Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 14
Við „eyðum“ tíma í Smáralind en við „verjum“ tíma þegar við verjum honum í eitthvað sem okkur þykir vænt um og við viljum hlúa að og rækta. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Hreyfing er ein af g r u n n þ ö r f u m barna, rétt eins og næring, svefn og gott atlæti. Við er u m f ædd og sköpuð til að hreyfa okkur. Strax þegar börn komast á ferð eru þau að afla sér reynslu og örva sjálf sig. Í gegnum hreyfinguna eru þau að læra á umhverfi sitt og lífið. Það er allt sem mælir með hreyfingu,“ segir Sabína Steinunn Halldórs- dóttir, íþrótta- og heilsufræðingur. Hvað er verið að þjálfa í gegnum hreyfingu? „Með hreyfingu eru börn að hafa áhrif á allan skynþroska sinn. Þegar þau eru hvítvoðungar og fálma og teygja sig í hluti eru þau að útvega sér þekkingu sem hefur áhrif á heilastarfsemi og allan þroska þeirra. Vissulega hefur þetta áhrif á líkamlega færni þeirra en í gegnum leikinn eru þau líka að efla tilfinn- ingaþroska, samskiptahæfni, félags- færni og hluttekningu,“ segir Sabína og bendir á að áður en tungumálið komi til sé hreyfing tjáskiptaform þeirra. Átta skynfæri „Við tölum um fimm skynfæri en í raun og veru eru þau átta. Hreyfing hefur áhrif á rúmskyn, jafnvægis- skyn og vöðva- og liðamótaskyn,“ segir hún en þessi þrjú skynfæri nefnir hún til viðbótar við þessi hefðbundnu f imm; sjónsk y n, lyktar skyn, bragðskyn, snertiskyn og heyrnarskyn. Hún segir jafnvægi skipta miklu máli í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og því þurfi að þjálfa jafnvægisskynið. „Jafnvægið er í innra eyranu. Það að fara á mismun- andi undirlag ögrar jafnvæginu. Ef barn situr kyrrt löngum stundum er ekkert sem örvar jafnvægisskynið. Hreyfing skiptir öllu máli fyrir and- lega, líkamlega og félagslega heilsu, eins og að vera gjaldgengur í leik með öðrum og læra með því að taka þátt,“ segir hún. Þríþætt heilsa „Heilsan er þríþætt, andleg, líkam- leg og félagsleg. Og svo hefur nær- ing, svefn, erfðir og umhverfi áhrif á heilsuna okkar. Hreyfing kemur inn í alla þessa þætti.“ Sabína segir rannsóknar sýna að virkni á yngri árum auki virkni á eldri árum. „Þetta hefur forspár- gildi. Ég tel að það skipti öllu máli að þér sé áskapað í uppeldi þínu að gæðastundir og fjölskyldustundir tengist hreyfingu. Áhugamálin séu útivera, íþróttir eða eitthvað sem felur í sér hreyfingu. Þannig eykur það líkurnar á því að þú veljir þann lífsmáta síðar á ævinni,“ segir hún en þannig getur hreyfingin erfst á milli kynslóða. „Ég er alin upp við það að mamma mín gekk mikið og gengur mikið enn. Það er hluti af rútínunni að fara í göngutúr, rétt eins og að fá sér hádegismat,“ segir hún. Frjáls leikur Hún segir frjálsan leik og útiveru geta tengst svo mörgu öðru. „Seigla tengist á allan máta því að fá frelsi til að vera úti í leik og fá frelsi til að takast á við aðstæður. Eða fara út í vont veður, það er seigla. Börn mynda seiglu með því að takast á við aðstæður sem eru krefjandi,“ segir hún. „Allar rannsóknir sem ég les og er að vitna í, nota og tileinka mér í minni hugmyndafræði er að nátt- úran ein og sér og hreyfing í nátt- úrunni hefur áhrif á tugi ef ekki hundruð þátta í okkar daglega lífi,“ segir hún og nefnir sem dæmi lið- leika, samhæfingu, seiglu, sjálfs- mynd og hæfni til að takast á við ágreining. „Rannsóknir sýna að því meira sem þú ert úti í náttúrunni og á hreyfingu, því sterkara ónæmis- kerfi ertu með og það eru færri tilvik streitu og þunglyndis,“ segir hún. Börn hreyfa sig mörg markvisst á íþróttaæfingum en hvað með frjálsa leikinn? „Börn í dag eru í mun meira skipulögðu íþróttastarfi en áður. Þú verður þess ekki eins vör við börn úti í frjálsum leik eins og að fara í eina krónu eða sambærilega leiki. Það þarf svigrúm, tíma og umhverfi. Tímataf la barna er stundum svo ofsalega skipulögð að það er ekki svigrúm. Það er svo mikið í gangi hjá þeim,“ segir hún. Sum þarf að örva meira Sabína segir nýja norska rannsókn sýna að 33-35% barna í leikskóla séu óvirk á útisvæðinu. Þetta séu svip- aðar niðurstöður og eldri rannsókn frá 1986 hafi sýnt. „Þú kennir börnum kurteisi, að nota hníf og gaffal, að reima skó og stundum verðum við að kenna þeim að leika sér. Kenna þeim hreyfingu, að mæta aðstæðum úti. Við getum ekki gert ráð fyrir því að öll börn fæðist með og öðlist ákjósanlega hreyfifærni með ákveðnum aldri. Sum þarf að örva meira en önnur. Ástæðan getur verið eðli, erfðir eða umhverfisþættir. Þá á ég við það að áhugamál fjölskyldunnar geta verið að vera í snjalltækjum og tölvum, horfa á bíómyndir eða tefla, sem er góð afþreying og ágæt áhugamál en ekki þess eðlis að barnið verði betra í að kasta eða grípa eða fái betra jafnvægi,“ segir hún. „Það eru ákveðin lífsgæði í því að búa við góða hreyfifærni út ævina. Leikskólar á Íslandi og Noregi vinna gott starf en stundum eru þar þessi þægu börn sem eru ofsalega ljúf og góð en maður verður ekki var við það að þau sitja löngum stundum og eru ekki að hreyfa sig,“ segir Sabína en rannsóknirnar sem minnst er á eru norskar en ekki er ólíklegt að þetta sé svipað hér. Sabína er einstaklega hlynnt hreyfingu úti við og því er vel við hæfi að hún hefur nú sent frá sér bókina Útivera, sem Salka gefur út. Í bókinni eru 52 hugmyndir að útiveru fyrir alla fjölskylduna um vetur, sumar, vor og haust. Sápukúlur á veturna „Það er rosalega gaman að fara út að blása sápukúlur á veturna. Það er fullt af hlutum sem við getum gert allt árið um kring sem við höldum að séu bundnir við eina árstíð. Það kemur snjór og við gerum snjóengla. Við getum farið á strönd og gert engla á ströndinni þegar enginn er snjórinn,“ segir hún. Sérhæfing Sabínu lýtur að 10 ára og yngri börnum. „Svo fer það eftir karakterum hvað þau eru móttæki- leg og hvernig þú matreiðir þetta ofan í börnin. Ég er hlynnt því með krakka að sá einhverju fræi,“ segir hún en þannig geti hugmyndin komið frá barninu og ekki sé bara farið út á forsendum foreldranna. „Allar hugmyndirnar snerta á hreyfifærni barna en ég geng út frá 14 grunnhreyfingum. Þær snerta á skynþroskanum á einn eða annan máta og heilsunni. Ég er ekkert að tíunda það í bókinni hvað er verið að vinna með því þá væri þetta orðin fræðibók sem enginn myndi lesa.“ Sófinn hættulegri en plástur Það eru ákveðin lífsgæði í því að búa við góða hreyfi- færni út ævina. Þessa færni þarf að þjálfa og er útivera kjörin til þess. Það er gott að tengja gæðastundir fjöl- skyldunnar við hreyfingu. 33-35% 65-70% barna í leikskóla eru óvirk á útisvæði. allra á aldr inum 10-14 ára st unda íþróttir á Ís landi. Hreyfi virkni ungme nna minnk ar um í kringu m 7% á hverju aldurs - ári hér lendis. Við 19 ára ald ur stun da u m 33% ísle nsk ra kve nna og 47% kar la íþ rótt ir. Stúlkur hrey fðu sig minna í 142 löndum af 146 en aðe ins á Tonga, Samó a, í Afg- anistan og Sa mbíu voru þær vir kari en strákarnir sa mkvæmt rannsókn W HO sem náði til 1,6 m illjóna 11-17 ára skó labarna á árunum 20 01-2016. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@frettabladid.is Framhald á síðu 16 TILVERAN 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -E B A 0 2 4 5 B -E A 6 4 2 4 5 B -E 9 2 8 2 4 5 B -E 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.