Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 20178 Styrktarleikur Kidda Jens á Akranesi AKRANES: Skessuhorn minnir á að vinir Kidda Jens hafa boðað til styrktarleiks í knattspyrnu á Akranesi næstkomandi laugardag kl. 11:00. Þá mætast karlalið ÍA og Vals í Akraneshöll- inni. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og innifalið í verðinu er kaffihlaðborð í hálfleik. Allur ágóðinn af sölu að- göngumiða rennur óskipt- ur til styrktar Kristni Jens Kristinssyni, sem oftast er kallaður Kiddi Jens. Hann hefur frá árinu 1999 glímt við erfiðan sjúkdóm sem er ólæknandi en hægt að halda niðri með aðgerðum. Þarf Kiddi að leggjast tvisvar til þrisvar sinnum undir hníf- inn á ári. Fylgir veikindun- um mikill meðferðar- og lyfjakostnaður og því hafa nokkrir vinir og velunnar- ar Kidda um nokkurt skeið reynt að safna pening til að létta undir með honum. Þá mun Andrea á Leirár- görðum verða með mjúk- an lakkrís til sölu og renn- ur allur ágóði til stuðnings sama málefni. Leikur ÍA og Vals hefst sem fyrr seg- ir kl. 11:00 næsta laugardag og gaman er að geta þess að sonur Kidda, Aron Ingi Kristinsson, leikur einmitt með meistaraflokki ÍA. -kgk Fordæma kyn- bundið ofbeldi BIFRÖST: „Kynbund- ið ofbeldi er ólíðandi í há- skólum sem annars staðar í samfélaginu. Háskólinn á Bifröst vill ekki þola kyn- bundið ofbeldi í skólastarf- inu, hvort heldur er meðal starfsfólks skólans eða nem- enda. Þetta er áréttað í ljósi hinnar miklu umræðu sem hefur verið um kynbund- ið ofbeldi að undanförnu og í framhaldi af áskorun 348 háskólakvenna hinn 1. desember sl. til háskóla, þekkingarstofnana og fyr- irtækja,“ segir í tilkynningu frá háskólaráði Háskól- ans á Bifröst. „Háskóla- samfélagið á Bifröst byggir á fagmennsku, metnaði og heiðarleika kennara, ann- ars starfsfólks og nemenda skólans. Við viljum sýna hvert öðru virðingu og vináttu og eiga ánægjuleg samskipti sem skapa góðar minningar frá veru okkar í skólanum. Við viljum hafa gildi skólans; frumkvæði, samvinnu og ábyrgð, í heiðri. Misbeiting valds af því tagi sem fram kemur í frásögnum vísindakvenna stangast á við þau gildi og það er óásættanlegt að kon- ur þurfi að upplifa slíkt á grundvelli kynferðis síns.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 25. nóvember - 1. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 669 kg. Mestur afli: Þura AK: 557 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landan- ir á tímabilinu. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 364.986 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 86.478 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 236.132 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 48.728 kg í sex löndunum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 318.452 kg. Mestur afli: Hamar SH: 47.881 kg í tveimur róðr- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 85.740 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 33.363 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sighvatur GK - GRU: 78.509 kg. 26. nóvember. 2. Hringur SH - GRU: 66.135 kg. 29. nóvember. 3. Jón á Hofi ÁR - GRU: 55.792 kg. 27. nóvember. 4. Helgi SH - GRU: 47.284 kg. 27. nóvember. 5. Farsæll SH - GRU: 44.185 kg. 29. nóvember. -kgk Rekstur kaffihússins Lesbókarinnar við Akratorg á Akranesi hefur ver- ið boðinn til sölu ásamt öllu lausafé og rekstrarbúnaði. Kaffihúsið er rekið í leiguhúsnæði. Eigendur Lesbókarinnar eru þau Christel Björg Rudolfsdóttir Clot- hier og Guðleifur Rafn Einars- son. Þau keyptu kaffihúsið Skökk- ina seint á síðasta ári, breyttu nafn- inu og opnuðu síðan Lesbókina snemma í janúar á þessu ári. Rekstur kaffihússins er á sölu- skrá hjá fasteignasölunni Valfelli og ásett verð er 9,5 milljónir króna. kgk/ Ljósm. Valfell. Lesbókin boðin til sölu Rafmagnsverkstæði Límtré Vír- nets í Borgarnesi verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Límtré Vírneti segir að í hart- nær tvo áratugi hafi fyrirtækið rek- ið rafmagnsdeild í Borgarnesi með það að markmiði að þjónusta fyrir- tæki og einstaklinga í Borgarbyggð. „Deildin hefur sinnt bæði viðhaldi og nýlögnum, auk þess að reka raf- magnsverkstæði sem sinnt hefur viðgerðarþjónustu á hinum ýmsu heimilistækjum, sölu á raflagnaefni og fleiru. Nú er svo komið að fyr- irtækið mun leggja af rekstur raf- magnsverkstæðisins frá næstu ára- mótum.“ Límtré Vírnet vill nota tækifærið og þakka fyrir það góða samstarf sem það hefur átt með við- skiptavinum sínum í gegnum tíð- ina. „Mun lokun þessarar deildar ekki hafa áhrif á aðra þjónustu fyr- irtækisins,“ segir í tilkyninngu. mm Rafmagnsverkstæði í Borgarnesi lokað Öllu starfsfólki Fiskiðjunnar Bylgj- unnar í Ólafsvík, um þrjátíu talsins, var fyrir mánaðamótin afhent upp- sagnarbréf. Aðspurður vildi Bald- vin Leifur Ívarsson framkvæmda- stjóri Bylgjunnar ekkert láta hafa eftir sér um ástæður uppsagna starfsfólks og rekstrarerfiðleika fyr- irtækisins þegar eftir því var leitað. Að sögn heimildamanns Skessu- horns úr röðum starfsfólks höfðu laun ekki verið greidd síðastliðinn mánudag fyrir nóvembermánuð. Fundað var með starfsfólki á mánu- daginn og því greint frá þeim vanda sem fyrirtækið stendur frammi fyr- ir. Þar kom einnig fram að nú í vik- unni eru fyrirhugaðar viðræður eig- enda og viðskiptabanka fyrirtækis- ins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar munu funda með starfsmönnum í dag, miðvikudag. af Starfsfólki Bylgjunnar sagt upp Aðalfundur hestamannafélagsins Skugga var haldinn síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var fjöl- sóttur, enda lá fyrir að greiða at- kvæði um tillögu vinnuhóps um sameiningu Faxa og Skugga ásamt dagskrárliðum sem tilheyra venju- bundnum aðalfundi. Stefán Logi Haraldsson formaður Skugga flutti skýrslu stjórnar og reikning- ar voru kynntir og bornir upp til samþykktar. Mána Hilmarssyni var veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur sinn á árinu. Hann varð eins og kunnugt er heimsmeistari ungmenna í fimmgangi á HM2017 sem fram fór í Hollandi. Var það mynd máluð af Jósefínu Morell á Giljum. kg/mm Mána veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur Máni Hilmarsson fékk afhent málverk að gjöf fyrir frábæran árangur á árinu. Ljósm. Kristján Gíslason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.