Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201720 Lykilhlutverk í kynbótarækt Sæðingastöðvarnar á landinu gegna lykilhlutverki í kynbótarækt íslenska sauðfjárstofnsins. Stærstu skrefin í kynbótum íslensks sauðfés segir Torfi hafa verið stigin undanfarna áratugi, bæði með tilliti til aukinn- ar kjötframleiðslu en einnig til heil- brigðari stofns. „Núna eru óvenju margir hrútar á stöðinni sem eru með svokallaða verndandi arfgerð gegn riðu. Hrútar eru ekki teknir á stöðina ef þeir bera áhættuarfgerð, aðeins hlutlausa eða verndandi. Með sæðingum má rækta sjúkdóm- inn markvisst úr stofninum með miklu skilvirkari hætti en annars,“ segir Torfi. „Auk þess fæst með sæðingum nauðsynlegur fjölbreyti- leiki í genamengi búfjárstofnsins á hverjum bæ, með mun auðveldari og skilvirkari hætti en ef bændur myndu aðeins kaupa hrúta af öðr- um bæjum. Það er sannarlega gert líka, töluvert er selt af lömbum af líflambasölusvæðunum í Reykhóla- sveit, Snæfellsnesi og Ströndum og allt gott um það að segja. Engu að síður er gott að sæða líka til að ná fram auknum fjölbreytileika,“ bæt- ir hann við. „Höfuðrit sauðfjár- ræktarinnar“ Bændur geta pantað sæði á heima- síðu Búnaðarsambands Vestur- lands, eða með því að hringja í sæðingastöðina til klukkan 9:00 á morgnana. Alla hrúta sem hægt er að kaupa sæði úr á Sæðingastöð Vesturlands og Sæðingastöð Suð- urlands er að finna í nýútkominni hrútaskrá 2017-2018. „Hrútaskrá- in er höfuðrit sauðfjárræktarinnar,“ segir Torfi. Spurður hvaða hrút- ar sæðingastöðvarinnar séu bestir svarar Torfi því til að þeir eigi all- ir að vera góðir, en vissulega séu þeir misjafnlega vinsælir. „Það er erfitt að segja til um hvaða hrútur nýtur mestrar hylli í ár, við erum svo nýbyrjuð að afgreiða pantanir. En Krapi frá Innri-Múla á Barða- strönd, sem var gríðarlega vinsæll í hitteðfyrra, er kominn aftur til okk- ar núna. Nýju hrútarnir eru oftast vinsælir. Núna eru þrír nýir kollótt- ir hrútar og sex hyrndir. Mér sýn- ist að mikið verði pantað af sæði úr Tvisti frá Hríshóli í Eyjarfjarð- arsveit, Gutta frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði og Dranga frá Hriflu í Þingeyjarsveit, svona miðað við hvernig pantanirnar hafa farið af stað þessa fyrstu daga,“ segir hann. „Mislitu hrútarnir eru síðan alltaf vinsælir hjá hobbýbændum og vin- sældir þeirra hafa aukist síðustu ár. Menn vilja gjarnan halda í litbrigði sauðfjárstofnsins. Þá erum við allt- af með einn forystuhrút á stöðinni. Í ár er það Gils frá Klukkufelli í Reykhólasveit sem mun sinna pönt- unum fyrir forystuærnar. Þetta for- ystukyn þekkist ekki annars staðar í heiminum en hér á Íslandi og okkur ber skylda til að halda því við. Þess vegna erum við alltaf með einn for- ystuhrút,“ segir Torfi Bergsson að endingu og hvetur sauðfjárbændur til að kíkja í hrútaskrána og panta sæðið tímanlega í gegnum heima- síðu Búnaðarsambands Vestur- lands. kgk Síðastliðinn föstudag var komið að því að flytja húsið sem standa á við Gilsbakka á Hellissandi og koma því fyrir á grunni sínum. Húsið eiga þau Lúðvík Ver Smára- son og Anna Þóra Böðvarsdótt- ir. Smíði hússins hófst árið 2012 og var faðir Lúðvíks, Smári Lúð- víksson, bygginarstjóri. Á föstu- daginn var húsinu svo lyft upp á flutningabíl sem ekið var á áfanga- stað. Gekk flutningurinn vel fyrir sig en fjöldi manns kom að honum og aðstoðaði svo að allt gengi að óskum. Ekki skemmdi veðrið fyrir en veðrið þennan dag var milt og nánast enginn vindur. þa Húsið flutt á Gilsbakka Fengitími sauðkindarinnar hefst á næstu vikum. Ærnar beiða í aðdrag- anda jólanna og hrútunum er hleypt til ánna. Hrútalyktin boðar komu hátíðanna í hugum margra sauð- fjárbænda og upphaf jólavertíðar- innar í Sauðfjársæðingastöð Vest- urlands í Borgarnesi. Þar er safnað sæði úr þeim hrútum sem notaðir eru til sæðinga víða um landið, allt að 1400 skammtar á dag þegar mest er að gera um miðjan mánuðinn. Á síðasta ári skilaði sæði frá Sauðfjár- sæðingastöð Vesturlands um það bil 14.500 lömbum. Árangur sæð- inga var prýðilegur, 66% þeirra áa sem sæddar voru héldu á síðasta ári og frjósemi var góð, hver ær bar að meðaltali 1,85 lambi. Skessuhorn fékk að líta við á Hrútastöðina í Borgarnesi á mánu- daginn. Stöðin er rekin af Búnaðar- samtökum Vesturlands og um allan daglegan rekstur sér Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri BV. Hann segir nóg að gera, þó vertíðin sé nýhafin. „Í morgun byrjuðum við klukkan 5:00 að safna sæði til að geta sent það norður í land. Suma daga byrjum við enn fyrr, þannig að dag- arnir geta verið langir þó vertíðin sé rétt að byrja,“ segir Torfi í samtali við Skessuhorn. „Við byrjuðum að safna sæði síðasta föstudag, 1. desember og verðum að þar til 21. desember. Á þessum tíma tökum við okkur frí einn dag, sunnudaginn 17. þannig að það verður nóg að gera,“ segir hann. „Maður verður að vera búinn að kaupa jólagjafirnar áður en vertíðin hefst, því það er ekki víst að maður verði vel upplagður til þess dagana fyrir jól eftir þessa vinnutörn,“ bætir hann við léttur í bragði. Sent hvert á land sem er Torfi segir venjulegan dag á sauð- fjársæðingastöðinni ganga þannig fyrir sig að árla morguns sé byrjað á því að taka sæði úr hrútunum. Síðan eru gæði þess könnuð, þykkleiki þess og það síðan þynnt með sérstök- um þynningarvökva sem útbúinn er á rannsóknarstofunni á Keldum. „Þegar búið er að þynna sæðið er því komið fyrir í litlum stráum sem kæld eru niður í 15 gráður og svo að lokum niður í tíu gráður. Þá geym- ist sæðið best og þannig sendum við það frá okkur hvert á land sem er í einangruðum pakkningum,“ útskýr- ir hann. „Í morgun afgreiddum við til dæmis 500 þannig skammta,“ seg- ir Torfi en bætir því við að stærsta törnin sé eftir. „Hún kemur um og eftir næstu helgi. Þá reikna ég með að við afgreiðum í kringum 1400 skammta á dag,“ segir Torfi. „Hver hrútur gefur oftast á 0,5 til 1 milli- lítra af sæði í hvert skipti. Úr ein- um millilítra fást á bilinu 35 til 40 skammtar. Það er því mikið líf hér á stöðinni og í nógu að snúast þeg- ar mest er að gera um miðjan des- ember og við þurfum að senda frá okkur 1400 skammta á dag,“ seg- ir hann, enda ekki margar hendur sem vinna verkin á stöðinni. Starfs- mennirnir eru fjórir en eftir að sæð- inu hefur verið safnað á morgnana bætist einn við um sjöleytið og að- stoðar við pökkun á sæðinu. Jólavertíðin hafin í Sauðfjársæðingastöð Vesturlands Eftir að sæði hefur verið safnað úr hrútunum er því komið fyrir í litlum plast- hylkjum sem Torfi kallar strá. Síðan er það kælt og að lokum pakkað og sent um land allt. Á rannsóknarstofunni er allt saman kyrfilega merkt hverjum hrút, bæði ílát og stráin sjálf. Torfi segir að flestir hrútanna sem núna eru á stöðinni séu fremur gæfir, en áberandi gæfastur er Móri frá Bæ I í Árneshreppi, sem hér þiggur klapp frá Torfa. Anton Torfi Bergsson í Sauðfjársæðingastöð Vesturlands í Borgarnesi.Sýni er tekið úr hverjum skammti og skoðað í smásjánni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.