Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 2
Veður
N-læg eða breytileg átt, 3-8 m/s,
og yfirleitt léttskýjað, skýjað með
köflum A-lands, og léttir heldur
til þar í dag. N 5-10 á Austfjörðum
seinnipartinn á morgun. Frost 0 til
10 stig. SJÁ SÍÐU 20
Aðventan nálgast á Austurvelli
Byrjað er að skreyta Óslóartréð á Austurvelli sem er gjöf Norðmanna og er nú eins og nokkur undanfarin ár úr reit Normannslaget í Heiðmörk í
stað þess að vera hoggið í Noregi og f lutt yfir hafið. Ljósin á jólatrénu verða kveikt á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu. Flutt verða jólalög
og hressir jólasveinar syngja og skemmta. Lúðrasveit heldur uppi stemningunni áður en kveikt er á ljósunum klukkan fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
www.artasan.is
Fæst í næsta
apóteki og helstu
stórmörkuðum
Mundir þú eftir að
bursta og skola í
morgun?
Tannlæknar mæla með GUM tannvörum
GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51
ALBANÍA Minnst átján létu lífið og
hundruð eru slösuð eftir harðan
jarðskjálfta í Albaníu í gær. Skjálft-
inn sem mældist 6,4 að stærð átti
upptök sín um 34 kílómetra norð-
austur af höfuðborginni Tírana.
Hafnarborgin Duarres og þorpið
Thumane urðu verst úti. Þar hrundu
byggingar og íbúar sátu fastir í rúst-
unum. Var þeirra ákaft leitað í gær.
Albanski herinn var kallaður til
aðstoðar. – bdj
Fórust í hörðum skjálfta
Hafnarborgin Duarres og þorpið Thumane urðu verst úti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VINNUMARKAÐUR „Þegar talað er
um stafræna hæfni dettur fólki fyrst
í hug að það snúist um að kunna
rosalega vel á tölvur. En þetta snýst
kannski frekar um að þú kunnir að
beita þekkingunni og færninni á
réttan hátt,“ segir Selma Kristjáns-
dóttir, sérfræðingur í starfsmennta-
málum hjá VR.
VR hleypti í gær formlega af
stokkunum verkefninu Stafræna
hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfs-
próf sem allir geta tekið á
netinu sér að kostnaðar-
lausu. Markmiðið er að hjálpa
félagsmönnum að undir-
búa sig til að geta tekist á við
aukna tækni í samfélaginu
meðal annars í tengslum við
umræðu um fjórðu iðnbylt-
inguna.
„Við viljum líka ýta við fólki
og láta það spyrja sig hvort það
sé virkilega með góða stafræna
hæfni. Þetta er eitthvað sem
maður þarf alltaf að vera að
endurskoða.“
Selma segir að verkefnið megi
rekja til vinnu starfsmennta-
nefndar VR og starfsmenntastefnu
félagsins. Síðan hafi þetta þróast út
í samfélagslegt verkefni sem nýst
getur öllum.
„Þegar við fórum á stúfana og
reyndum að finna með hvaða hætti
við gætum komið til móts við félags-
menn okkar þá var kannski svolítið
takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið
danskan vef sem fjallar um staf-
ræna hæfni. Um hafi verið að ræða
Evrópuverkefni sem byggir á helstu
þáttum sem ESB hafi skilgreint sem
meginþætti stafrænnar hæfni.
„Í staðinn fyrir að finna upp hjól-
ið spurðum við hvort við gætum
ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og
farið í samstarf. Það var tekið mjög
vel í það og núna er búið að þýða
þetta yfir á íslensku og gera opið og
aðgengilegt öllum.“
Í prófinu er stafrænni hæfni skipt
upp í fjóra meginf lokka; öryggi,
upplýsingar, framkvæmd og sam-
skipti. Selma viðurkennir hlæjandi
að prófið, sem alls telur 63 spurn-
ingar, sé leiðinlega langt.
„En þetta er auðvitað eitthvað
sem þú ert ekkert að taka neitt
rosalega oft. Þú þarft svolítið að
hugsa þetta og vera samkvæmur
sjálfum þér til þess að fá eins raun-
hæfar niðurstöður og mögulegt er.
Þá kannski sérðu eitthvað sem þú
þarft að huga betur að,“ segir Selma.
Hún segist sérstaklega ánægð
með að fræðslusetrið Starfsmennt
hafi fengið vilyrði um styrk til að
útbúa námskeið til að fylgja niður-
stöðum prófsins eftir. „Ef það eru
einhverjir þættir sem ákveðinn
hópur eða ákveðnir einstaklingar
þurfa að skerpa á þá munum við í
framtíðinni líka fá lausn til að koma
til móts við þá.“
Hægt er að taka prófið á vef VR,
vr.is/stafraenhaefni.
sighvatur@frettabladid.is
Nú má meta stafræna
hæfni á heimasíðu VR
Á vef VR er hægt að taka
próf sem metur staf-
ræna hæfni. Sérfræð-
ingur hjá félaginu segir
þessa hluti vera eitthvað
sem fólk þurfi sífellt að
vera að endurskoða.
VR vill að fólk skoði kunnáttu sína í stafrænum heimi. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrimyndin fékkst frá Danmörku.
SAMHERJAMÁL Haldið var áfram
að fjalla um mál Samherja í Kveik
á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram
að norski bankinn DNB vissi ekki
hverjir voru raunverulegir eigendur
reikninga sem tengjast meintu pen-
ingaþvætti Samherja.
Þá sýna yfirlit yfir bankaviðskipti
Samherja að milljarðar hafi farið til
Cape Cod frá félögum tengdum Sam-
herja en 9,2 milljarðar fóru frá Esju
Seafood og Noa Pelagic til Cape Cod
á árunum 2010 til 2018. Eru þetta
sömu félög og sáu um greiðslur til
stjórnarformanns Fishcor.
Norski bankinn aðhafðist ekkert
fyrr en bandaríski bankinn Bank
of New York Mellon stöðvaði milli-
færslu til Bandaríkjanna á árinu
2018. – bdj, fbl
Milljarðar fóru
í gegnum DNB
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
7
-9
8
6
4
2
4
5
7
-9
7
2
8
2
4
5
7
-9
5
E
C
2
4
5
7
-9
4
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K