Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang hordur@frettabladid.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Jólatónleikar til styrktar Líf styrktarfélagi Landspítalans fimmtudaginn 5. desember kl. 12 Ásamt hljómsveit og kvennakórnum Concordia Miðasala á tix.is og við innganginn - Miðaverð 2500.- - í Fríkirkjunni í Reykjavík. JólatónleikarJÓL Í BÆ Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran Egill Árni Pálsson tenór Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum v ið Íslendinga og lokað verðbréfa reikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóð- lega hópsins FATF. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í viðskipt- um við bandaríska uppgjörsfyrir- tækið Apex Clearing Corporation. Íslendingur sem var með verð- bréfareikning hjá bandaríska fyrir- tækinu Tastyworks fékk tölvupóst frá fyrirtækinu um liðna helgi, sem Markaðurinn hefur undir höndum, þar sem tilkynnt var um lokun reikningsins. Ástæðan sem var gefin upp var sú að Apex hefði sett Ísland á bannlista vegna veru landsins á gráa listanum. Annar Íslendingur í viðskiptum hjá bandaríska verðbréfafyrirtækinu Firstrade fékk einnig skilaboð um lokun á verðbréfareikningi sínum hjá fyrirtækinu. Í skilaboðunum segir að reikningnum hafi verið lokað vegna nýlegra stefnubreyt- inga hjá Apex. Stefnu fyrirtækisins hafi verið breytt í samræmi við gráa lista FATF. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Þegar greint var frá því að Ísland gæti farið á gráa listann var lagt mat á möguleg áhrif. Það var samdóma álit stjórn- valda og erlendra ráðgjafa að áhrif- in yrði óveruleg og var hvorki talið að niðurstaðan hefði bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. – þfh Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Fjörutíu milljóna evra lánsfjár-mögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flug- rekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. „Þett a hang ir allt saman,“ útskýrði Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verð- bréfa (ÍV), sem heldur utan um fjár- mögnun flugfélagsins, á fræðslu- og fjárfestakynningu sem forsvars- menn Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu á mánudag, sam- kvæmt viðmælendum Markaðarins sem mættu til fundarins. Var hann meðal annars sóttur af stjórnend- um fyrirtækja í hvalaskoðun, hóp- bifreiðastarfsemi og hótelrekstri. Í samtölum við mögulega fjár- festa í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, kom fram í máli forsvarsmanna Play og ÍV að fjárfestar væru þá búnir að lýsa yfir áhuga (e. soft commitment) á að leggja félaginu til samtals um 700 til 800 milljónir króna. Sá áhugi, að sögn kunnugra, sé hins vegar skil- yrtur við að það takist að fá kjöl- festufjárfesti að hlutafjárútboðinu. Það hefur enn ekki tekist. Á fyrrnefndum fundi var lögð mikil áhersla á þýðingu þess fyrir íslenskt efna- hagslíf, og þá einkum ferðaþjónustuna, að það takist að koma flug- félaginu af stað. Þannig hyggst f lugfélagið, sem ætlar að hafa tíu Airbus- þotur í f lota sínum frá og með 2022, f lytja um 1,7 milljón- ir ferðamanna til landsins á næstu þrem- ur árum. Auk þess að biðla til fjölmargra einkafjárfesta, fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, og fjárfestingar- félaga er einnig búið að leita til tryggingafélaga, sjóðastýringar- félaga, einkabankaþjónustu bank- anna og að undanförnu hefur fjár- festingin í Play einnig verið kynnt nokkrum lífeyrissjóðum. Það er á skjön við fyrri yfirlýsingar en í fjárfestakynningu ÍV fyrr í þessum mánuði kom fram að frekar yrði leitað til einkafjárfesta og fjárfest- ingarfélaga þar sem lífeyrissjóðir og tryggingafélög hefðu líklega ekki svigrúm til að taka svona fjárfest- ingaákvörðun nægilega hratt. Til tryggingar láninu frá breska sjóðnum, sem ber átta prósenta vexti, þarf félagið að vera með átta milljónir evra geymdar á vörslu- reikningi. Fram kom á fundinum að samkvæmt viðskiptaáætlun félagsins yrði lánið greitt upp innan þriggja ára og í kjölfarið myndi skapast umtalsvert svigrúm til að greiða út arð til hluthafa. Fjárfestar hafa meðal annars sett sig upp á móti því að þeir eignist aðeins helmingshlut í félaginu á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play fyrir hlutafjárframlag sitt. Á fundinum kom fram að stjórnendur Play vær u til v ið- ræðna um að hlutur þeirra yrði minni. – hae Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist 1,7 milljónir ferðamanna hyggst flugfélagið flytja til landsins á næstu þremur árum. Hjón i n Sva n h i ldu r Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru næststærstu hluthafar Kviku banka, hafa bæst við hluthafa- hóp Arion banka eftir að þau keyptu í bankanum síðasta fimmtudag fyrir samtals um 820 milljónir króna. Við- skiptin voru gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þau höfðu gengið frá sölu á öllum 7,25 prósenta hlut sínum í VÍS fyrir rúmlega 1.550 milljónir króna en Svanhildur situr í stjórn tryggingafélagsins. Svanhildur staðfestir kaupin í samtali við Markaðinn en félagið K2B fjárfestingar, sem er í eigu þeirra hjóna, keypti samtals 10,5 milljónir bréfa í Arion, sem jafngildir tæp- lega 0,6 prósenta hlut, og var vegið meðalverð tæplega 78 krónur á hlut. Fjárfestingin skilar þeim í hóp þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka en einu einkafjárfestarnir sem eru umsvifameiri í eigendahópnum eru Hvalur, sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, með 1,45 prósenta hlut, og fjárfestingafélagið Stoðir sem á nærri fimm prósenta hlut. Spurð um kaupin í Arion banka segir Svanhildur í samtali við Markaðinn að þau telji spennandi tíma fram undan á íslenskum fjár- málamarkaði. „Gamlir vinnufé- lagar okkar, þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, eru teknir við stjórnartaumunum og við höfum mikla trú á þeim og sam- starfsfólki þeirra í bankanum og teljum að þar liggi mikil tækifæri.“ Þau hjónin hafa jafnframt á síð- ustu árum verið á meðal stærstu hluthafa Kviku banka og er Guð- mundur varaformaður stjórnar bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert tilboð í allan 6,75 prósenta hlut þeirra í Kviku síð- astliðinn föstudag, daginn eftir við- skipti þeirra í VÍS og Arion banka, en því var hafnað. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Kviku er sá hlutur metinn á um 1.350 milljónir króna en samkvæmt heimildum Markað- arins var tilboðið, sem gert var í hlut- inn, umtalsvert undir markaðsverði bréfanna. Svanhildur segir að þau hafi engar áætlanir um annað en að halda þeim hlut í Kviku. „Fyrir því félagi fer gríð- arlega sterkur hópur stjórnenda sem hefur náð framúrskarandi árangri.“ Spurð af hverju þau hafi ákveðið að losa um allan hlut sinn í VÍS, eftir að hafa komið fyrst inn í hluthafa- hópinn fyrir meira en fimm árum, segir Svanhildur að það hafi verið mat þeirra á þessari stundu að nú væri komið að öðrum að taka við. „Á undanförnum tveimur árum hefur VÍS náð framúrskarandi árangri, eftir að hafa um langt skeið þótt eftirbátur keppinauta sinna á íslenskum tryggingamarkaði. Trygg- ingareksturinn er farinn að standa undir sér, þrátt fyrir óvenju stór tjón, og hluthafar hafa á tímabilinu bæði notið góðs af aukinni hlutabréfa- eftirspurn og kerfisbreytingum á borð við lækkun hlutafjár, svo fáein dæmi séu nefnd,“ útskýrir hún. Svanhildur segir alla sem komið hafa að rekstri félagsins geta verið stolta af þessum árangri. „Sérstak- lega á það við um starfsfólk VÍS, sem gengur nú í takt og hefur unnið sigra sem áður þóttu næstum óraunhæfir. Sjálf er ég þakklát fyrir það traust sem ákveðinn hópur hluthafa hefur sýnt mér, en að sama skapi ánægð með þann ávinning sem hluthafar hafa notið, stórir sem smáir, einka- fjárfestar og sjóðir.“ Svanhildur hætti sem stjórnar- formaður VÍS í fyrra í kjölfar þess að embætti héraðssaksóknara tók til skoðunar kaup hjónanna, með öðrum fjárfestum, á hlutum í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Rannsóknin kom til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram. Hjónin voru aðaleigendur Skeljungs og P/F Magn fram til ársloka 2013 þegar félögin voru seld fyrir samtals tæp- lega átta milljarða til framtakssjóðs í stýringu Stefnis. Í árslok 2018 nam eigið fé fjárfest- ingafélags þeirra hjóna, K2B fjár- festingar, samtals rúmlega 3,6 millj- örðum króna. hordur@frettabladid.is Kaupa í Arion banka fyrir yfir 800 milljónir Sama dag og hjónin Svanhildur og Guðmundur seldu hlut sinn í VÍS keyptu þau í Arion fyrir 820 milljónir. Höfnuðu tilboði í 6,75 prósenta hlut þeirra í Kviku. Engar áætlanir um annað en að halda þeim hlut, segir Svanhildur. Svanhildur segir að það hafi verið mat þeirra að það væri komið að öðrum að taka við í VÍS. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1.550 milljónir króna fengu hjónin fyrir hlut sinn í VÍS Arnar Már Magnússon, forstjóri Play. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -B 6 0 4 2 4 5 7 -B 4 C 8 2 4 5 7 -B 3 8 C 2 4 5 7 -B 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.