Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 4
Ég óttast að bæði eigendur og starfs- fólk þeirra muni tapa. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti. Helga Vala Helga- dóttir, formaður velferðarnefndar Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is STJÓRNMÁL Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barna- málaráðherra, um lengingu fæð- ingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur póli tísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsátt- málanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undir- ritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt leng- ingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráð- herra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi. „Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurf- um að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnar- ferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboð- leg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkis- stjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Í gær hófst umræða um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra um leng- ingu fæðingarorlofs. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tólf í þrepum. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýnir harðlega hversu seint frumvarpið komi fram. Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR AKUREYRI Talið er að haustið 2021 verði öll börn á Akureyri komin í leikskóla eða aðra vistun tólf mán- aða. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Er gengið út frá því að áform stjórnvalda um lengingu fæðingar- orlofs í tólf mánuði verði að veru- leika í janúar 2021. Starfshópurinn leggur fram þrjár sviðsmyndir við fjölgun leikskóla- rýma miðað við mismunandi íbúa- þróun. Lagt er til að endurgreiðslur vegna vistunar í heimahúsum verði auknar. Skoðaðir verði möguleikar á að innrita börn í leikskóla tvisvar á ári en ekki bara á haustin. – sar Öll 12 mánaða fá leikskólapláss Fleiri fara fyrr í leikskólann á Akur- eyri árið 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR „Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart eining- unni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmála- fræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveit- arfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sam- einuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á til- raunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðis- legum samfélögum eigi allir borgar- arnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitar- stjórnarkosningum 2022 verði lág- marksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stór- felldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitt- hvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitt- hvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“ – sar Spennandi að sjá hvernig til tekst með heimastjórnir Fjórar heimastjórnir verða í nýju sveitarfélagi eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJARAMÁL Nýr kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Sam- taka atvinnulífsins var felldur í atkvæðagreiðslu hjá BÍ í gær með 71,4 prósentum atkvæða. Alls voru 380 á kjörskrá og greiddu 147 atkvæði eða 38,7 prósent. 36 greiddu atkvæði með samningnum eða 24,5 prósent en 105 á móti. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Þetta er í annað sinn sem blaðamenn senda atvinnurekendum sterk skilaboð um að þeir vilji hóg- væran samning sem hentar hags- munum þeirra og ég vona að á þá verði hlustað.“ Búast megi við fundi hjá ríkissáttasemjara í dag eða á morgun. Til stóð síðastliðinn föstudag að þriðja vinnustöðvun blaðamanna hjá Fréttablaðinu, Sýn, Morgunblað- inu og RÚV færi fram en verkfallinu var frestað fram á næsta föstudag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að staðan sé grafalvarleg. „Við vitum öll að það er viðkvæm staða hjá þessum útgefendum og ef til verkfalla kemur munu þessir fjölmiðlar veikjast enn frekar. Ég óttast að bæði eigendur og starfsfólk þeirra muni tapa á frekari deilum.“ Aðspurður hvort hann sé bjart- sýnn á samninga svarar Halldór Benjamín: „Ég er bjartsýnn að upp- lagi. Punktur.“ – bdj, fbl Formaður kveðst vona að hlustað verði á kröfur blaðamanna Kjörnefnd Blaðamannafélagsins taldi atkvæðin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYK JAVÍK Hollvinasamtök Ell- iðaárdalsins hyggjast bíða í nokkrar vikur með að tilkynna Reykjavíkur- borg um undirskriftasöfnun gegn deiliskipulaginu við Stekkjarbakka, þar sem gróðurhvelfingar Aldin Biodome eiga að rísa. Samtökin vilja fá skipulagið í íbúakosningu. „Við höfum fjórar vikur frá því að deiliskipulagið tók gildi til að tilkynna borginni um undirskrifta- söfnunina,“ segir Halldór Frímanns- son, lögfræðingur Hollvinasam- takanna. „Við viljum sleppa við að þurfa að standa í undirskriftasöfnun yfir hátíðirnar. Borgin er vís til þess að svara okkur strax þannig að við ætlum að bíða.“ Samtökin þurfa 18 þúsund nöfn fyrir íbúakosningu. – ab Safna nöfnum eftir áramótin 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -A C 2 4 2 4 5 7 -A A E 8 2 4 5 7 -A 9 A C 2 4 5 7 -A 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.