Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 30
Ég er viðskiptafræðingur og starfa hjá augnlæknastöðinni Sjónlagi í Glæsibæ ásamt því
að vera bloggari á Fagurkerar.is.
Ég er þó eins og stendur í fæð
ingarorlofi en ég eignaðist seinna
barnið mitt fyrir 4 vikum,“ segir
Hrönn, sem býr í Kópavogi ásamt
manni og tveimur börnum.
Fyrsta heimilið kveikjan
Ástríða Hrannar fyrir þrifum
hófst af alvöru þegar hún fór að
búa. „Áhuginn kviknaði að mestu
þegar ég f lutti sjálf að heiman og
fór að reka mitt eigið heimili. Þá
komst ég að því hvað mér fannst
ótrúlega gaman að þrífa og halda
öllu hreinu. Mamma varð þó
ekkert sérstaklega vör við þennan
þrifaáhuga þegar ég bjó hjá henni
en ég man þó að þegar ég var lítil
fannst mér rosalega gaman að
taka til í herberginu hjá öðrum
krökkum og það var oft mjög vin
sælt að fá mig í heimsókn!“
Hrönn segir ítarleg heimilis
þrif ekki endilega þurfa að vera
bundin við þennan tíma árs.
„Jólahreingerning er auðvitað alls
ekkert eitthvað sem er nauðsyn
legt að gera fyrir jólin og það má
alveg eins gera vorhreingerningu
eða hausthreingerningu en ég tel
að það sé mikilvægt að taka eina
svona allsherjar hreingerningu
einu sinni á ári.“
Í hennar tilfelli var jólahrein
gerningin órjúfanlegur hluti
af æskujólunum og hafa þær
áherslur fylgt henni alla tíð. „Ég
geri mína hreingerningu fyrir
jólin af því að ég var alin upp
við það og það var bara hluti af
jólaundirbúningnum hjá mömmu
og pabba að taka allt húsið í gegn,
þrífa inni í og ofan á skápum og
skrúbba allt hátt og lágt. Mér
finnst þetta vera alveg jafnmikill
hluti af jólastemningunni eins og
að baka piparkökur eða sörur.“
Þrifin eru framkvæmd á skil-
virkan og hnitmiðaðan hátt
„Ég skipti hreingerningunni í þrif
og tiltekt og finnst þessir þættir
báðir jafn mikilvægir. Ég fer í
gegnum alla skápa, skúffur og
hirslur á heimilinu, endurraða og
reyni að losa mig við eins mikið
og ég get af óþarfa og hlutum sem
eru ekkert notaðir eða ónýtir. Það
fylgir því ótrúlega góð tilfinn
ing að ná að losa aðeins um og
minnka dótið á heimilinu. Það er
líka alveg á hreinu að það verður
síður drasl hjá þér ef þú átt minna
af óþarfa dóti.“
Lykillinn felst í
skipulagningunni
Hrönn ráðleggur fólki að undir
búa þrifin með góðum fyrir
vara. „Það sem er mikilvægast er
að vera skipulagður og ákveða
snemma hvað það er sem þú vilt
gera og hvenær þú ætlar að gera
það.
Fyrir fólk sem finnst leiðin
legt að þrífa er tilvalið að skipta
þessum verkefnum niður á
nokkrar helgar í nóvember og
gera smá um hverja helgi, þá er
þetta ekki eins óyfirstíganlegt og
tekur styttri tíma í hvert skipti.
Svo er auðvitað ekkert eins leiðin
legt og að eiga þetta allt eftir 20.
desember og vera í einhverju
stressi korter í jól.“
Það er fátt betra en að geta notið
helgarinnar í hreinu umhverfi,
segir Hrönn, og því reynir hún
að þrífa vikulega. „Ég er rosalega
skipulögð manneskja og eftir að
ég f lutti að heiman var ég f ljót að
búa mér til svona þrifatékklista
sem ég fór alveg eftir í mínum
heilögu vikuþrifum en ég hef
alltaf gert heimilisþrif vikulega
og þá helst á fimmtudögum en ég
elska að koma heim úr vinnunni
á föstudögum í hreint hús og geta
byrjað að njóta helgarinnar. Fyrir
þá sem vilja komast betur í þrifa
gírinn og fara að þrífa oftar og
meira mæli ég hiklaust með því að
velja einn vikudag fyrir heimilis
þrifin og reyna að standa við það,
auðvitað getur alltaf eitthvað
komið upp á en þá má alltaf bara
þrífa degi fyrr eða degi seinna.
Eins er gott að gera tékklista yfir
þau verkefni sem þarf að gera og
þið viljið gera vikulega og svo er
bara farið eftir honum.“
Þá sé snjallt að fá fjölskylduna
með sér í lið. „Það er auðvitað mjög
sniðugt að reyna að virkja alla fjöl
skyldumeðlimi í þetta verkefni og
gera það að sameiginlegu verkefni
fjölskyldunnar. Dóttir mín sem
er að verða þriggja ára er alla
vega mjög til í að hjálpa ef hún fær
tusku og smá vatn, þá fæ ég frið til
að vinna mín verkefni.“
Hrönn segir að sér þyki best
að byrja á tiltekt og það komi
henni iðulega í gírinn. „Mér finnst
langbest að byrja á því að taka til
og fara svo í þrifin en ég get ekki
byrjað að þrífa fyrr en ég er búin
að ganga frá öllu dóti og drasli og
allt komið á sinn stað. Oft finnst
mér ég líka komast í þrifagírinn
við að taka til svo ég mæli með því
fyrir fólk að byrja á því að ganga
frá öllu dóti og drasli og finna
þrifaandann koma yfir sig og
demba sér svo í þrifin.“
Mikilvægt sé að stilla hugann
rétt og einblína á lokaútkomuna,
enda fátt betra en leggjast upp í
hreint rúm, á hreinu heimili, eftir
annasaman dag. „Best að hugsa
ekkert um hvað þetta er leiðinlegt
eða tekur langan tíma og henda
sér bara í verkið áður en maður
freistast til að henda sér upp í sófa
í staðinn. Mér finnst allavega fátt
betra en tilfinningin þegar ég er
búin að þrífa allt húsið og allt er
orðið hreint og fínt, allir hlutir á
sínum stað, komin hrein rúmföt
á rúmið og ég á leiðinni upp í rúm
eftir langan dag.“
Áhugasamir geta fylgst með Hrönn
á Snapchat og á fagurkerar.is.
Þrif og bakstur jafn mikilvægt
Hrönn Bjarnadóttir viðskiptafræðingur, fagurkeri og þrifagúru ásamt fjölskyldu sinni. MYND/KRISSÝ
Hrönn Bjarna-
dóttir er áhuga-
kona og sérfræð-
ingur í þrifum.
Hún tekur til
og þrífur vand-
lega vikulega
en í aðdraganda
jólanna gefur
hún í og þrífur
hvern krók og
kima heimilisins.
Mér finnst alla
vega fátt betra en
tilfinningin þegar ég er
búin að þrífa allt húsið
og allt er orðið hreint og
fínt, allir hlutir á sínum
stað, komin hrein rúm
föt á rúmið og ég á
leiðinni upp í rúm eftir
langan dag.
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380
Eru sparifötin
hrein?
FJÖ
LSKY
LDUFYRIRTÆKI Í 65 ÁR
STOFNAÐ 1953
6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RJÓLAHREINGERNING
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
7
-B
6
0
4
2
4
5
7
-B
4
C
8
2
4
5
7
-B
3
8
C
2
4
5
7
-B
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K