Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 16
Hægt að gera hvar sem er Bókin er fallega myndskreytt teikn- ingum eftir Auði Ýri Elísabetar- dóttur þannig að börnin geta líka sjálf f lett bókinni og valið hvað þau vilja gera þann daginn. Allar hug- myndirnar er hægt að framkvæma hvort sem fjölskyldan er í Þórshöfn, Ósló, Boston eða á Vopnafirði, að sögn Sabínu. Sabína segir skemmtilegra að vera úti með barni sem gengur illa að virkja ef það eigi hugmyndina sjálft. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir foreldrafélög og í leikskólum og hafði því orðið áþreifanlega vör við að foreldra vantaði hugmyndir að einhverju til að gera með börnum sínum úti við, til dæmis í vetrarfríinu. „Fólki dett- ur oft bara í hug að fara í trampólín- garð, Smáralind eða Kringluna, sem eru allt tilbúnar aðstæður,“ segir hún. Veðrið ekki hindrun „Það er ekkert sem heitir vont veður heldur er þetta spurning um að vera klæddur eftir veðri. Það að fara út í vont veður hefur líka jákvæð áhrif,“ segir hún og bendir á að það æfi kvið og bak hjá börnum að standa af sér vindinn. „Þarna fá börn tækifæri til að þjálfa sína miðju,“ segir hún. „Hreyfing er ekki að eiga kort í líkamsræktarstöð og leggja sem næst stöðinni svo þú getir hlaupið inn í fínu spandexfötunum þínum. Hreyf ing er allt það sem við gerum frá morgni til kvölds.“ Hún notar orðið útivera oftar en ekki í stað útivistar því það sé orðið gildishlaðið orð í dag, þegar enginn er maður með mönnum nema hann eða hún gerist landvættur eða fari langar leiðir á gönguskíðum. „Mig langar miklu frekar að vera fyrirmynd að því leyti að fara út daglega í allt veður og barnið mitt fái að njóta gæðastunda með mér úti í náttúrunni frekar en að ég setji það í pössun af því að ég þurfi að fara á gönguskíðaæfinguna mína,“ segir Sabína. „Útivera er að opna dyrnar heima hjá þér og fara út. Það mæta þér ævintýri ef þú ert opinn fyrir þeim.“ Sjálf hefur hún kennt útikennslu og rifjar upp eitt skipti þegar hún fór út með börn með það að mark- miði að kenna þeim að hoppa. Þá hafi fugl f logið hjá og skemmtilegar samræður spunnist út frá því hvort þetta hafi verið haförn eða ekki. „Þarna gefast mörg tækifæri til að vinna með vitsmunaþroskann. Þú færð líka tækifæri til að vinna með frásagnarhæf ileika, sköpun og ímyndunaraflið.“ Framtíðin er í náttúrunni Hún heldur mikið upp á bækur eftir Richard Louv, til að mynda Vitamin N. „Hann vill meina að við séum búin að mynda með okkur ákveðið náttúruónæmi. Vð séum búin að tapa færninni, börn þekki ekki nóg úr jurta- og steina- ríkinu eða örnefni í kringum sig,“ segir hún. „Við getum öll verið sam- Teitur Guðmundsson læknir Hlauptu, drengur, hlauptu! Látið ævintýrin gerast Sabína var fús til að deila hugmyndum úr nýju bókinni sinni að útiveru með fjölskyldunni. Í bókinni er ekki tilgreint við hverja hugmynd hvað verið er að þjálfa. Hún segir að það sé hægt að treysta því að það sé verið að hafa jákvæð áhrif á heilsu barnsins til æviloka. Hún útskýrir hins vegar hér fyrir Fréttablaðinu hvað verið er að vinna með hverju sinni. Næturbrölt Áhöld: Vasaljós, eitt eða fleiri, og jafnvel bók. Hvenær: Skemmtilegast þegar það er farið að dimma, hvort sem er snemma að morgni eða seint á daginn. Hvernig: Mikilvægast er að eiga vasaljós og rafhlöður fyrir gönguna. Vasaljósagöngu þarf ekki að skipuleggja heldur er best að leyfa ævintýrunum að gerast. Skemmtilegt að hafa fleiri en eitt vasaljós meðferðis. Tillögur: n Skiptist á að hafa vasaljós og leiða gönguna. n Feluleikur – felið ykkur á ein- hverjum stað en blikkið ljósinu við og við. n Einn í einu vísar veginn og stjórnar þrautakóng. n Leggist á góðan stað og segið sögu. n Hafið bók meðferðis og lesið á góðum stað. n Útbúið dulmál með vasaljósinu, eitt blikk táknar til dæmis hæ, eða tvö blikk tákna komdu. n Þykist vera leynilögregla og læðist um, reynið að komast óséð frá A til B. „Í næturbrölti getið þið farið í þrautakóng og fengið barnið til að hoppa, stökkva, kasta, grípa og fleira. Einn í einu vísar þá veginn með vasaljós og stjórnar ferðinni. Þegar einn í einu leiðir gönguna með vasaljós þurfa allir að vinna með sjónina því undirlag kann að vera mismunandi og þá þarf sam- hæfingu augna og fóta. Næturbröltshugmyndin hefur áhrif á allan skynþroskann þar sem þið eruð að snerta á alls konar hlut- um, nýtið sjónina, jafnvægisskynið fær ögrun, rúmskynið umtalsvert líka og vöðva- og liðamótaskynið, þar sem þið þurfið að aðlagast undirlagi og fleira. Síðast en ekki síst er það gæða- stundin sem hefur áhrif á andlega og félagslega heilsu. Leggjast á góðan stað, segja sögu og/eða lesa bók við vasaljós úti í náttúrunni.“ Plús plús mínus Áhöld: Vasareiknir, einn eða fleiri. Hvernig: Þið getið farið af stað með fyrirfram ákveðin verkefni í huga eða látið hugmyndaflugið ráða hvað þið viljið kanna og hvernig. Tillögur n Reiknið út fjölda glugga, ljósa- staura, hellna, flaggstanga eða annars sem ykkur langar að telja en það ræðst af því umhverfi sem þið eruð í hverju sinni. n Hoppið frá stað A til staðar B, skráið hoppin hjá ykkur og endurtakið nokkrum sinnum. n Gerið 100 hreystiæfingar og skráið eftir hverja lotu fjöldann sem þið gerið og þannig draga frá 100 eða bæta við frá 0 og upp í 100. n Gerið ákveðinn fjölda af hreystiæfingum saman og skráið hjá ykkur. n Safnið saman efniviði og skráið með aðstoð vasareiknisins. T.d. 10 könglar, 14 steinar, 23 lauf- blöð og fleira spennandi. n Hafið stílabók og blýant með- ferðis til að skrá efniviðinn og reikna. n Byrjið að vinna með mínus, margföldun og deilingu. „Þarna eru allar grunnhreyfingar barna örvaðar á einn eða annan máta þar sem þið eruð á ferð um umhverfi ykkar og mætið alls konar áskorunum þar sem barnið þarf að hoppa, stökkva, ganga og jafnvel kasta. Sjónskynið er þjálfað þar sem barnið er að skima eftir til dæmis fjölda glugga, ljósastaura, hellna, flaggstanga eða annars sem barnið vill telja í umhverfi sínu. Með því að hoppa frá A til B er verið að vinna með eina af grunnhreyf- ingunum. Með því að skrá á vasareikninn eruð þið farin að leggja inn stærð- fræði eða vinna með vitsmuna- þroska. Þegar safnað er saman ólíkum efniviði er verið að vinna með skynþroskann eins og snerti- skyn, sjónskyn og lyktarskyn þegar þið handfjatlið hlutina.” mála um það að við þurfum að ná meiri tengingu við náttúruna. Núvitund er vinsæl núna en að mínu viti erum við búin að tapa hlutum sem við áttum áður eins og að staldra við og að vera ekki alltaf í tilbúnum aðstæðum. Það að fara út í náttúruna og finna lykt og leggja við hlustir, það er núvitund fyrir mér. Til að kenna barni umhverfislæsi og til dæmis hvernig við umgöngumst rusl, þarf að fara út með barnið. Hvað er bláklukka og hvað er sóley? Það þarf að fá að tengjast hlutunum til að bera meiri virðingu fyrir þeim,“ segir Sabína. „Framtíðin er í náttúrunni. Við þurfum að fá f leira ungt fólk til að mennta sig í hlutum sem tengjast náttúrunni okkar og umhverfis- vernd. Lítil börn þurfa að fá nátt- úrukennslu, kennslu í náttúrufræði líffræði og umhverfisfræði. Læknar eru farnir að ávísa hreyfiseðlum, ávísa hreyfingu fyrir þunglyndi, kvíða og streitu. Útivera og nátt- úran er alltaf lokasvarið. Það er full þörf á því að hvetja til meiri útiveru og útivistar,“ segir hún. „Við viljum öll gæðatíma og við viljum öll verja meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Sabína en orðavalið „verja“ er meðvitað. „Við „eyðum“ tíma í Smáralind en við „verjum“ tíma þegar við verjum honum í eitthvað sem okkur þykir vænt um og við viljum hlúa að og rækta,“ segir hún. „Tími er auðlind. Það vilja allir meiri tíma. Í stóra samhenginu verðum við að velta fyrir okkur spurningunni: Hvar gerast gæða- stundirnar?“ Hún segir að ef laust fyrir ein- hverja gerist þær í trampólíngarði en litlu hlutirnir geti verið ekki síður eftirminnilegir. Það sitji eftir að fara í „nestisferð, að labba saman að sækja mjólk eftir vinnu, fara í sund á föstudögum og svo pitsukvöld. Börn muna frekar eftir vasaljósagöngunni með mömmu og pabba en þegar þau fóru í bíó að sjá Pókemon. Því stærri sem gleði- stundin verður og dýrari, þá þarftu alltaf að toppa þig, gera meira og stærra svo þetta verði frábært og æðislegt.” Kyrrsetan hættulegust Sabína segir að hreyfifærni barna sé ástríða hjá henni. „Það er svo gróið í mig að fá f leiri í mitt lið, að finna hvað það er gott að fara út. Fyrstu sex árin í lífi barns skipta öllu máli. Þú ert að skapa þeim grunn. Við erum að byggja hús. Þú vilt að grunnurinn sé sterkur því stoð- kerfið á að halda okkur alla ævi.“ Það verður að gefa börnum tæki- færi fyrir frjálsan leik og hreyfingu. „Í lok dags er sófinn alltaf hættu- legri en plástur. Kyrrsetan er alltaf hættulegust. Við viljum fá börn í meiri hreyfingu gegnumgangandi yfir allan daginn. Ekki að þau æfi einni íþrótt f leira heldur að það sé minni kyrrseta og þau séu í virkni allan daginn. Við þurfum að auka hreyf ingu í athöfnum daglegs lífs. Við erum sköpuð til að hreyfa okkur.“ 80% ungmenna á heimsvísu ná því ekki að hreyfa sig í klukkutíma á dag, eða 85% stúlkna og 78% drengja. Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut til betra lífs. Titill- inn er stílfærður og vísar í f lótta viðkomandi frá átökum, eitur- lyfjafíkn og volæði. Ég hef ekki lesið þessa bók aftur en mér þótti hún átakanleg og ég man að mér leið vel í kjölfar lestrarins þar sem aðalsögu- hetjan hafði náð tökum á lífinu. Vafalaust hafa margir lesið bókina og sitt sýn- ist hverjum, en það má að vissu leyti heimfæra titilinn á henni yfir á baráttuna fyrir betri lífsstíl og bættri heilsu. Það er nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri sem gefst til að minna á mikil- vægi hreyfingar og þá staðreynd að það er fátt mikilvægara en að koma fólki á öllum aldri úr sófanum og fá það til að reyna á hjarta, lungu og stoðkerfi. Það skiptir ekki máli hvaða hreyfingu þú velur þér svo lengi sem hún er reglu- bundin. En gættu þess að fylgja leið- beiningum og fara ekki of geyst af stað. Vísindamenn hafa sýnt fram á lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma, lækkun blóðþrýstings, jákvæð áhrif á andlega heilsu, þ.m.t. þunglyndi og kvíða auk minnisskerðingar. Þá hefur reglubundin hreyfing dregið úr verkjum og bólgu hjá gigtarsjúklingum, minnkað líkur á sykursýki, dregið úr beinbrotum hjá konum eftir tíðahvörf og svona mætti lengi telja. Það sem er þó sennilega besti mælikvarðinn eru lífsgæðin, en það hefur verið sýnt fram á að þau eru verulega aukin hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. En ef þetta er svona einfalt af hverju gengur okkur þá svona illa að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum? Margir kenna tímaskorti um, aðrir að þeim passi ekki að fara í ræktina, þá eru alltaf einhverjir sem segjast ekki eiga pening, listinn er endalaus hvað snertir afsakanir fyrir hreyfingarleysi einstaklingsins og satt best að segja eru þær allar lélegar og við vitum betur. Þeir sem koma til læknis eru oftsinnis að leita að skyndilausnum á vanda sínum sem eru auðvitað ekki til þegar rótin er fólgin í lífsstíl viðkomandi. Þess vegna voru til dæmis innleiddir hreyfiseðlar á heilsugæslunni, þar sem læknar geta ávísað hreyfingu sem meðferð í stað lyfja, en slíkt hefur gefist ágætlega. Ég tel að rót vandans liggi að vissu leyti í þeirri einstöku hæfni okkar mannfólksins til að beita hinni svo- kölluðu afneitun og plata sjálfan sig upp úr skónum og upp í sófa. En það koma að sjálfsögðu f leiri þættir til eins og erfðir, reykingar, mataræði, streita og sitthvað f leira sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma. Hvað er þá til ráða og er yfirhöfuð hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Áskorunin sem felst í því að bæta lýðheilsu er að ná með góðri fræðslu á mannamáli til einstaklinganna, vinna markvissar með börnin okkar og byggja upp einhvers konar hvatakerfi í tengslum við hreyfingu. Hreyfingar- leysi er líklega einn stærsti kostnaðar- liðurinn í rekstri heilbrigðiskerfisins en það er undirrót þeirra lífsstílssjúk- dóma sem við þekkjum í dag. Því segi ég: Ef þú getur hreyft þig á annað borð þá hefur þú enga afsökun og það gildir fyrir alla aldurshópa. Með vísan í titilinn að ofan eru skila- boðin einföld; hreyfðu þig, hreyfðu þig, hreyfðu þig! Framhald af síðu 14 TILVERAN 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 B -D 7 E 0 2 4 5 B -D 6 A 4 2 4 5 B -D 5 6 8 2 4 5 B -D 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.