Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 16.08.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Mikið hefur verið rætt um glútein- óþol, glúteinofnæmi og í framhaldi hefur orðið glúteinlaust orðið tísku- fyrirbrigði sem hefur ruglað marg- an landann í ríminu, sem reyndar er ekki nema von þar sem undirrit- uð hefur komið í verslun þar sem kaffi var merkt glúteinlaust. En þá staldrar maður ósjálfrátt við og spyr sig er virkilega til kaffi sem inni- heldur glútein? Eftir lestur greinar sem birtist á vísi.is; „Okrað á fólki sem þjáist af glúteinóþoli“ var það sýnt að ákveðnum upplýsingum yrði að koma til skila. En ef við byrjum á byrjuninni þá eru er best að útlista hvað glútein er og hvað það gerir. Glútein er prótein sem finnst í ákveðnum tegundum af korni en korn er safnheiti yfir fræ nytjapl- anta af grasaætt. Helsu kornteg- undir eru hrís, hveiti, maís, bygg, durra, hafrar, hirsi og rúgur. Þær korntegundir sem innihalda glútein eru hveiti, bygg og rúgur. Hveiti er þekktasta korntegundin en innan hennar eru til um 20 misjafnar teg- undir af hveiti þ.ám. spelt, durum, einkorn og brauðhveiti (T. Aestiv- um ). Þessar korntegundirnar inni- halda mismikð magn af glúteini, en glúteinið hefur þann eiginleika að vera gott bindiefni og vegna þessa næst hefing t.d. í brauðbakstri. Glútein óþol og glútein ofnæmi er tvennt ólíkt og er hægt að finna góða skýringu á þessum mun á vegnum doktor.is http://doktor.is/ grein/faeduofnaemi-og-faeduot- hol-2. Einstaklingar sem eru með glúteinofnæmi mega ekki né geta borðað matvöru sem inniheldur glútein eða snefil af glúteini því það getur verið þeim lífshættulegt og þar liggur hinn stóri munur. Matvara sem unnin er úr korn- meti hefur verið ríkur þáttur í mat- aræði okkar í gegnum tíðina. Dag- lega borðum við brauð, kex, pizz- ur, kökur og fleira sem inniheldur korn, en fyrir þá sem eru með glú- teinofnæmi gengur það ekki nema að hafa vottaða glúteinlausa afurð. En hvað þýðir það; dugar að skipta út hveiti og setja í staðin maísmjöl? Svarið við þeirri spurningu er nei. Sá sem er með ofnæmi þarf að velja sér t.d. brauð sem er vott- að glúteinlaust og væri það merkt með sérstökum stimpli. En til þess að matvælafyrirtæki geti fengið og geti notað þennan stimpil þá þarf ekki bara framleiðsluferlið að vera einangrað frá öllu því glúteini sem til er heldur þurfa ræktasvæði hrá- efnanna einnig að vera einangruð. Undirrituð hefur heimsótt fyrir- tækið Nature & Cie sem sérhæf- ir sig í glúteinlausri vottaðri fram- leiðslu, í þeirri heimsókn kom m.a. fram að nesti starfsmanna má ekki einu sinni innihalda samlokur úr hveitibrauði. Ekkert glútein má vera í húsi matvælafyrirtækisins! Þessir tveir þættir leiða til þess að vottuð glúteinlaus matvara er og verður alltaf frekar dýr því kostn- aður við ræktun og framleiðslu er hár. Eins og komið hefur fram þá er hirsi, hafrar, maís og hrís í eðli sínu glúteinlausar afurðir en oftar en ekki er það ræktarsvæðið og/eða vinnslusvæðið sem leiðir til þess að smitun eigi sér stað. Þeir sem eru með glúteinóþol geta í mörgum til- fellum neytt þessara afurða þó svo að þær séu ekki vottaðar glútein- lausar en að sjálfsögðu fer það eftir því hversu mikið óþolið er. Hafrar eru með ódýrara korni sem finnst á markaði en öðru máli gegnir um vottaða glúteinlausa hafra þeir eru um þrisvar sinnum dýrari sem eðli- legt er. Aukin eftirspurn eftir vottaðri glúteinlausri matvöru á heimsvísu hefur leitt til þess að fleiri aðilar hafa farið í framleiðslu sem hef- ur ýtt undir samkeppni og hag- ræðingu. Verð hafa lækkað svo um munar og vöruúrvalið hefur einnig aukist. Í dag er hægt að fá tvo verðflokka af vottuðu glúteinlausu þ.e. lífrænt vottað glúteinlaust og svo ólífrænt vottað glúteinlaust. Því verður að segjast í þessu tilfelli að tískan hefur bæði lækkað verð og aukið vöruúr- val á vottaðri glúteinlausri matvöru öfugt við það sem haldið er fram í fyrrnefndri grein. Karen Jónsdóttir Höfundur er eigandi Kaja organic ehf. Glúteinlaust vs. glúteinlaust Pennagrein Meðfylgjandi mynd tók Fjóla Borg Svavarsdóttir á Hrappsstöð- um í Dölum síðastliðinn föstu- dagsmorgun. Sýnir hún hóp 300 stara sem voru búnir að raða sér á rafmagnslínur við íbúðarhús- ið á bænum. Fjóla sagði þessa sýn hafa verið magnaði og greip hún því símann og smellti af þessari skemmtilegu mynd. mm Aðalfundur í starafélaginu Þær Íris Embla Andradóttir og Elín Edda Engilbertsdóttir héldu nýver- ið tombólu við Krónuna á Akranesi og söfnuðu 6.268 kr. Þær færðu Rauða krossinum á Íslandi afrakst- urinn og þakkar félagið þeim fyrir framtakið. mm Héldu tombólu fyrir RKÍ Í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 14 haldið Íslands- meistaramót í hrútaþukli. Þetta er í fimmtánda skipti sem mótið fer fram. Þessi íþróttagrein er upp- finning Strandamanna. á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt. „Kaffihlaðborð og kjötsúpa verður í boði á Sauðfjársetrinu, en ókeypis verður inn á safnið og sýningar þess. Þar er m.a. hægt að skoða fastasýninguna Sauðfé í sögu þjóðar og tvær sérsýningar sem heita álagablettir og Sumar- dvöl í sveit, en sú síðastnefnda var opnuð haustið 2016 eftir síðustu hrútadóma. Samhliða hrútadóm- unum er haldið stórhappdrætti í til- efni dagsins og í vinning eru úrvals líflömb af Ströndum og úr Reyk- hólasveit. Miðar í lambahappdrætt- inu eru seldir á staðnum, en fyr- ir þá sem komst ekki er líka hægt að kaupa miða með því að hringja í Ester framkvæmdastjóra í síma 693-3474.“ mm Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.