Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 40
Fyrir mér er Ísland land tækifæranna. Mér finnst að fólk eigi að láta drauma sína rætast. Það á að sjálfsögðu við um Ragnar Þór eins og aðra Íslendinga. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA  26.11.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 27. nóvember 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Breska apótekakeðjan LloydsPharm acy hefur keypt hugbúnað frá LS Retail sem er sniðinn að rekstri apóteka. Í keðjunni eru 1.600 apótek en andvirði samningsins , sem er til fimm ára, fyrir LS Retail nemur um tveimur milljörðum. Magnús Norddahl, forstjóri LS Retail, segir um heildarlausn að ræða sem veiti fyrirtækjum upplýsingar um hvernig megi straumlínulaga reksturinn og hjálpi til við að þjónusta viðskiptavini með persónulegum hætti. LloydsPharmacy er í eigu lyfja- og heil- brigðisfyrirtækisins McKesson UK. Það rekur að auki apótekin Careway og John Bell & Croyden í Bretlandi. LS Retail hefur áður unnið með móðurfélaginu í Skand- inavíu. Hugbúnaðarlausn LS Retail er nýtt í 320 apótekum NMD (Norsk Medisinalde- pot AS) í Noregi og í 70 apótekum Lloyd- sApotek í Svíþjóð. LS Retail var rekið með 5,3 milljóna evra hagn- aði í fyrra og veltan nam 50 milljónum evra. – hvj Milljarða samningur við LloydsPharmacy Magnús Norddahl. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar. Atvinnulífið er næmt fyrir nýjum hugmyndum og hugtökum rétt eins og önnur svið samfélagsins. Þær fara eins og eldur um sinu og orð- ræðan tekur skyndilegum breyting- um. Sumar hverfa á braut en aðrar taka sér bólfestu og ryðja burt eldri viðhorfum. Hin svonefnda fjórða iðnbylting varð tilefni margra morgunfunda og greinaskrifa í ár eða tvö. Eitthvað hefur þeim fækkað á síðustu mánuðum en svo virðist sem heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna hafi fyllt tómið. Íslandsbanki tók nýverið upp fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hefur í kjölfarið hafið innleiðingu á ýmsum aðgerðum sem eiga að tryggja að bankinn fylgi þessum markmiðum. Þær aðgerðir sem eiga að snúa að fjölmiðlum ollu miklu fjaðrafoki eins og kunnugt er. Landsbankinn hefur einnig skrifað undir viðmið sem ætlað er að tengja starfsemi bankans við heimsmark- miðin. Báðir bankarnir þurfa að glíma við minnkandi arðsemi. Icelandair greindi síðan nýlega frá því að stjórnendur flugfélagsins hefðu valið fjögur heimsmark- mið til grundvallar stefnunni og jafnrétti kynjanna er eitt þeirra. Icelandair stefnir að því að fjölga konum í stétt flugvirkja og körlum í stétt flugþjóna. Flugfélagið ætlar jafnframt að tryggja jöfn kynjahlut- föll í stjórnendastöðum. Markmið flugfélagsins snýst um að vera með blönduð teymi og taka ákvarðanir með fjölbreyttum hóp til að ná sem bestum árangri. Aðgerðir sem miða að því að auka fjölbreytni en byggja á einföldu viðmiði geta hins vegar verkað í þveröfuga átt. Það sást í nýlegu stjórnarkjöri Símans þar sem útlendingur þurfti að víkja úr stjórn til að jafna kynjahlutföllin. Ef Icelandair ber einhvers konar samfélagsábyrgð hlýtur hún fyrst og fremst að felast í því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins. MAX- vélarnar eru enn kyrrsettar og launakostnaðurinn er enn of hár. Oft er það svo að framfarir eiga sér stað án miðstýringar og án þess að alþjóðleg viðmið liggi að baki. Nærtækasta dæmið er íslenskur sjávarútvegur sem hefur minnkað losun kolefnis meira en allar aðrar atvinnugreinar og er í raun eina atvinnugreinin á Íslandi sem hefur náð markmiðum Parísarsam- komulagsins fyrir sitt leyti. Þetta er afleiðing gríðarlegrar fjárfestingar í tækjabúnaði. Engin heimsmarkmið þurfti til, hagnaðarsjónarmiðin dugðu. Stjórnarfundum hjá fjármála- fyrirtæki var hins vegar lýst þannig að meirihluti tímans hefði farið í umræðu um algjörlega ófjárhags- lega þætti. Minni tími gafst til að ræða þær miklu áskoranir í rekstr- inum sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. Þessi þróun hlýtur að vera umhugsunarefni. Hrifnæmt atvinnulíf 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -B 1 1 4 2 4 5 7 -A F D 8 2 4 5 7 -A E 9 C 2 4 5 7 -A D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.