Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 41

Fréttablaðið - 27.11.2019, Page 41
HANDBOLTI „Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirs- son, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti f imm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg f lokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkr- um sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er við- ureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurn- ing á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Tilhlökkun en enginn kvíði Sturla hefur skorað 66 mörk í deildinni það sem af er og er búinn að vera frábær í horninu – rétt eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í koll- inum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“ – bb Stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt. Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Mánudag til Laugardags Opnunartímar 10:00 - 18:00 BLACK FRIDAY! Af fart ölvum Allt að 50.000 Afslátt ur 25.-30. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að 4,98% lán tökugjald og 995 kr. jólareiknin gsgjald Aðeins 50 stk1 stk á mann! 70%Afsláttur LED LEIKJASE TT Leikjalyk laborð og 6 hnappa l eikjamús TILBOÐ DAGSINS Gildir aðeins miðvikudag 2.997 VERÐ ÁÐUR 9.990 Á VERÐI FRÁ 29.994 SONY PS4 27. nóvem ber 2019 • B lack Friday tilboð gilda 25-30. nóvem ber eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl FÓTBOLTI Evrópumeistarar Liver- pool eiga 10 leikmenn sem eru til- nefndir í lið ársins sem lesendur UEFA.com munu velja. Alls eru 50 leikmenn valdir, átta koma frá Ajax og sjö frá Manchester City. Ronaldo er að sjálfsögðu á sínum stað en hann hefur verið tilnefndur í 16 skipti í röð. Hann hefur verið í liði ársins 13 sinnum, sem er met. Lionel Messi er á listanum í 14. skipti en hann hefur verið í liði ársins tíu sinnum og Sergio Ramos fær sína áttundu tilnefningu. Flestir leikmenn koma frá enskum liðum eða helmingur en aðeins fjórir eru enskir leikmenn. Enginn enskur leikmaður hefur komist í lið ársins frá UEFA síðan Ashley Cole gerði það árið 2010. Alls eru leikmenn frá 21 þjóð, flestir frá Spáni eða sjö en sex Hollendingar komast á listann.  Andy Robertson, vinstri bak- vörður Liverpool, kemst á listann en enginn Skoti hefur áður látið sjá sig á þessum lista.  Meðal- aldur leikmanna er 27,18 ár en Frakkinn Kylian Mbappé er sá yngsti og Ronaldo er sá elsti. Kosningu lýkur 9. janúar. – bb 10 frá Liverpool Sadio Mane, leik- maður Liverpool. Mo Salah er að sjálfsögðu á listan- um ásamt meistara Bobby Firmino. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -A 2 4 4 2 4 5 7 -A 1 0 8 2 4 5 7 -9 F C C 2 4 5 7 -9 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.