Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201722
Söfnunarátakið Bleikar og blá-
ar heyrúllur sem bændur, dreif-
ingaraðilar og framleiðandi hey-
rúlluplasts standa að, skilaði 1,2
milljónum króna til Krabbameins-
félagsins í ár. Styrkurinn rennur til
rannsókna Vísindasjóðs Krabba-
meinsfélagsins á brjóstakrabba-
meini og blöðruhálskirtilskrabba-
meini.
Á síðasta ári slógu Bleikar hey-
rúllur í gegn og var ætlað að vekja
athygli á árvekni um brjósta-
krabbamein. Í sumar bættust blá-
ar heyrúllur við og skreyttu tún
bænda víða um land með það að
markmiði að minna á árvekni um
blöðruhálskrabbamein. „Við þökk-
um öllum sem staðið hafa að þessu
skemmtilega söfnunarátaki fyrir
stuðninginn og fögnum samstöðu
bænda, söluaðila og umboðsaðila
í að vekja athygli á árvekni gagn-
vart algengustu krabbameinum ís-
lenskra karla og kvenna,“ segir í
tilkynningu. mm
Söfnuðu á aðra milljón í átakinu
Bleikar og bláar heyrúllur
Krabbameinsfélagið hvetur bændur og almenning til þess að birta myndir á sam-
félagsmiðlum og merkja þær #bleikrulla eða #blarulla og vekja þannig athygli á
verkefninu. Fjölda skemmtilegra mynda má nú þegar sjá á samfélagsmiðlum.
Það var jólalegt í meira lagi í Öld-
unni í Borgarnesi þegar blaðamaður
leit þar við fyrir helgi. Starfsfólk var
búið að skreyta húsið hátt og lágt
með heimagerðu skrauti, jólatón-
list ómaði og starfsfólk vann að gerð
aðventukransa, jólapoka og alls kyns
jólaskrauts.
Í dag, miðvikudaginn 6. desember,
verður opið hús í Öldunni að Brák-
arey 25 í Borgarnesi. Starfsfólk ætlar
að bjóða gestum og gangandi að líta
við og kynna sér starfsemina milli kl.
10:00 og 15:00. Ekki nóg með það
heldur verður boðið upp á kaffi og
kökur auk þess sem hægt verður að
festa kaup á þeim varningi sem þar
er framleiddur.
kgk
Jólalegt í Öldunni í Borgarnesi
Opið hús í dag
Helga Björg var önnum kafin við að skreyta jólapoka þegar blaðamann bar að
garði.
Búið var að skreyta hátt og lágt. Loftskrautið hönnuðu starfsmenn Öldunnar sjálfir
úr gömlum kaffipokum og útkoman er glæsileg.
Aðventukrans á vinnuborði í Öldunni.
Ölver við pokana
sem hann hefur
saumað, sumir hverjir
með jólaskrauti.
Stjórn Háskólans á Bifröst hef-
ur samþykkt nýja stefnu sem gild-
ir fyrir árin 2018 til 2021. Byggir
hún á niðurstöðum stefnumótunar-
fundar sem haldinn var í lok októ-
ber. Á þann fund var boðað full-
trúaráð skólans, starfsfólk, nemend-
ur og fulltrúar aðstandenda skólans.
Góð mæting var á fundinn en hann
sóttu yfir 50 manns og mörg áhuga-
verð sjónarmið voru viðruð. Stjórn
Háskólans á Bifröst hélt síðan fund
27. nóvember síðastliðinn þar sem
fjallað var um niðurstöður stefnu-
mótunarvinnunnar og samþykkt
ný stefna fyrir skólann árin 2018 -
2021. „Sú stefna sem skólanum er
markað með breytingunum skerp-
ir á sérstöðu skólans sem alþjóðlegs
viðskiptaháskóla og dregur fram þá
þróun og nýjungar í kennsluhátt-
um sem skólinn hefur tileinkað sér
síðustu ár. Háskólinn á Bifröst hef-
ur verið mjög framarlega í fjar-
námi á Íslandi um hríð og nú þegar
er til dæmis allt meistaranám kennt
í fjarnámi. Kennsla fer fram á net-
inu og allir fyrirlestrar eru rafræn-
ir sem gerir það að verkum að nem-
endur geta ráðið yfirferð námsefnis-
ins. Því hentar námið einstaklega vel
með vinnu og fellur vel að þörfum
atvinnulífsins.“
Vænlegur staður
til búsetu
Í stefnumótun fyrir skólann seg-
ir jafnframt: „Háskólinn á Bifröst
er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi
og mun ganga enn lengra í þeirri
stefnumörkun. Áherslan verður á
námslíkan með búsetu á Bifröst en
í því felst í grófum dráttum að ekki
verður um að ræða eiginlegt stað-
nám eða fjarnám heldur nám með
eða án búsetu á Bifröst. Bifröst er
draumastaðsetning skólans og því
verður sérstaklega unnið að því að
styrkja þéttbýliskjarnann á svæð-
inu sem vænlegan búsetukost fyrir
námsmenn sem kjósa að búa í há-
skólaþorpi. Komið verður til móts
við þarfir námsmanna með því að
bjóða upp á ódýrt húsnæði í barn-
vænu umhverfi á Bifröst. Einnig
verða skólagjöld í grunnnámi lækk-
uð umtalsvert.“
Eini eiginlegi
viðskiptaháskólinn
„Háskólinn mun ganga enn lengra í
því að sérhæfa sig á sviði viðskipta
og markar sig sem eina eiginlega
viðskiptaháskólann á Íslandi. Einnig
verður farið ákveðið fram í alþjóða-
væðingu og haldið áfram að styrkja
tengls við atvinnulífið. Í ljósi ofan-
greindra áhersluþátta á að auka frek-
ar námsframboð og verður nám-
ið aðgengilegt bæði á ensku og ís-
lensku. Háskólinn á Bifröst hefur
verið í samstarfi við yfir 70 erlenda
háskóla en stuðlað verður að því að
styrkja alþjóðlegt samstarf enn frek-
ar og að fjölga erlendum nemendum
við Háskólann á Bifröst.“
mm
Háskólinn á Bifröst setur markmið til næstu fimm ára:
Skerpt á sérstöðu skólans sem
alþjóðlegs viðskiptaháskóla
„Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi og mun ganga enn lengra í þeirri stefnumörkun.“
„Bifröst er draumastaðsetning skólans og því verður sérstaklega unnið að því að
styrkja þéttbýliskjarnann á svæðinu sem vænlegan búsetukost fyrir námsmenn
sem kjósa að búa í háskólaþorpi.“