Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 25 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Mannbroddar -öryggisins vegna Jólatrjáa- og leiðisgreinasala Kalmansvöllum 2b (húsnæði Björgunarfélagsins) Sími 771-1998 Opnunartími: Laugardagur 9. des. kl. 12-18 Sunnudagur 10. des. kl. 12-18 Föstudagur 15. des. kl. 16-19 Laugardagur 16. des. kl. 12-18 Sunnudagur 17. des. kl. 12-18 Mánudagur 18. des. kl. 16-19 Þriðjudagur 19. des. kl. 16-19 Miðvikudagur 20. des. kl. 16-19 Fimmtudagur 21. des. kl. 16-22 Föstudagur 22. des. kl. 16-22 Laugardagur 23. des. kl. 14-22 Sunnudagur 24. des. kl. 10-12 SK ES SU H O R N 2 01 7 Að stilla útvarpstækin á FM 101,3 er orðinn fastur liður í aðdraganda jólanna í Borgarnesi. Á þeirri tíðni ómar Útvarp Óðal í Borgarnesi ár hvert um miðjan desembermán- uð. Að þessu sinni hefjast útsend- ingar mánudaginn 11. desember og standa yfir alla vikuna þar til síðdeg- is á föstudag. Það er nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi sem stendur að útsendingunum und- ir handleiðslu kennara. Skessuhorn hitti Marinó Þór Pálmason, útvarps- stjóra og formann nemendafélags- ins og Kristínu M.Valgarðsdótt- ur, deildastjóra í Grunnskólanum í Borgarnesi, í síðustu viku og ræddi við þau um útvarpið. „Þessi útsend- ing markar 25 ára afmæli útvarpsins. Í tilefni þess verður á dagskrá tveggja tíma afmælisþáttur þar sem farið verður yfir sögu útvarpsins og rætt m.a. við fjölmiðlafólk sem steig sín fyrstu skref einmitt í Útvarpi Óðali,“ segja þau Kristín og Marinó. „Þar að auki verða seldir bollar merktir útvarpinu og lagt meira í lokahóf- ið í tilefni afmælisins,“ bætir Kristín við. Að öðrum kosti segja þau að út- sendingarnar verði með hefðbundnu sniði. „Við erum einmitt núna að taka upp bekkjarþætti yngri bekkj- anna. Krakkar í 1.-7. bekk taka upp sína þætti en 8.-10. bekkur fer í beina útsendingu,“ segir Marinó, en beina útsendingu segir hann einmitt hafa verið stærstu áskorunina við útvarps- útsendingarnar. „Þegar ég prófaði það fyrst þá var ég smá tíma að kom- ast yfir feimnina. En eftir smá stund þá gleymir maður að það séu allir að hlusta og þá er þetta bara eins og að spjalla við vini sína heima í stofu,“ segir hann. Fjölbreytt dagskrá Gaman er að geta þess að Kristín er einmitt amma hans Marinós. Hafa þau unnið saman við útvarpið und- anfarin ár og láta vel af samstarfinu. Bæði segjast þau hafa mjög gaman að því að starfa að undirbúningi og útsendingum Útvarps Óðals. „Það er mjög gaman að vinna að þessu með krökkunum, vera með í útsend- ingunum og öllu sem þessu teng- ist,“ segir Kristín og Marinó tek- ur í sama streng. „Auglýsingagerðin finnst mér skemmtilegust. Við fáum að hafa frjálsar hendur með marg- ar auglýsingar, skrifum textana sjálf og lesum inn,“ segir hann. „En þetta er allt mjög gaman, þó þetta sé mik- il vina. Við í stjórn nemendafélags- ins erum eiginlega búin að bíða eft- ir þessu í allan vetur,“ bætir hann við og brosir. Þegar Skessuhorn ræddi við þau Krístínu og Marinó var dagskrá- in farin að taka á sig nokkuð heild- stæða mynd. Verður hún með nokk- uð hefðbundnu sniði, eins og Krist- ín kom inn á hér að framan. Einn af föstu liðunum eru daglegir frétta- þættir. „Það eru fréttir á hverj- um degi og svo verða Bæjarmálin í beinni, á dagskrá föstudaginn 15. desember. Þar verður til umfjöllun- ar það sem er efst á baugi í sveitar- félaginu um þessar mundir og góð- ir gestir koma í þáttinn. Til dæmis sveitarstjóri Borgarbyggðar, fulltrúi frá sveitarstjórn, íþróttafélaginu og úr atvinnulífinu. Krakkarnir sem sjá um fréttirnar og þennan bæjarmála- þátt bregða sér í hlutverk frétta- manna þessa vikuna og sjá alfarið um að afla frétta til að flytja í þættinum og stjórna umræðum í bæjarmála- þættinum,“ útskýrir Kristín og bætir því við að krakkarnir muni njóta að- stoðar Gísla Einarssonar fjölmiðla- manns við bæjarmálaþáttinn. „Síðan verður stjórn nemendafélagsins með þátt og húsráð Óðals, það eru fast- ir liðir,“ segir Marinó. Að öðru leyti eru efnistök þáttanna eins fjölbreytt og þættirnir eru margir, allt frá þætti um jólahátíðina í öðrum löndum til vinsælla snappara, draumaráðninga, Google, Djáknans á Myrká og þá stendur til að lýsa tveimur körfu- boltaleikjum í beinni, svo fátt eitt sé nefnt. „Við hlökkum mikið til að fara í loftið á mánudaginn og hvetjum alla til að hlusta,“ segja þau Kristín og Marinó að endingu. kgk Útvarp Óðal fer í loftið í næstu viku Amman og útvarpsstjórinn. Kristín M. Valgarðsdóttir, deildastjóri í Grunnskól- anum í Borgarnesi og Marinó Þór Pálmason, for- maður nemendafélagsins og útvarpsstjóri, eru meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi Útvarps Óðals sem fer í loftið eftir helgi. Yngri krakkarnir í Grunnskólanum í Borgarnesi tóku upp sína þætti í hljóðverinu í síðustu viku. Stjórn nemendafélagsins vinnur að undirbúningi útvarpsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.