórnarmanns í Oki er sífellt þörf á endurnýjun í tækjaflota björgunarsveita og æskilegt ef þær geta endurnýjan tækin meðan end- ursöluverð gömlu tækjanna er við- unandi. „Við erum vel tækjum búin björgunarsveit og hvílum á gömlum merg, en félagar í Oki fögnuðu ein- mitt fimmtíu ára afmæli sveitarinn- ar fyrr á þessu ári. Starfið hjá okk- ur er bara býsna blómlegt og það er gleðilegt að segja frá því að við gátum keypt öll þessi nýju tæki án þess að þurfa að skuldbinda sveit- ina,“ segir Tryggvi. Meðal ann- ars tækjabúnaðar er m.a. vörubíll, tveir vel búnir fjallabjörgunarbílar og tveir snjóbílar. Aðsetur Oks er í Þorsteinsbúð, húsi sveitarinnar í Reykholti. mm Björgunarsveitin Ok endurnýjar í tækjaflotanum Jóhannes Berg formaður Björgunarsveitarinnar Oks og Þór sölumaður hjá Ell- ingsen við afhendingu tækjanna. Í kjölfar útboðs var síðastliðinn mánu- dag undirritaður fimm ára samningur milli Gámaþjónustu Vesturlands og Akraneskaupstaðar um sorphirðu frá öllum heimilum á Akranesi sem og rekstur endurvinnslustöðvar Gámu. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra er um hagstæðan samn- ing að ræða fyrir bæjarsjóð og mun betri útkoma en fékkst í kjölfar sam- eiginlegs útboðs sem Akraneskaup- staður og Borgarbyggð fóru í fyrr á þessu ári. Tilboðum á grundvelli þess útboðs var öllum hafnað. Samning- ur Akraneskaupstaðar og Gámaþjón- ustu Vesturlands nú er til fimm ára og hljóðar upp á 315 milljónir króna með virðisaukaskatti. Um næstu mánaðamót mun liggja fyrir nýtt sorphirðudagatal verktaka fyrir þetta ár. Akraneskaupstaðar vekur athygli á að hirðing á flokkuðu sorpi verður aukin og verður sorp tekið á 21 dags fresti í stað 28 daga áður. Þá mun kynningarbæklingur varð- andi sorphirðu verða uppfærður inn- an tíðar auk þess sem lögð verður áhersla á að verktaki haldi úti vef- síðu þar sem fram koma aðgengilegar upplýsingar um úrgangsflokkun, ráð- stöfun úrgangs, hirðingardaga, þjón- ustu, endurnýjun íláta, samskiptaleið- ir, bækling og fleira. mm Samið um sorphirðu og rekstur Gámu á Akranesi Frá undirritun samninga um sorphirðu á Akranesi næstu fimm árin. Ljósm. akranes.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.