Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 35 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell vann góðan sigur á Fjölni, 100-85, þegar liðin mættust í Stykkishólmi á sunnudag. Heima- menn höfðu undirtökin nánast frá fyrstu mínútu og sigruðu að lokum örugglega. Snæfellingar byrjuðu betur, kom- ust í 21-10 strax um miðjan upp- hafsfjórðunginn en gestirnir náðu þó að minnka muninn í fimm stig áður en leikhlutinn var úti, 29-24. Annar fjórðungur fór hægt af stað og lítið var skorað fyrstu mínútur hans. Þegar hann var hálfnaður tók Snæfell við sér og komst í 40-26 og leiddi örugglega þar til hálfleiks- flautan gall. Hólmarar höfðu 16 stiga forskot í hléinu, 55-39. Snæfellingar réðu lögum og lofum í síðari hálfleik. Þeir voru komnir 25 stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 69-44 og mögu- leikar gestanna á að fá eitthvað út úr leiknum voru hverfandi. Snæ- fell leiddi með 22 stigum fyrir lokafjórðunginn, 80-58 og héldu öruggu forskoti allt til leiksloka. Það var ekki fyrr en síðustu mín- útur leiksins að gestirnir náðu að- eins að klóra í bakkann. Þeir kom- ust hins vegar aldrei nær en sem nam 15 stigum þegar lokaflautan gall. Snæfell sigraði með 100 stig- um gegn 85. Christian Covile skoraði 27 stig fyrir Snæfell og tók sjö fráköst. Viktor Marinó Alexandersson var með 22 stig og fimm stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 16 stig og Jón Páll Gunnarsson 13 stig. Samuel Prescott jr. skoraði 36 stig og tók sex fráköst fyrir Fjölni og Sigvaldi Eggertsson var með 31 stig og sjö fráköst. Aðrir Fjölnis- menn náðu ekki tveggja stafatölu í stigaskori. Með sigrinum lyfti Snæfell sér upp í 2. sæti deildarinnar með 16 stig eftir ellefu leiki, tveimur stig- um minna en topplið Skallagríms en tveimur stigum betur en næstu lið fyrir neðan. Snæfell spilar næst föstudaginn 8. desember næst- komandi þegar liðið mætir Hamri í Hveragerði. kgk Snæfell vann öruggan sigur á Fjölni Viktor Marinó Alexandersson var iðinn við kolann í sigri Snæfells. Ljósm. sá. Einar Örn Guðnason úr Kraftlyft- ingafélagi Akraness hampaði sigri á Bikarmótinu í Kraftlyftingum sem haldið var á Akureyri laugardag- inn 25. nóvember síðastliðinn. Ein- ar keppti og sigraði í 105 kg flokki. Hann lyfti 345 kg í hnébeygju í fyrstu tilraun og gerði síðan atlögu að nýju Íslandsmeti, 357,5 kg en mistókst í tvígang. Sömu sögu var að segja í bekkpressunni. Hann lyfti 245 kg í fyrstu tilraun og reyndi tví- vegis við Íslandsmetið með 251 kg, en án árangurs. Að lokum lyfti Ein- ar 280 kg í réttstöðulyftu. Saman- lagt lyfti Einar því 870 kg og fékk fyrir vikið 519,9 Wilksstig sem skil- uðu honum stigabikar karla. Í kvennaflokki var stigahæst Hulda B Waage úr Kraftlyftinga- félagi Akureyrar. Hún lyfti sam- anlagt 522,5 kg sem er nýtt Ís- landsmet og sigraði í 84 kg flokki kvenna, sem og stigakeppni kvenna með 484,7 Wilksstig. kgk Einar Örn bikarmeistari í kraftlyftingum Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness og Hulda B Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar, bikarmeistarar í kraftlyftingum. Ljósm. Kraftlyftingasamband Íslands. Snæfell batt enda á fimm leikja tap- hrinu á heimavelli með góðum sigri á botnliði Njarðvíkur, 76-62, þegar lið- in mætust í Domino‘s deild kvenna á sunnudag. Kristen McCarthy, leik- maður Snæfells, skráði sig í sögu- bækur íslensks körfubolta í leiknum því hún setti upp fjórfalda tvennu; 31 stig, 15 fráköst, tíu stoðsendingar og tólf stolna boltar. Aðeins sex sinn- um áður hefur leikmaður náð fjór- faldri tvennu í efstu deildum karla og kvenna hérlendis svo vitað sé, þar af fjórum sinnum í efstu deild kvenna. Síðast náði Heather Ezeli, þáverandi leikmaður Hauka, þessu tölfræðiaf- reki í leik gegn Val árið 2010. En þá að leiknum sjálfum. Snæ- fellskonur voru í miklu stuði í upp- hafi leiks og gestirnir úr Njarðvík fengu ekki rönd við reist. Eftir að- eins fjögurra mínútna leik var Snæ- fell komið í 14-0 og leiddi 22-9 eft- ir fyrsta leikhluta. Þá tók við mik- ill sprettur gestanna sem fóru ham- förum í fráköstunum, skoruðu auð- veldar körfur og minnkuðu muninn í 25-22 um miðjan annan fjórðung. En Snæfellskonur náðu yfirhöndinni á nýjan leik og góður sprettur und- ir lok fyrri hálfleiks skilaði þeim tólf stiga forskoti í hléinu, 42-30. Snæfellsliðið kom ákveðið til síð- ari hálfleiks og hélt áfram að bæta við forskot sitt. Mest leiddi liðið með 18 stigum, frá miðjum þriðja leik- hluta og til loka hans, en þá var stað- an 59-41 og Snæfell í vænlegri stöðu fyrir lokafjórðunginn. Njarðvík náði að minnka muninn í tíu stig snemma í fjórða leikhluta en nær komust þær ekki. Snæfell hafði góð tök á leikn- um og hélt gestunum í skefjum allt til leiksloka. Þegar lokaflautan gall munaði 14 stigum á liðunum. Snæ- fell sigraði með 76 stigum gegn 62. Eins og áður var getið setti Kristen McCarthy upp fjórfalda tvennu. Hún skoraði 31 stig, tók 15 fráköst, gaf tíu stoðsendingar og var með tólf stolna bolta. Berglind Gunnarsdóttir skor- aði 14 stig og gaf fimm stoðsending- ar en aðrar höfðu minna. Shalonda Winton átti stórleik fyrir Njarðvík, skoraði 36 stig og reif niður 20 frá- köst og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir skoraði tíu stig. Snæfell hefur tíu stig og situr í sjö- unda sæti deildarinnar eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir liðunum í 3.-6. sæti sem öll hafa tólf stig. Næst leik- ur Snæfell í kvöld, miðvikudaginn 6. desember, þegar liðið sækir Stjörn- una heim. kgk Kristen með fjórfalda tvennu í sigri Snæfells Kristen McCarthy var frábær gegn Njarðvík og setti upp fjórfalda tvennu. Er hún fyrsti leikmaðurinn sem nær því afreki síðan 2010. Ljósm. sá. Skagamenn fóru suður í Hveragerði og mættu Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Eftir nokkuð jafnan en kaflaskiptan leik varð ÍA að lokum að sætta sig við tap, 95-88. Hvergerðingar höfðu undirtök- in í upphafsfjórðungnum og skor- uðu mikið en Skagamenn reyndu eftir fremsta megni að halda í við þá. Hamar leiddi að fyrsta leikhluta loknum með átta stigum, 34-26. Skagamenn sneru taflinu sér í vil í öðrum leikhluta og komust yfir um miðbik hans, 40-36. Þeir héldu for- ystunni allt til hálfleiks en Hamars- menn fylgdu þeim eins og skugginn. Staðan í hléinu var 43-45, ÍA í vil. Aftur snerist leikurinn við í upp- hafi síðari hálfleiks. Heimamenn komust yfir snemma í þriðja leik- hluta en Skagamenn fylgdu fast á eftir. Á seinni hluta fjórðungsins fóru heimamenn hins vegar að síga lengra fram úr en með góðri rispu á lokamínútu leikhlutans sáu Skaga- menn til þess að forskotið var ekki meira en sjö stig fyrir lokaleikhlut- ann, 70-63. ÍA gerði harða hríð að liði Hamars í lokafjórðungnum en vantaði herslumuninn upp á að ná forskotinu. Skagamenn minnkuðu muninn í þrjú stig um miðjan fjórð- unginn en komust ekki nær. Ham- ar vann að endingu með sjö stigum, 95-88. Marcus Dewberry var atkvæða- mestur í liði ÍA með 30 stig, sex frá- köst og sex stoðsendingar. Reynslu- boltinn Jón Orri Kristjánsson var ið- inn við kolann sömuleiðis, skoraði 20 stig og tók fimm fráköst. Julian Nelson var stigahæstur í liði Hamars með 29 stig og átta fráköst þar að auki. Larry Thomas var með 21 stig og Jón Arnór Sverrisson 16 stig, tólf fráköst og sex stoðsending- ar. Skagamenn sitja enn á botni deildarinnar án stiga eftir ellefu leiki, tveim stigum á eftir FSu og fjórum stigum á eftir Gnúpverjum. Næst mæta Skagamenn einmitt síðar- nefnda liðinu. Sá leikur fer fram á Akranesi á föstudaginn, 8. nóvem- ber. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skagamenn enn án stiga í körfunni Skallagrímur varð að lúta í lægra haldi gegn Breiðabliki, 84-68, þeg- ar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á föstudag. Skallagrímur lék án landsliðskon- unnar Sigrúnar Sjafnar Ámundadótt- ur, sem fór úr axlarlið í leik gegn Val fyrr í vikunni. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks en Breiðablik náði undir- tökunum eftir því sem leið á fyrsta leikhluta. Heimakonur leiddu með sjö stigum eftir sjö mínútna leik, 20-13 en Skallagrímskonur minnk- uðu muninn niður í þrjú stig áður en leikhlutinn var úti, 22-19. Þær kom- ust yfir snemma í öðrum fjórðungi, 26-27, en leiddu ekki lengi. Blikakon- ur tóku forystuna aftur strax í næstu sókn og með góðum kafla náðu þær 13 stiga forskoti skömmu fyrir hléið, 40-27. Skallagrímur átti hins vegar lokaorðið í fyrri hálfleik og náði að minnka muninn í sex stig fyrir hléið, 40-34. Skallagrímskonur gerðu harða at- lögu að forskoti Blika í upphafi síðari hálfleiks og aðeins munaði tveimur stigum á liðunum eftir sex mínútur í þriðja leikhluta, 48-46. En þá náði Breiðablik miklum spretti og 18 stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 64-46. Þær héldu síðan öruggu forskoti allt til leiksloka og hleyptu Skallagrími ekki inn í leikinn að nýju. Leiknum lauk með 18 stiga sigri Breiðabliks, 84-68. Carmen Tyson-Thomas átti stór- leik fyrir Skallagrím og setti upp myndarlega þrennu. Hún skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf tíu stoð- sendingar. Jóhanna Björk Sveinsdótt- ir var með 16 stig og átta fráköst en aðrar höfðu minna. Ivory Crawford var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 37 stig og ellefu fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 20 stig og Ísabella Ósk Sigurðardótt- ir var með tíu stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar. Skallagrímur situr í 5. sæti deildar- innar með tólf stig eftir ellefu leiki, en liðin í 3.-6. sæti eru öll jöfn að stigum. Næst leikur Skallagrímur í kvöld, miðvikudaginn 6. desember, þegar liðið mætir Keflavík í Borgar- nesi. kgk Skallagrímur tapaði gegn Breiðabliki Carmen Tyson-Thomas átti stórleik fyrir Skallagrím.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.