Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 36
Stjórnendur íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis áætla að tekjur félagins á þessu fjár
hagsári, sem hófst 1. október síðast
liðinn, verði samtals um 24 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja
milljarða íslenskra króna, og þre
faldist þannig frá fyrra ári.
Þetta kom fram á aðalfundi Ker
ecis sem fór fram í gærmorgun, sam
kvæmt heimildum Markaðarins, en
reksturinn á fyrstu tveimur mán
uðum fjárhagsársins er í samræmi
við áætlanir félagsins. Gert er ráð
fyrir að aukin velta Kerecis muni
fyrst og fremst koma til vegna vaxtar
á Bandaríkjamarkaði.
Kerecis, sem er með höfuðstöðvar
sínar á Ísafirði, framleiðir afurðir
sem byggðar eru á affrumuðu þorsk
roði sem inniheldur fjöl ómettaðar
fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð
áhrif á frumuvöxt og eru seldar til
meðhöndlunar á þrálátum sárum
og brunasárum.
Stjórnendur gera ráð fyrir að salan
á Bandaríkjamarkaði, sem hafi geng
ið vel að undanförnu og skilningur
félagsins og fótfesta á þeim markaði
styrkst ört, muni halda áfram að
aukast verulega. Þannig kom fram
í máli Guðmundar Fertrams Sigur
jónssonar, framkvæmdastjóra Ker
ecis, á fundinum að fyrirtækið búist
við því að vera komið með yfir 200
sölumenn í Bandaríkjunum 2022.
Þá er gert ráð fyrir því í langtíma
áætlunum félagsins að heildarvelta
Kerecis verði komin yfir 200 millj
ónir dala eftir fimm ár, að því er fram
kom á aðalfundinum.
Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjár
mögnun fyrir sextán milljónir
Bandaríkjadala. Félagið seldi þá
nýtt hlutafé til núverandi hluthafa
og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og
auk þess var kröfum skuldbreytt í
hlutafé að upphæð um 750 milljónir.
Á meðal þeirra sem bættust þá við
hluthafahóp Kerecis voru samtökin
Emerson Collective, sem voru stofn
uð af Laurene Powell Jobs, ekkju
Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau
breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir
390 milljónir og settu jafnframt inn
nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson
Collective nú á meðal stærstu hlut
hafa Kerecis. Miðað við almenna
gengið í hlutafjárhækkuninni, um
2.000 krónur á hlut, gæti virði Ker
ecis verið allt að 12,4 milljarðar.
Óla f u r R ag na r Gr í m s son,
fyrrverandi forseti Íslands, var
kjörinn í stjórn Kerecis í ágúst.
Var Ólafur tilnefndur í stjórn
af Laurene Powell Jobs. – hae
Tekjur Kerecis verði um þrír milljarðar
200
sölumenn verða starfandi
fyrir Kerecis í Bandaríkj-
unum árið 2022, samkvæmt
áætlunum.
Kínverska f lug félagið Juneyao Air mun í lok mars hefja f lug milli Keflavíkur og Sjanghæ, með viðkomu í Hels
inki. Þetta staðfestir Xu Xiang,
forstöðumaður félagsins á Norður
löndum. Flogið verður tvisvar í viku
allt árið en áætlanir félagsins gera
ráð fyrir að um 20 þúsund farþegar
verði f luttir til landsins á næsta ári.
Xu segir að Juneyao Air hafi verið
að byggja upp sterkar tengingar
við Evrópu. Félagið vinni nú þegar
náið með Finnair en vilji sé til þess
að auka umsvifin á Norðurlöndum.
Þá hafi félagið fundið fyrir miklum
áhuga kínverskra ferðalanga á
Íslandi. Þess vegna séu mikil tæki
færi fólgin í f lugi til Íslands.
„Í dag eru að koma til Íslands um
100 þúsund kínverskir farþegar. Við
áætlum að um 20 þúsund farþegar
á okkar vegum komi til landsins á
næsta ári. Við viljum verða fyrstir til
að bjóða upp á beint flug milli land
anna. Eftir það gerum við ráð fyrir 10
prósenta árlegri aukningu,“ segir Xu.
Aðspurður segir Xu að Juneyao sé
ekki lággjaldaflugfélag. „Við bjóðum
fulla þjónustu og erum fjögurra
stjörnu flugfélag. Í leiðakerfi okkar
eru um 160 f lugleiðir sem tengja
stærstu borgir Kína við nágranna
ríkin. Á síðasta ári f luttum við yfir
18 milljónir farþega,“ segir Xu.
Félagið, sem var stofnað 2006,
rekur nú um 72 vélar en f lotinn
samanstendur af Airbus A320 og
Boeing 787 Dreamliner vélum.
Xeng Dewei, sem mun stýra starf
semi Juneyao Air á Íslandi, segist
vona að Íslendingar verði meðal
viðskiptavina og heimsæki Kína á
næsta ári. „Það er okkur mikilvægt.
Flugið frá Íslandi til Kína er langt og
við erum flugfélag sem býður fulla
þjónustu.“
Flogið verður með Boeing 787
Dreamliner vélum en í boði verða
sæti í almennu farrými og við
skiptafarrými. Verð á f lugi fram og
til baka á almennu farrými verður
frá 500 evrum, sem jafngildir um 68
þúsund krónum. Sæti í viðskiptafar
rými munu kosta frá 1.500 evrum,
eða um 204 þúsund krónur.
Fréttablaðið greindi fyrst frá
áformum kínverska félagsins í
október. Félagið er nú í miklum
vexti á Evrópumarkaði en tilkynnt
hefur verið um flug milli Sjanghæ
og Manchester sem verður þrisvar í
viku og hefst á sama tíma og flugið
til Kef lavíkur. Þá mun skömmu
síðar hefjast beint f lug milli Sjang
hæ og Aþenu.
Juneyao Air rekur einnig lág
gjaldaf lugfélagið 9 Air sem f lýgur
frá alþjóðaf lugvellinum í Guang
zhou. Aðspurður segist Xu ekki
hafa áhyggjur af þessum mikla vexti
félagsins og hvort hann sé sjálf bær.
Félagið sé með sterkar fjárhagslegar
rætur í Sjanghæ.
Móður félag Juneyao Air er
JuneYao Co Ltd. sem var stofnað árið
1991. Það er sagt vera eitt af hundrað
stærstu einkafyrirtækjum Kína.
Starfsemin nær til ólíkra sviða en
auk flugreksturs sinnir félagið meðal
annars fjármálaþjónustu, fræðslu
þjónustu og vísindarannsóknum.
Starfsmenn eru meira en 18 þúsund
talsins. Um síðustu helgi var tilkynnt
að Juneyao væri orðið þriðji stærsti
eigandi China Eastern Airlines, með
um tíu prósenta hlut. Móðurfélag
þess er að meirihluta í eigu kínverska
ríkisins en afgangurinn er skráður í
alþjóðlegum kauphöllum.
Xeng Dewei var spurður nánar út í
áætlanir flugfélagsins fyrir Ísland og
hvort það sjái Keflavík fyrir sér sem
tengistöð til dæmis við austurströnd
Bandaríkjanna. „Keflavík er áhuga
verð stöð fyrir tengiflug. Við eigum
eftir að þróa þessar tengingar en
áhugi okkar er til staðar,“ segir hann.
En hafið þið leitað eftir samvinnu
við íslensk félög?
„Við munum deila f lugnúmerum
með Finnair til Sjanghæ. Finnair er
einnig með sama fyrirkomulag með
Icelandair. Við eigum í viðræðum
við Icelandair um mögulega svipaða
samvinnu. En það er þó ekki víst að
af því verði,“ segir Xu Xiang.
En hvað með önnur íslensk félög?
„Við sjá mikinn framtíðarvöxt í
ferðaþjónustu á Íslandi. Við erum rétt
byrjaðir að safna upplýsingum um
íslenska ferðaþjónustuaðila og hyggj
umst eiga viðræður við þá á næstu
vikum og mánuðum. Hafi íslensk
félög áhuga á samstarfi þá ættu þau
að hafa samband,“ segir hann.
Upplýsingar á kínversku
En hvernig geta Íslendingar undir-
búið komu f leiri kínverskra ferða-
manna og boðið f leiri Kínverja vel-
komna hér?
„Það er til að mynda hægt að
bjóða upp á meiri upplýsingar á
kínversku, svo sem með kínversku
ritmáli á Kef lavíkurf lugvelli og
hugsanlega á f leiri stöðum,“ segir
Xeng Dewei. Hann nefnir til að
mynda upplýsingar í sundlaugum
eða matseðla á veitingastöðum.
Hann segir að Finnar hafi undir
búið þetta nokkuð vel. Meira sé af
upplýsingum á kínversku í Helsinki,
til að mynda á flugvellinum.
Xu Xiang vill lítið gefa út á mögu
lega samkeppni við önnur kínversk
flugfélög og segist lítið kannast við
slík áform.
Munuð þið opna skrifstofu hér í
Reykjavík?
„Já, við stefnum á að opna skrif
stofu hér í ársbyrjun, ráða starfs
menn og Xeng Dewei mun leiða það
starf.“
Öll tilskilin leyfi í húsi
Loftferðasamningar milli ríkja
kveða á um að f lugfélög njóti til
nefningar frá viðkomandi stjórn
valdi. Juneyao Air hefur loks fengið
slíka tilnefningu frá kínverskum
stjórnvöldum og því er ekkert að
vanbúnaði. Xu Xiang staðfestir að
félagið hafi lokið samningum við
Isavia á Keflavíkurflugvelli sem og
samningum við samgöngustofu.
Þótt f lug Juneyao frá Sjanghæ sé
með viðkomu í Helsinki telst það
utan Schengensvæðisins við kom
una til Keflavíkur.
Áhugi fleiri flugfélaga
Fréttablaðið greindi frá því 25. októ
ber síðastliðinn að fjögur kínversk
f lugfélög væru að íhuga f lug til
Íslands á næsta ári. Auk Juneyao
skoða Air China og Beijing Capital
Airlines f lug til Íslands. Ríkisf lug
félagið Air China er langstærsta
f lugfélag Kína og eitt stærsta f lug
félag heims. Beijing Capital er mun
minna flugfélag en í eigu flugrisans
Hainan Airlines. Meiri líkur eru
taldar á f lugi Air China. Það f lug
yrði þá frá höfuðborginni Peking til
Íslands um Kaupmannahöfn.
Fjórða f lugfélagið sem hefur
skoðað f lug til Íslands er Tinajin
Airlines og hefur það þegar sótt um
þrjá afgreiðslutíma í viku hverri á
Keflavíkurflugvelli. Þar var gert ráð
fyrir f lugi frá Wuhan til Helsinki og
þaðan til Íslands. Þeim áformum
hefur nú verið seinkað. Ef af verður
er líklegt að félagið fljúgi frá Wuhan
borg til Keflavíkur í gegnum Brussel
í Belgíu.
Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor
Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið
verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Xu Xiang, for-
stöðumaður
Juneyao Air í
Finnlandi.
Xeng Dewei,
forstöðumaður
Juneyao Air á
Íslandi.
Kvika banki fest kaup á hugbúnaðarlausn íslenska fjártæknifyrirtækisins Lucinity í
því skyni að styrkja varnir bankans
gegn peningaþvætti og auka skil
virkni. Lausnin er nýstárlegt varn
arkerfi sem byggir á hjálpargeind og
tryggir skilvirkari afgreiðslu pen
ingaþvættismála ásamt því að lág
marka villuhættu. Hjálpargreindin
gerir það einnig að verkum að kerfið
lærir stöðugt og styrkist enn frekar
með tímanum.
„Við stöndum í þeirri trú að lausn
Lucinity muni styrkja varnir Kviku
gegn peningaþvætti umtalsvert og
leika lykilhlutverk í áhættumið
uðu eftirliti í samræmi við nýjar
lagakröfur. Um leið mun sjálf
virkni lausnarinnar auka skilvirkni
mikið, án þess að slaka á kröfum,“
segir Daníel Pálmason, regluvörður
Kviku banka.
Guðmundur Kristjánsson stofn
aði Lucinity á síðasta ári eftir að
hafa unnið sem yfirmaður sam
skiptaeftirlits og gervigreindar hjá
fjármálarisanum Citigroup. Í sumar
var greint frá því að Lucinity hefði
safnað sprotafjármagni fyrir tvær
milljónir dollara. – þfh
Kvika banki eflir varnir
gegn peningaþvætti
Við lítum á kaup
Kviku á lausn
okkar sem skýr merki þess
að bankinn ætli sér að vera í
fararbroddi
varna gegn
peninga-
þvætti.
Guðmundur Krist-
jánsson, framkvæmda-
stjóri Lucinity
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
2
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
7
-D
8
9
4
2
4
5
7
-D
7
5
8
2
4
5
7
-D
6
1
C
2
4
5
7
-D
4
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K