Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 32
Betra er að þrífa með hreinni tusku. Það er ekki skemmtilegt að vera með lyktandi borð­tusku. Hana þarf að þvo reglulega, ekki minna en einu sinni í viku. Setjið í þvottavél á 60°C. Gott er að skola borð­ tuskuna í köldu vatni eftir notkun og vinda hana vel. Bakteríur þola illa mikinn kulda. Einnig er hægt að setja hana í pott með vatni, þvottalegi og smá matarsóda og sjóða hana smástund. Við það drepast bakteríur. Sumir nota tuskur úr bleyju­ efni á meðan aðrir nota mikró­ klúta. Báðar gerðirnar skal setja í þvottavél. Það er engin ástæða til að kaupa sífellt nýja borðklúta því þeir endast vel sé þeim haldið hreinum og fínum. Eldhúshand­ klæði og viskastykki á líka að þvo oft og alltaf á 60°C. Hreinar og fínar borðtuskur Pappírshólkar undan salernispapp- ír eða eldhúsrúllum eru til margs nýtilegar í hreingerningum. Þegar salernispappírinn klárast setja vonandi flestir pappírs­hólkinn í endurvinnslu því ekki er sniðugt að henda honum í ruslið. Það er hins vegar hægt að nýta hólkinn á margvíslegan sniðugan hátt. Vissulega er hægt að föndra með svona hólka en annað hlutverk er mjög hentugt. Hólkurinn er settur framan á ryk­ sugurörið til að komast að erfiðum og þröngum stöðum í íbúðinni, þar má nefna rifur í miðstöðvarofni, bak við leiðslur eða snúrur, við gólf­ lista eða borðfætur og fleiri staði þar sem erfitt er að komast með hart millistykkið úr ryksugunni. Einnig má nota þetta ráð þegar bíllinn er ryksugaður. Ef pappírshólkurinn er of stuttur til að ná bak við eitthvað má einnig nota hólk úr eldhúsrúllu. Góð ráð þegar pappír klárast Tómatsósa getur leyst upp suma erfiða bletti. NORDIC PHOTOS/ GETTY Nýlega vakti stutt myndband sem sýndi konu losa erfiða bletti neðan af potti með tómatsósu mikla athygli á netinu. Í myndbandinu smyr hún tómatsósu á helminginn af botni pottsins og eftir 15 mínútur getur hún ein­ faldlega skolað dökka drulluna af pottinum. Fæstir tengja tómatsósu við þrif og kannast frekar við klístraða bletti eftir hana, en það eru ediksýrur í tómatsósu sem virka sérstaklega vel á dökku blettina sem myndast undir pottum og pönnum. Sýrurnar leysa nefnilega upp koparoxíð sem myndast við eldamennsku og er hluti af dökku skáninni neðan á þeim. Í myndbandinu duga 15 mínútur, en almennt er mælt með að láta hana liggja á í um hálftíma og svo skrúbba óhreinindin af. Eftir það á yfirborðið að vera eins og nýtt. Tómatsósa þrífur botn potta Athugið: Það er ekki mælt með að nota tómatsósu til að þvo fötin sín. Það skapar fleiri vandamál en það leysir. Vesturhrauni 3 | 210 Garðabær | Sími: 480 0000 | www.aflvelar.is | sala@aflvelar.is Gólfþvottavél sem léttir vinnuna, sparar tíma og þrífur ótrúlega vel. Afkastageta i-mop XL er allt að 1.000 m2 á klukkustund. Sjá nánar i-teamglobal.com Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki. Nú er i-mop fáanleg í þremur stærðum: Lite 37 sm, XL 46 sm og XXL 62 sm 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RJÓLAHREINGERNING 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -C 9 C 4 2 4 5 7 -C 8 8 8 2 4 5 7 -C 7 4 C 2 4 5 7 -C 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.