Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201734 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Adda Maríusdóttir Ég byrja fyrsta í aðventu. Ayushtseren Khash-Erdene Um miðjan desember. Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir Vikuna fyrir fyrsta í aðventu. Jón Hjörvar Valgarðsson Fyrsta í aðventu. Rósa Soffía Haraldsdóttir Um miðjan nóvember. Um helgina fór fram árlegt Ís- landsmeistaramót í línuklifri og var það haldið í Björkinni í Hafn- arfirði. Um 40 klifrarar frá þrem- ur félögum tóku þátt á mótinu og voru fjórir klifrarar frá ÍA skráð- ir til leiks. Keppt var í fjórum ald- ursflokkum þar sem allir þátttak- endur klifruðu undanúrslitaleið en efstu fjórir héldu áfram í úrslita- leið og bráðabana að því loknu ef með þurfti. Í flokki 16-19 ára sigraði Brimr- ún Eir Óðinsdóttir frá ÍA og fagn- aði þar sínum fyrsta Íslandsmeist- aratitli. Í öðru sæti varð Úlfheiður Embla Blöndal, einnig frá ÍA, en þetta var fyrsta klifurmót Úlfheið- ar Emblu. Í stelpuflokki 11-12 ára hafnaði Sylvía Þórðardóttir ÍA í 2.-3. sæti ásamt Kolbrúnu Garðarsdóttur úr Björkinni en þær voru hnífjafnar eftir tvær leiðir. Báðar voru þær að taka þátt í sínu fyrsta línuklifur- móti. Hjalti Rafn Kristjánsson ÍA hafnaði í þriðja sæti í strákaflokki 11-12 ára og fékk verðskuldaða bronsmedalíu fyrir vikið. Allir fjórir keppendur ÍA komust þar með á verðlaunapall sem verð- ur að teljast nokkuð gott í ljósi þess að æfingaaðstaða til línuklifurs á Akranesi er engin. Að sögn Þórð- ar Sævarssonar hjá Klifurfélagi ÍA er framundan hjá félaginu jólamót fyrir ÍA klifrara en undirbúning- ur fyrir Íslandsmeistarmótaröðina heldur áfram með stuttu æfinga- hléi yfir hátíðarnar. mm Komu öll heim með verðlaunapeninga eftir línuklifur Eftir góðan útisigur á Fjölni, 98-101 í spennandi leik síðastliðinn föstu- dag, tók Skallagrímur á móti Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnudaginn. Eftir jafnan fyrri hálf- leik tók Hamarsliðið öll völd á vell- inum í þeim síðari og sigraði örugg- lega, 82-104. Skallagrímsmenn höfðu heldur undirtökin í fyrsta leikhluta, komust í 12-4 snemma leiks og héldu nokk- ura stiga forskoti lengst af. Und- ir lok upphafsfjórðungsins kom- ust gestirnir hins vegar upp að hlið Borgnesinga sem leiddu þó með einu stigi eftir fyrsta, 24-23. Leikur- inn var í járnum í öðrum fjórðungi. Liðin skiptust á að leiða og aldrei munaði meira en tveimur stigum á liðunum. Hamar var stigi yfir í hálf- leik, 50-51. Gestirnir höfðu undirtökin fyrst eftir hléið en Skallagrímsmenn gættu þess að hleypa þeim ekki of langt frá sér. Um miðjan þriðja leik- hluta leiddi Hamar með sex stigum, 58-64 en þá settu þeir í fluggírinn. Með góðum kafla undir lok leikhlut- ans náðu þeir 17 stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 66-83 og á bratt- ann að sækja fyrir Skallagrím. Borg- nesingum tókst ekki að gera atlögu að sigri í leiknum í fjórða leikhluta. Gestirnir héldu öruggu forskoti það sem eftir lifði leiks og sigruðu að lokum með 22 stigum, 82-104. Aaron Parks var stigahæstur leik- manna Skallagríms með 20 stig og tók fimm fráköst að auki. Kristófer Gíslason skoraði 18 stig og tók sex fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórs- son var með 17 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar og Davíð Guð- mundsson var með tólf stig og sex fráköst. Skallagrímur situr í toppsæti deildarinnar með 18 stig eftir ell- efu leiki, tveimur stigum á undan Snæfelli í sætinu fyrir neðan. Næst leikur Skallagrímur föstudaginn 15. desember þegar liðið mætir ÍA í Vesturlandsslag í Borgarnesi. kgk Misstu af sigrinum í síðari hálfleik Sundfélag Akranes átti þrjá sund- menn í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandameistarmóti sem fram fór um helgina í Laugar- dalslauginni. Það voru þau Ágúst Júlíusson, Sævar Berg Sigurðsson og Brynhildur Traustadóttir. Alls tóku 193 sundmenn frá níu löndum þá á mótinu. Auk þess var Skagakonan Inga Elín Cryer, sem æfir og keppir með Ægi, í landsliðinu. Hún synti 100m flugsund á tímanum 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti. Ágúst synti 100m flugsund á góð- um tíma, 54.63. Hann hafnaði í 4. sæti og var í harðri baráttu um verð- launasæti en aðeins 0,15 sek skildu að frá bronsinu. Í 50m flugsundi varð hann í 5. sæti á tímanum 24,65 en þar var einnig stutt á milli efstu sætanna. Sævar Berg synti nálægt sínum besta tíma í 50m bringusundi og hafnaði í 17. sæti. Hann synti á tím- anum 30,72. Brynhildur synti 400m skriðsund á aðeins lakari tíma en hennar besti tími er. Brynhildur hafnaði í 13. sæti. Skagamenn áttu einnig fulltrúa í nokkrum boðsundsveitum. Íslenska liðið fékk alls sex bronsverðlaun og ein gullverðlaun á mótinu en það var Davíð Hildiberg sem sigraði í 100m baksundi. mm Fjórir fulltrúar frá Akranesi á NM í sundi Íslenska landsliðið á mótinu. Fulltrúar SA á mótinu: Sævar Berg Sigurðsson, Brynhildur Traustadóttir og Ágúst Júlíusson. Inga Elín Cryer. Ljósm. úr safni. Ragnar Leósson knattspyrnumaður hefur skrifað undir tveggja ára samning við gamla heimalið sitt; ÍA. Hann kemur nú heim aftur eftir átta ára fjarveru, en hefur á tímabilinu spilað með ÍBV, Fjölni, HK og Leikni R. Ragnar hefur spilað 185 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 27 mörk. „Hann er kærkomin viðbót við okkar öfluga hóp fyrir sumarið,“ segir í tilkynningu frá KFÍA. „Ég er bara ánægður með að vera kominn heim, spenn- andi tímar framundan að gerast á Skaganum og ég hlakka til að vera með,“ sagði Ragnar Leós- son. „Mér líst mjög vel á þennan leikmann, er Skagamaður í húð og hár, vinnusamur og öfl- ugur miðjumaður sem kemur með gæði inn í lið- ið. Hann er vel spilandi á boltann auk þess sem þessi strákur er frábær innan vallar sem utan og er styrkur fyrir okkar lið,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna við undirritun samnings við Ragnar. mm Ragnar Leósson gengur til liðs við ÍA Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leik- maður Skallagríms í úrvalsdeild körfuboltans, meiddist illa í viðureign Skallagríms og Vals í Dom- ino‘s deild kvenna á miðvikudagskvöldið síðasta. Sigrún fór úr axlarlið og þurfti að koma henni und- ir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þar sem hún fór í myndatöku áður en handleggnum var nuddað aftur í liðinn. Var þetta slæmur endir á annars góðum degi hjá Sigrúnu, sem sama dag þreytti síðasta prófið í meistaranámi sínu við Háskólann á Bifröst. Að sögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur, móður hennar, var Sigrún mjög verkjuð í öxlinni en hafði það þokkalegt að öðru leyti daginn eftir. Hún seg- ir að búast megi við að Sigrún verði frá keppni að minnsta kosti fram yfir áramót. Hvenær á nýja árinu hún geti hafið körfuknattleiksiðkun aftur að nýju verði hins vegar að koma í ljós, en það verði að sjálf- sögðu ákveðið í samráði við lækni. „En hún er með ólíkindum hörkutól og ég hugsa að það verði frekar að halda aftur af henni en hitt,“ sagði Ragnheiður í samtali við Skessuhorn. kgk/ Ljósm. úr safni. Sigrún frá keppni fram yfir áramót

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.