Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 10
BANDARÍKIN Ralph Northam, ríkis- stjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á for- eldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuhá- skóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borg- inni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamað- urinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast af höfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Sör- ing og Haysom voru þá í Washing- ton og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísana- fölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði bar- áttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíund- aðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnar- nefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á banda- ríska grundu framar. kristinnhaukur@frettabladid.is Morðhjúum sleppt úr haldi og þau send til heimalanda sinna Elisabeth Haysom játaði aðild sína að morðunum á foreldrunum hennar en sagði Jens Söring hafa framið ódæðið. Fyrrverandi elskend- um, Elizabeth Haysom og Jens Söring, hefur verið sleppt úr fangelsi í Virginíufylki. Saman myrtu þau foreldra Haysom árið 1985. Bæði hafa þau erlent ríkis- fang og verður vísað til heimalanda sinna. Elizabeth Haysom hlaut 90 ára fangelsi og Jens Söring lífstíðardóm. Gerðu þína eiginþakkargjörð Afgreiðslutímar á www.kronan.is Sjá allt fyrir þakkargjörðar veisluna á kronan.is/ takk RÚSSL AND Tæk nirisinn Apple hefur orðið við kröfum Rússa og sýnir nú Krímskaga sem rúss- neskt landsvæði á kortum í Apple- tækjum þegar þau eru notuð í Rússlandi. Sama gildir um smá- forrit Apple sem sýna veðurspá. Krímskagi er sýndur sem hlutlaust svæði þegar kort Apple og veður- forrit eru notuð á öðrum stöðum í heiminum. Apple hafði upphaflega í hyggju að í tækjum sínum tilheyrði svæðið hvorki Úkraínu né Rússland en lét undan Rússum er Vasilí Piskarjov, formaður varnar- og spillingar- nefndar svæðisins, sagði að ef Apple segði svæðið hlutlaust bryti það gegn stjórnarskrá Rússlands. – bdj Apple lætur Rússum eftir Krímskagann DÓMSMÁL Mál Guðmundar Sparta- kusar Ómarssonar gegn blaða- manninum Atla Má Gylfasyni var flutt í Hæstarétti í gærmorgun. Atli Már var dæmdur í Landsrétti í mars síðastliðnum til að greiða Guðmundi Spartakusi 1,2 milljónir í miska- bætur og 2,4 milljónir í málskostnað. Málið snýst um grein sem Atli Már, sem starfar nú á DV, skrifaði í Stundina árið 2016 um hvarf Frið- riks Kristjánssonar í Paragvæ árið 2013. Í dómi Landsréttar sagði að Atli Már hefði sakað Guðmund Sparta- kus um svívirðilegan glæp. Voru 23 ummæli dæmd ómerk. Fram kom í málflutningi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Guð- mundar, að Guðmundur hefði aldrei hitt Friðrik og hefði ekkert með hvarf hans að gera. Gunnar Atli Jóhanns- son, lögmaður Atla, var á öðru máli. „Það kom svo sem ekkert nýtt fram í þessu máli en minn umbjóðandi hefur alltaf verið að glíma við það að hann skilur ekkert af hverju þessi maður er að höfða þetta mál gegn sér,“ segir Gunnar. – ab Mál Atla Más fyrir Hæstarétti Atli Már Gylfason blaðamaður. NAMIBÍA Gengið var til kosninga í Namibíu í gær þar sem bæði var kosið til þings og um nýjan forseta. Swapo-f lokkurinn hefur verið við völd í Namibíu síðan árið 1990 en meint spillingarmál tengd íslenska útgerðarfyrirtækinu Sam- herja og óánægja íbúa landsins setja svip sinn á kosningarnar og eru talin geta haft áhrif á niður- stöðurnar. Kosningarnar gengu ekki snurðu- laust fyrir sig og myndaðist löng röð víða á kjörstöðum sem varð til þess að margir þurftu að bíða lengi eftir að fá að greiða atkvæði. Einnig komu upp tæknileg vandamál með vélar sem notaðar voru við kosning- arnar. Bæði voru dæmi um bilaðar vélar og vélar sem gáfu frá sér hljóð sem gaf til kynna að verið væri að skila atkvæði þrátt fyrir að það væri ekki raunin. Þetta er í annað skipti sem slíkar vélar eru notaðar í kosningum í Namibíu en þær voru einnig not- aðar í kosningum árið 2014. Í þeim kosningum hlaut Swapo-flokkur- inn 80 prósent atkvæða og forsetinn Hage Geingob 87 prósent atkvæða. Niðurstöður lágu ekki fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. – bdj Kosningar í Namibíu í gær í skugga Samherjamálsins 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 C -0 4 5 0 2 4 5 C -0 3 1 4 2 4 5 C -0 1 D 8 2 4 5 C -0 0 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.