Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 2017 19 Frá og með 1. september verður Snyrtistofa Brynhildar starfandi að Stillholti 14, Akranesi. Meðferðir í boði: Litanir, vax, heilnudd, andlitsböð, augnháralengingar, fót- og handsnyrtingar. Bókanir í síma: 695-1418 Snyrtistofa Brynhildar Verðið velkomin, Brynhildur Stefánsdóttir Húðsnyrtifræðingur. SK ES SU H O R N 2 01 7 Upphaf haustannar 2017 Fjölbrautaskóli Vesturlands verður settur fimmtudaginn 17. ágúst. Móttaka fyrir nýnema verður á sal skólans kl. 10. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 14 þennan dag. Kennsla samkvæmt stundatöflu hefst föstudaginn 18. ágúst. Kynningarfundur fyrir nemendur sem hefja nám með vinnu verður haldinn mánudaginn 21. ágúst klukkan 17. Skólameistari Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 7 Upphaf skólastarfs FSN á haustönn 2017 Skólasetning á haustönn 2017 verður föstudaginn 18. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Upplýsingar um skólaakstur má finna á heimasíðu skólans, www.fsn.is. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er einnig á Facebook. Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 28. ágúst kl. 18.00 í sal skólans í Grundarfirði. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari SK ES SU H O R N 2 01 7 Þrátt fyrir að ekki væri í boði útihá- tíð á Húsafelli um verslunarmanna- helgina, var engu að síður fjölmenni á svæðinu í ágætu veðri. Líkt og í sumar var boðið upp á varðeld og söng á laugardagskvöldinu í rjóðr- inu góða. Eins og sést á meðfylgj- andi mynd var fjölmenni þar saman komið, börn sem fullorðnir. bhs Glatt á hjalla við varðeld í Húsafelli Um hádegisbil á laugardag hélt hópur af stað í gönguferð um Ólafsdal undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings. Gangan var hluti af dagskrá Ólafs- dalshátíðarinnar. Birna vinnur hjá Fornleifastofnun Íslands og var hún að eigin sögn svo heppin að fá að hafa yfirumsjón með fornleifa- skráningu í dalnum í samstarfi við Minjavernd, sem hefur verið að taka fyrstu skrefin í uppbyggingu staðarins upp á síðkastið. Í botni dalsins sýndi hún hópnum það sem hún taldi að væri mögulega skáli frá víkingaöld og nálæg tóft sem minnti á jarðhús. Renndi það því stoðum undir þær getgátur að þarna væri um að ræða mannvirki frá landnámi en jarðhús má gjarn- an finna nálægt slíkum skálum frá þeim tíma. Einnig báru 23 metra langveggir skálans þau einkenni sem hafa fundist á skálum þessa tíma en þeir eru kúptir svo skál- inn er breiðari í miðjunni. Von- aðist Birna til að uppgröftur gæti farið fram þarna sem fyrst til frek- ari rannsókna og greiningar. Þriðji staður hrakfallabálks Vafalaust eru þetta mikil tíðindi fyrir staðinn en hópurinn og Birna ræddu sín á milli hvort þarna væri mögulega skáli landnámsmannsins Ólafs Belgs. Í 42. kafla Landnámu segir: „Óláfur belgur, er Ormur hinn mjóvi rak á brutt úr Óláfs- vík, nam Belgsdal og bjó á Belgs- stöðum, áður þeir Þjóðrekur ráku hann á brutt; síðan nam hann inn frá Grjótvallarmúla og bjó í Óláfs- dal...“. Gefur það til kynna að Ólafur hafi verið mikill hrakfalla- bálkur og að Ólafsdalur hafi ver- ið þriðji staðurinn sem hann nam land, á eftir Ólafsvík á Snæfellsnesi og síðar í Belgsdal í Saurbæ. Dal- urinn var þar með ekki fyrsti kost- ur landnámsmanns enda staðsetn- ingin að mörgu leyti óvenjuleg, að sögn Birnu, fyrir skála þessa tíma. Mögulega sé hægt að rekja hana til þess að ábúendur hafi átt auð- veldara með að verjast óvelkomn- um aðkomumönnum á þeim stað sem skálinn er. Vel varðveittar minjar Auk þess að leiða gönguna flutti Birna ávarp í hátíðartjaldinu við Ólafsdalshúsið þar sem hún greindi nánar frá verkefninu og ræddi einnig minjar bændaskól- ans. á túnum og úthögum má finna áveitumannvirki, kerruvegi og mógrafir sem sýni umfangið á því sem var unnið í dalnum á tím- um bændaskólans. Hvernig hugvit, tilraunastarfsemi og vinnuafl vann saman undir stjórn Torfa Bjarna- sonar. „Ólafsdalur er óvenjuleg- ur minjastaður og hálfgerður fjár- sjóður fyrir áhugamenn um minj- ar og landbúnaðarsögu. Menn- ingarlandslagið er einstakt hérna og langt frá því að vera dæmi- gert.“ Einnig sagði hún það vera dýrmætt hversu vel minjar stað- arins hafa varðveist því víða væri til dæmis búið að slétta úr beða- sléttum sem sjást mjög greinilega víða í dalnum, sem og þeim fornu minjum sem greint hefur verið frá. Skýrslu má vænta í vetur með nán- ari niðurstöðum úr þessari vett- vangsvinnu og skráningum í vet- ur. sla Telja að víkingaaldarminjar hafi fundist í Ólafsdal Gönguhópurinn að skoða nýfundnar minjar. Meirihluti hópsins stendur á langvegg fjær og má sjá móta fyrir skála þvert yfir miðja mynd. Birna Lárusdóttir greinir gönguhópn- um frá fundinum í botni Ólafsdals.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.