Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 33 Dalabyggð - miðvikudagur 6. desember Forsetaheimsókn í Dölum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú koma í opinbera heimsókn í Dalabyggð dagana 6. og 7. desember. Heimsækja forsetahjónin fyrirtæki og stofnanir í Dalabyggð. Ítarlega dagskrá er að finna á heimasíðu Dalabyggðar, www.dalir.is. Borgarbyggð - miðvikudagur 6. desember Jólafundur F.a.B. Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum boðar til jólafundar í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit kl. 13:30. Borgarbyggð - miðvikudagur 6. desember Stórleikur í körfunni! Skallagrímur tekur á móti Keflavík í Domino‘s deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Grundarfjörður - miðvikudagur 6. desember Grundfirðingar taka á móti Haukum C í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Grundarfirði frá kl. 20:00. Borgarbyggð - fimmtudagur 7. desember „Þekkir þú myndina?“ Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar. Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir úr Héraðsskjalasafni milli kl. 10:30 og 11:30. Grundarfjörður - fimmtudagur 7. desember Jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju kl. 20:00. Fram kemur söngsveitin Blær ásamt hljómsveit. Aðgagnseyrir er kr. 2.000 en 1.500 fyrir aldraða og öryrkja. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Enginn posi á staðnum. Akranes - föstudagur 8. desember Litla jólaminningasýningin Litlu jólin opnar í Guðnýjarstofu í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum. Á sýningunni verða ýmsir gamlir jólamunir til sýnis. Sýningin verður opnuð kl. 11:30. Nánar um opnunartíma Garðakaffis og sýningarinnar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Akranes - föstudagur 8. desember ÍA tekur á móti Gnúpverjum í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Borgarbyggð - föstudagur 8. desember Félagsvist. Síðasta spilakvöldið fyrir jól. Spilað í hátíðarsalnum í Brákarhlíð, Borgarnesi frá kl. 20:00. Góðir vinningar og veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 8. desember Lengd opnun í Safnahúsi - frásögn og fleira. Lengd opnun á aðventu. Bókasafnið opið til 20.00 og þá hefst frásögn Gunnlaugs A. Júlíussonar af þátttöku hans í 400 km hlaupi á Bretlandi fyrir nokkrum árum. Heitt á könnunni og konfekt í skál. Ýmislegt annað skemmtilegt. Húsið opið til 21.00. Dalabyggð - laugardagur 9. desember Hjeraðssamband Dalamanna. Laugardaginn 9. desember kl. 15:00 verður sögustund á Byggðasafni Dalamanna í samvinnu við UDN. Einmitt þennan dag, 9. desember, árið 1917 hafði verið boðað til stofnfundar Hjeraðssambands Dalamanna í Hjarðarholti. Rakinn verður aðdragandinn að stofnun sambandsins og annað það sem hafði áhrif á ungmennafélagsandann á upphafsdögum ungmennafélagshreyfingarinnar. Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum. Kaffi á könnunni. Akranes - laugardagur 9. desember Aðventustemning í Akranesvita alla laugardaga fram að jólum. Næsta laugardag kl. 14:00 koma fram Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Birgir Þórisson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Borgarbyggð - laugardagur 9. desember Jólatónleikar. KK og Ellen verða á Sögulofti Landnámsseturs Íslands 9. desember kl. 20:00. Jólatónleikar þeirra systkina er orðinn fastur liður í jólahaldi fjölmargra á Íslandi. Í ár verða þau á faraldsfæti líkt og áður, syngja jólalög í bland við sín eigin og segja sögur af sér sínum Einungis er hægt að greiða miða við hurð og ekki hægt að panta fyrirfram. Hægt er að panta borð fyrir tónleika í veitingahúsi Landnámsseturs. Stykkishólmur - sunnudagur 10. desember Ljúfmetismarkaðurinn Stykkishólmz Bitter verður haldinn í Nýræktinni milli kl. 14:00 og 16:00. Á markaðnum leiða saman hesta sína veitingamenn og matvælaframleiðendur í Stykkishólmi og nágrenni og gefst gestum kostur á að bragða á ljúfmetinu. Stykkishólmur - sunnudagur 10. desember Snæfell mætir Val í átta liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - sunnudagur 10. desember Skallagrímur mætir ÍR í átta liða úrslitum Maltbikars kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi frá kl. 19:15. Borgarbyggð - mánudagur 11. desember Útsendingar Útvarps Óðals hefjast á tíðninni FM 101,3. Dagskráin hefst kl. 10:00 með ávarpi útvarpsstjóra og sent verður út þar til síðdegis á föstudag. Sjá nánar auglýsingu og umfjöllun í Skessuhorni vikunnar. Reykhólahreppur - mánudagur 11. desember Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verður með aukaopnun fyrir jólin, dagana 11. og 18. desember milli kl. 20:00 og 22:00. Njótum kósístunda á bókasafninu með kaffi og piparkökum. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. desember Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 14. desember klukkan 20:30. Á tónleikunum koma fram meðlimir hljómlistarfélagsins, ungir og upprennandi tónlistarmenn í Borgarfirði, barnakór og söngkonan Helga Möller. Miðasala fer fram í Framköllunarþjónustunni, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Miðaverð í forsölu er kr. 3.000 en kr. 3.500 við innganginn. Einnig er hægt að panta miða á hljomborg@gmail.com eða í síma 660-0468. Óska eftir íbúð á Akranesi Óska eftir að leigja tveggja til þriggja herbergja íbúð á Akra- nesi. Upplýsingar í síma 698-1698, Brynjar. Ljósakrossar á leiði Hef til sölu díóðuljósakrossa á leiði. Margir litir. Áhugasamir hafi sam- band í tölvupósti: mariajona13@ gmail.com. Borgarnesdagatalið Borgarnesdagatalið fyrir árið 2018 er komið út, áttundi árgangur. Vegg- dagatal með þrett- án myndum úr Borgarnesi frá öll- um mánuðum árs- ins. Myndirnar og aðrar upplýsingar má sjá á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal. ATH! Dagatalið fæst nú einnig í smásölu á Olís í Borgarnesi. Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 22. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.764 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sara Lísa Ævarsdóttir og Hilmar Róbert Hilmarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 23. nóvember. Stúlka. Þyngd: 3.612 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Vilborg Helga Ólafsdóttir og Hildur Guðný Björnsdóttir, Garði/ Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. TIL LEIGU Fyrir jólin gefst fólki kostur á að kaupa borgfirsk jólatré beint úr skógum Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Laugardaginn 9. desember kl. 11-15 verður jólaskógurinn opinn í Reykholti. Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar standa vakt- ina og aðstoða við val á jólatrjám. Öll tré á sama verði, kr. 6.500. Kakó, ketilkaffi og piparkökur verða í boði fyrir gesti skógarins. Sama dag verður jólamarkaður í Nesi kl. 13 -17 og þar verða einnig í boði jólatré, greinar og skreytingar á vegum félagsins. Tekið verður við greiðslukortum. Helgina 16. og 17. desember kl. 11-15 verður jólaskógurinn opinn í Grafarkoti. Félagar í Björgunarsveitinni Heiðari standa vaktina og aðstoða við val á jólatrjám. Öll tré á sama verði, kr. 6.500. Boðið verður upp á hressingu fyrir gesti. Tekið verður við greiðslukortum. Íslensk jólatré Umhverfisvæn, falleg og ilmandi Skógræktarfélag Borgarfjarðar Pantið tré og fáið það heim að dyrum. Þeir sem ekki komast út í skóg að höggva sér tré, þurfa ekki að örvænta. Til 20. desember verður hægt að panta tré í síma 893-7306 (Friðrik) eða á netfanginu: laufeybh@gmail.com (Laufey). SK ES SU H O R N 2 01 7 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 7 Laust starf: Matráður Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf matráðs. Starfsstöðin er að Austurgötu 7 í Stykkishólmi þar sem eldað er fyrir: Dvalarheimilið, Grunnskólann og Sjúkrahús HVE í Stykkishólmi, allt að 200 manns á dag. Starfið felst í yfirumsjón með eldhúsi, rekstri mötuneytis, matseld, gerð matseðla og innkaupum. Matráður stýrir starfi starfsmanna og ber ábyrgð á skipulagi vakta og tímaskráningu. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði matreiðslu, góða þekkingu á næringarfræði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum, lipurð og færni í mannlegum samskiptum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 20.desember 2017. Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni rikki@stykkisholmur.is, sími 433-8100. 30. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.092 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Karen Jónsdóttir og Aron Bjarni Valgeirsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 3. desember. Drengur. Þyngd: 3.734 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Karitas Ósk Ólafsdóttir og Arnór Már Guðmundsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. TIL SÖLU

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.