Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 201712
Í síðustu viku kom í ljós að starf-
semi tveggja dagmæðra á Akra-
nesi verður ekki eins og til stóð.
Þar með misstu níu börn dag-
foreldrapláss. Önnur dagmæðr-
anna ákvað með litlum fyrirvara
að hverfa til annarra starfa en hins
vegar fékkst ekki leyfi til að starf-
rækja dagvistun tveggja dagmæðra
í sama fjölbýlishúsinu og því fækk-
aði um aðra dagmóðir af þeim
sökum. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns er nú unnið af kappi
við að reyna að útvega dagvistun
fyrir þessi níu börn. Vandi þessi
bætist við skort á dagvistunarúr-
ræðum sem fyrir var í bæjarfélag-
inu. Eins og ítarlega hefur komið
fram í fréttum Skessuhorns hefur
skóla- og frístundaráð Akranes-
kaupstaðar í sumar leitað lausna til
að hægt verði að taka inn börn á
leikskóla sem fædd eru fyrri hluta
árs, þannig að þau fái pláss í síð-
asta lagi við tveggja ára aldur. Fjöl-
margir foreldrar eru í afar slæmri
stöðu vegna þessa. Foreldrar sem
haft hafa samband við Skessuhorn
segja einfaldlega að um neyðar-
ástand sé að ræða.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns eru meðal lausna sem
nefndar hafa verið að taka á leigu
Skátahúsið við Háholt og nýta það
sem bráðabirgða leikskólarými.
ákvörðun hefur þó ekki verið tek-
in í þeim efnum. á bæjarráðsfundi
í lok júlí fól bæjarráð Sævari Frey
Þráinssyni bæjarstjóra að fullgera
tillögur um að taka börn inn á leik-
skóla fyrr en tíðkast hefur fram til
þessa. Var honum falið að vinna
að slíkri tillögu fyrir 1. september
næstkomandi.
„Það er fullur vilji til að finna
leiðir til að bregðast við þeirri
stöðu sem upp er komin. Annars
vegar stöndum við frammi fyrir
því að leysa kröfu um þjónustu-
aukningu svo hægt verði að taka
börn yngri inn til dagforeldra eða
í leikskóla en tíðkast hefur fram
til þessa. Til viðbótar er síðan
kominn upp ákveðinn bráðavandi
vegna fækkunar í hópi dagforeldra
og eykur á vanda okkar,“ segir
Valgerður Janusdóttir, sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs Akranes-
kaupstaðar í samtali við Skessu-
horn. mm
Alvarlegur skortur á
dagvistunarúrræðum
á Akranesi
Næstkomandi sunnudag verður
þess minnst með hátíðarguðsþjón-
ustu klukkan 14 í Hallgrímskirkju í
Saurbæ að 60 ár eru liðin frá vígslu
kirkjunnar. Þar mun sr. Kristján
Valur Ingólfsson vígslubiskup pré-
dika og sr. Kristinn Jens Sigurþórs-
son sóknarpresturinn þjóna fyr-
ir altari. Þá mun Kór Saurbæjar-
prestakalls, undir stjórn Zsuzsönnu
Budai, syngja suma þekktustu sálma
Hallgríms Péturssonar og María
Jónsdóttir sópran syngur einsöng.
Að messu lokinni verður öllum við-
stöddum boðið að þiggja veitingar
á Hótel Glymi.
Hallgrímskirkja var vígð 28. júlí
1957. Kirkjan er helguð minningu
Hallgríms Péturssonar, sem var
þar sóknarprestur árin 1651-69.
árið 1934 var efnt til samkeppni
um teikningu að kirkjunni en eng-
in þeirra hlaut náð fyrir augum
dómnefndar. Guðjóni Samúels-
syni, húsameistara ríkisins, var fal-
ið að teikna kirkjuna. Undirstöður
voru steyptar en verkinu var frest-
að vegna síðari heimsstyrjaldarinn-
ar. Að Guðjóni látnum var Sigurði
Guðmundssyni og Eiríki Einars-
syni, arkitektum, falið að teikna nýja
kirkju árið 1953. Hún var minni og
einfaldari en hin fyrri en reist á hin-
um tilbúna grunni og vígð sumarið
1957 eins og áður segir.
mm
Hallgrímskirkja í Saurbæ sextíu ára
Ísland vann til fernra gullverðlauna
í íþróttakeppninni á heimsmeist-
aramóti íslenska hestsins sem lauk
í Hollandi á sunnudaginn. Þá voru
tveir af íslensku kynbótahestun-
um efstir í sínum aldursflokki. Ís-
land fékk að auki liðsbikarinn sem
er veittur stigahæsta keppnisliðinu.
Gengi vestlenskra hestamanna í
landsliði Íslands var hreint út sagt
frábært á mótinu. Heimsmeistari í
tölti varð Jakob Svavar Sigurðsson
á Gloríu. Þá fékk Máni Hilmars-
son úr Borgarnesi viðurkenningu
frá Alþjóðasamtökum Íslandshesta-
félaga fyrir lýtalausa reiðmennsku.
Máni og Prestur sigruðu í fimm-
gangi í ungmennaflokki en Máni
var eini íslenski keppandinn í þeirri
grein. Konráð Valur Sveinsson frá
Laugarvöllum varð heimsmeistari í
gæðingaskeiði ungmennaflokki og
þá var gengi Björns Hauks Einars-
sonar gott en hann sýndi hryssuna
Bunu frá Skrúð í kynbótasýningu
og varð hún næstefst í flokki fimm
vetra hryssa.
Jakob Svavar og Gloría
langefst í forkeppni
Jakob Svavar Sigurðsson hamp-
aði einum eftirsóttasta verð-
launagripnum; Tölthorninu. Jak-
ob keppti á glæsihryssunni Glor-
íu frá Skúfslæk og var sigur þeirra
næsta öruggur bæði eftir forkeppni
og í sjálfum úrslitunum. Þau hlutu
8,94 í einkunn. Íslendingar einok-
uðu verðlaunapallinn í töltinu því
í öðru sæti varð Jóhann Skúlason á
Finnboga frá Minni Reykjum með
einkunnina 8,33 og í þriðja sæti
varð Guðmundur Björgvinsson á
Straumi frá Feti með 8,27.
Buna frá Skrúð önnur í
sínum flokki
Fyrsta gull Íslands kom í hús á
fimmtudaginn á HM íslenska hests-
ins sem fram fór í Hollandi. Þá
tryggði Grani frá Torfunesi sér efsta
sætið á yfirliti í flokki 5 vetra stóð-
hesta, en hann hækkaði fyrir skeið í
9,5 og úr 8,31 í 8,36 í aðaleinkunn.
Einnig gekk Bunu frá Skrúð vel, en
hana sýndi Björn Haukur Einars-
son frá Neðri-Hrepp. Buna hækk-
aði einnig skeiðeinkunn sína, úr 8
í 8,5. Hækkaði hún því úr 8,34 í
8,39 í aðaleinkunn og tryggði með
því silfur, en hún var þriðja fyr-
ir yfirlit. Buna frá Skrúð er undan
Spuna frá Vesturkoti og Yrju frá
Skrúð. Hryssan var fyrst sýnd fjög-
urra vetra og var í verðlaunasæti á
Landsmóti 2016. Grani frá Torf-
unesi er undan heiðursverðlauna
hryssunni Röst frá Torfunesi og
Korgi frá Ingólfshvoli.
Konráð Valur
heimsmeistari
Konráð Valur Sveinsson á Sleipni á
Skör varð á fimmtudaginn heims-
meistari í gæðingaskeiði í ung-
mennaflokki. Konráð og Sleipn-
ir fengu einkunnina 7,50 fyrir
sína spretti. á mótinu fengu þeir
þrennu fyrir skeið, gull í gæðinga-
skeiði eins og fyrr segir, silfur í 250
metra skeiði og brons fyrir 100
metra skeið. mm
Gott gengi Vestlendinga á HM íslenska hestsins
Jakob Svavar Sigurðsson heimsmeistari í tölti á glæsihryssunni Gloríu. Ljósm. Gísli Einarsson. Máni Hilmarsson og Prestur á verðlaunapalli. Ljósm. Gísli Einarsson.
Buna frá Skrúð og Björn Haukur. Ljósm. Eiðfaxi, Laufey Ósk Christensen. Konráð Valur heimsmeistari í gæðingaskeiði tekur hér við verðlaunum sínum.
Ljósm. Gísli Einarsson.