Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201718 upp undir 30 stöðugildi yfir sum- arið. Sveiflurnar eru því mun væg- ari núna en áður og innkoman jafn- ari. Nóvember er dauðasti tíminn en samt hefur verið alveg fínt að gera, en hingað eru Borgnesingar líka duglegir að koma. Íslandsstofa hefur mikið unnið að því undan- farin ár að fá ferðamenn hingað til lands yfir veturinn og er ég viss um að herferðir þeirra eiga stóran part í því hvernig ferðamannastraum- urinn hefur jafnast yfir árið,“ segir Guðmundur. Í Landnámssetrinu hefur frá upphafi verið boðið upp á fersk há- degishlaðborð frá klukkan 11:30 til 15 alla daga. „Á hlaðborðinu er boðið upp á grænmetisrétti og veg- an rétti. Súpuna okkar ættu allir að geta borðað en hún er alltaf vegan, glútenlaus og laktósafrí. Hlaðborð- ið hefur alltaf verið mjög vinsælt og okkur þykir mjög vænt um hversu duglegir Borgnesingar eru að koma til okkar í hádeginu. Við leggjum okkur mikið fram við að þjónusta heimamenn jafnt sem ferðamenn, þó um 80% viðskiptavina okkar séu ferðamenn,“ segir Guðmundur. Langar ekki að búa í stórborg Aðspurður hvort ekki hafi verið erf- itt að flytja í Borgarnes eftir að hafa búið í stórborgum á borð við Los Angeles segir Guðmundur svo ekki vera og að hann myndi alltaf velja smábæinn fram yfir borgina. „Það kann kannski að hljóma furðulega, en innsti hringurinn manns verður mun stærri í smábæ heldur en stór- borg. Í smábæ þekkir maður alla og það þarf ekki annað en að skjótast út í búð til að hitta fólk sem mað- ur spjallar við. Í stórborg hverfur maður meira í fjöldann og kynn- ist afar fáum, þekkir jafnvel ekki nágranna sína með nafni og hitt- ir afskaplega sjaldan einhvern sem maður þekkir. Mér líður mun betur í svona vingjarnlegum bæ þar sem allir þekkjast. Borgarnes hefur líka svo margt með sér, hér eru frábær- ir leikskólar, öll þjónusta sem þarf og virkilega barnvænt umhverfi þar sem börn geta farið út að leika án þess að hafa foreldra með, labb- að út í búð, spurt eftir vinum og búa bara almennt við mikið frelsi. Svona er þetta ekki í stórborgum. Í Los Angeles eru mjög lélegar al- menningssamgöngur og það getur hreinlega verið hættulegt fyrir börn að nota þær ein. Allar vegalengdir eru mjög langar og börn fara t.d. ekkert að hjóla út í búð ein eða heim til vinar. Þau fara í skólann og svo beint heim aftur, nema eitthvað annað sé skipulagt og þá með fyrir- vara. Börn í stórborgum verða því oft mjög einangruð,“ segir Guð- mundur. „Ég hafði líka fengið alveg nóg af því að búa erlendis og vera alltaf útlendingurinn. Ef ég fæ svo aftur löngun til að flytja út er ekkert því til fyrirstöðu, það er alltaf hægt að flytja,“ bætir hann við. Opna krakkakaffihús Aðspurður hvort eitthvað nýtt sé framundan í Landnámssetrinu seg- ir Guðmundur að nú sé verið að undirbúa opnun á krakkakaffihúsi á efri hæð hússins. „Við erum með rosalega fína aðstöðu á efri hæð- inni sem okkur langar að breyta í krakkakaffihús. Þá er hugmynd- in að hafa þar gott leikhorn fyrir börnin og aðstöðu fyrir foreldra að koma saman. Þangað geta þá for- eldrar hitt aðra foreldra og feng- ið sér smá kaffi í rólegheitunum og börnin geta leikið við önnur börn á meðan. Stefnan er að opna kaffi- húsið mánudaginn 18. desember, en þá kemur Ævar vísindamaður og Guðni bróðir hans og lesa upp úr bókum sínum fyrir okkur. Það er einmitt vel við hæfi að Ævar komi við opnun á krakkakaffihúsi,“ segir Guðmundur og hlær. „Aðrar stórvægilegar breytingar eru ekki í vændum eins og er. Við verðum þó með mjög skemmtilega viðburði í desember. Fimmdudag- inn 7. desember og þriðjudaginn 12. desember ætlum við að færa há- degishlaðborðið okkar í jólabún- ing. Þá verðum við með hefðbund- inn jólamat í bland við grænmetis- réttina okkar og fleira. Verðið er það sama og alla aðra daga. Þetta er svona okkar jólagjöf til samfélags- ins. Það er alltaf uppbókað á þessi hlaðborð hjá okkur og því mikil- vægt að panta borð. Laugardaginn 9. desember koma KK og Ellen og halda jólatónleika klukkan 20. Miðar verða bara seldir við hurð og ekki hægt að panta fyrirfram. Síðan heldur Vilborg Davíðsdóttir áfram eftir áramót með sýninguna um Auði Djúpúðgu,“ Ssegir Guð- mundur og bætir því við að opnun- artími verði hefðbundinn yfir há- tíðarnar, frá klukkan 10-21, að und- anskildum aðfangadegi og gamlárs- degi en þá verður lokað klukkan 15. „Við viljum að okkar viðskipta- vinir geti alltaf treyst á opnunar- tímann og því höfum við hann eins alla daga ársins, nema aðfangadag og gamlársdag. Eins geta viðskipta- vinir okkar treyst á að hádegishlað- borðið er opið alla daga ársins, líka á aðfangadag og gamlársdag,“ segir Guðmundur. arg SK ES SU H O R N 2 01 7 Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. nóvember 2017 að auglýsa skipulags- og matslýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Hér er sett fram sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004- 2016 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar sjö eru eftirfarandi: Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal.1. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði.2. Iðnaðarlóð fyrir gagnaver og fleira.3. Íbúðarsvæði í Búðardal.4. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal.5. Frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal.6. Stækkun byggðalínu. 7. Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmuna- aðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulags og komandi skipulagsvinnu. Tillögurnar liggja frammi, frá 7. desember 2017 til 5. janúar 2018 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 Búðardal eða netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 5. janúar 2018. Dalabyggð 30. nóvember 2017 Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi „Borgarnes er að mínu mati besti staður í heimi,“ segir Guðmundur Karl Sigríðarson, framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands í Borgar- nesi. Hann ætti að vita þetta, enda búinn að búa ansi víða um heiminn. Guðmundur er fæddur Reykjavík en flutti fimm mánaða til Englands. Frá sjö ára aldri ólst hann að mestu upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann bjó í eitt ár í Mexíkó þegar hann var 15 ára og dvaldi í þrjá mánuði á ári í Los Angeles frá 11-16 ára aldurs. Einnig hefur hann búið í Svíþjóð í tíu ár, þar sem hann lærði póli- tíska alþjóðahagfræði við háskól- ann í Lundi. „Það var ekki fyrr en ég kynntist Borgarnesi sem ég fann stað þar sem ég vildi setjast að. Hér líður mér mjög vel og ég er afskap- lega þakklátur foreldrum mínum að hafa kynnt mig fyrir þessu frábæra bæjarfélagi,“ segir Guðmundur. Móðir hans, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, og stjúpfað- ir, Kjartan Ragnarsson, hafa rek- ið Landnámssetrið frá opnun þess í maí 2006 en þar hafa þau komið upp veitingastað, gjafavöruverslun og sýningum á landnámssögu og Egilssögu. Á sýningunum eru gest- ir leiddir í gegn um sýningarsalinn með hljóðleiðsögn þar sem farið er yfir sögurnar tvær. Hvor leiðsögn er um 30 mínútur. „Við fjölskyldan höfum í raun enga tengingu í Borg- arnes, ekki nema bara þá að hér eru æskuslóðir Egils Skallagrímsson- ar,“ segir Guðmundur og brosir. „Foreldrar mínir eru mjög hrifnir af Íslendingasögum og þá helst Eg- ilssögu. Það getur verið mjög erf- itt að komast í gegnum þessar sög- ur og þær eru þungar í lestri. Þau vildu því koma þeim í handhægt og skemmtilegt form sem myndi samt koma sögunum vel til skila. Þá kom hugmyndin að hljóðleiðsögnun- um. Þau vildu auðvitað koma þessu upp hér í Borgarnesi því það ger- ir svo mikið fyrir þann sem hlust- ar að upplifa að hann er staddur á nákvæmlega þeim stað sem sagan gerðist. Núna ellefu árum seinna erum við enn hér í Borgarnesi og líkar það mjög vel,“ segir Guð- mundur og brosir. Ferðamönnum fjölgað mikið yfir veturinn Guðmundur hefur unnið í Land- námssetrinu í átta ár, bæði í fullu starfi og með námi og nú hefur hann tekið við starfi framkvæmda- stjóra. „Ég held það sé óhætt að segja að ég hafi prófað öll störfin hér og þekki því alla starfsemina mjög vel. Mér finnst það forrétt- indi að hafa unnið hér svo lengi og geta gert áfram. Starfsandinn hér er mjög góður og mikið lagt upp úr að öllum líði vel. Fyrirtækið byggir til- veru sína á starfsfólki og þá skipt- ir miklu máli að allir vinni saman og framlag allra sé metið, sem við reynum alltaf að passa vel uppá,“ segir Guðmundur. Hann segir mikið hafa breyst þessi ár sem hann hefur unnið á Landnámssetrinu en fjöldi ferðamanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. „Aukningin hefur verið mjög hröð undanfar- ið og þá sérstaklega yfir veturinn. Í upphafi voru aðeins fjórir fastráðn- ir starfsmenn hjá okkur yfir vet- urinn en nú eru að um og yfir 17 stöðugildi á ársgrundvelli og alveg Kann vel við sig í Borgarnesi Guðmundur Karl Sigríðarson tekinn við framkvæmdastjórn í Landnámssetrinu Guðmundur Karl Sigríðarson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra á Land- námssetrinu í Borgarnesi. Hákon Konráðsson og Guðmundur við girnilegt hádegishlaðborð í Landnáms- setrinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.