Fréttablaðið - 28.11.2019, Síða 26
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð hefur það hlutverk að sinna símenntun
fullorðins fatlaðs fólks sem þarfnast
sérstaks stuðnings í námi. Er þar
einkum litið til fólks með þroska-
hömlun, einhverfurófsraskanir og
geðfötlun. Fjárhagur Fjölmenntar
hefur verið erfiður mörg undanfarin
ár vegna stöðugrar raunlækkunar
fjárveitinga til miðstöðvarinnar af
hendi ríkisins. Nú liggur fyrir áætlun
ríkisins um að skerða fjárveitingar
til Fjölmenntar um 15,1 milljón árið
2020 miðað við fjárveitingar 2019
samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi
til fjárlaga.
Íslenska ríkið hefur undirritað
Samning Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks og fullgilt hann.
Samningurinn kveður á um rétt
fatlaðs fólks til menntunar á öllum
skólastigum. Það er á ábyrgð stjórn-
valda að tryggja að slík menntun
sé í boði. Það er því óskiljanlegt að
gert sé ráð fyrir lækkun framlaga
til Fjölmenntar sem er nánast eina
menntastofnunin sem sinnir námi
fyrir þennan hóp. Ef af þessari fyrir-
huguðu lækkun verður þýðir það
niðurskurð á námstilboðum sem
eru of fá fyrir.
Vert er að benda á að þessum hópi
bjóðast fá námstækifæri á vegum
annarra menntastofnana í landinu.
Menntavísindasvið HÍ tekur inn 15
nemendur annað hvert ár á diplóma-
braut fyrir fólk með þroskahömlun.
Við Myndlistaskólann í Reykjavík
bjóðast nú sex pláss á heildstæðri
braut fyrir þennan hóp. Annað
námsframboð er nánast eingöngu
á vegum Fjölmenntar sem undan-
farin ár hefur mátt draga úr náms-
tilboðum ár frá ári vegna stöðugs
raunniðurskurðar af hálfu ríkisins.
Að auki á þessi hópur oft erfitt með,
fötlunar sinnar vegna, að nýta tóm-
stundir sem í boði eru í þjóðfélaginu
og atvinnutækifæri eru fá. Starfsemi
Fjölmenntar er þessum hópi því afar
mikilvæg og niðurskurður í starf-
semi Fjölmenntar hefur mikil áhrif
á lífsgæði nemenda.
Niðurskurður á starfsemi Fjöl-
menntar bitnar ekki síst á ungu fólki
sem nýlokið hefur námi á starfs-
brautum framhaldsskóla. Á síðasta
ári var sett á laggirnar nefnd til að
skoða náms- og atvinnutækifæri
fyrir ungt fólk með þroskahömlun.
Skipun nefndarinnar kom í kjöl-
far mikillar umræðu um skort á
náms- og atvinnutækifærum fyrir
þennan hóp sem fram fór bæði í
samfélaginu og á Alþingi. Umrædd
nefnd lauk störfum sl. vor en skýrsla
nefndarinnar hefur enn ekki verið
gerð opinber og engar tillögur liggja
fyrir um hvernig bæta megi stöðu
þessa hóps. Niðurskurður á starf-
semi Fjölmenntar rímar illa við
umræðu um bætt námstækifæri
fólks með þroskahömlun. Þvert á
móti er ljóst að verði af fyrirhug-
uðum niðurskurði sem boðaður er
í frumvarpi til fjárlaga 2020 verður
afleiðing þess enn frekari skerðing
námsframboðs. Slík staða gengur
þvert gegn þeim skuldbindingum
sem stjórnvöld hafa tekið á sig með
fullgildingu Samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Þvert á orð ráðamanna er öllum ljóst
að fatlað fólk nýtur ekki jafnréttis til
náms á Íslandi og fyrirhuguð áform
um frekari skerðingar fjármagns
auka enn fremur á það óréttlæti og
mismunun sem fatlað fólk býr við af
hendi ríkisins.
Stjórn Fjölmenntar, símenntunar-
og þekkingarmiðstöðvar skorar á
ráðherra menntamála og alþingis-
menn að endurskoða fyrirhugaðan
niðurskurð á fjármagni til starfsemi
Fjölmenntar og tryggja miðstöðinni
nægilegt fjármagn til starfseminnar.
Þá skorar stjórnin á sömu aðila að
tryggja að fólk með þroskahömlun
njóti fjölbreyttra tækifæra til mennt-
unar í samræmi við alþjóðlega
mannréttindasáttmála og þá mögu-
leika sem ófatlað fólk nýtur.
Jafnrétti til náms – er það svo?
Lífey rissjóður star fsmanna ríkisins, LSR, fagnar nú 100 ára afmæli. Á svona tímamótum
gefst tækifæri til að horfa til baka og
sjá þær breytingar sem orðið hafa.
Sjóðurinn sem stofnaður var árið
1919 var einfaldur eftirlaunasjóður
og fólst starfsemin eingöngu í því að
halda utan um ellilífeyri sjóðsfélaga.
Rekstur lífeyrissjóða hefur gerbreyst
á þessum 100 árum og í dag snýst
umfangsmikill hluti starfseminnar
um fjárfestingar.
Með stofnun LSR var lagður grunn-
urinn að því lífeyriskerfi sem við
höfum í dag. Í kjölfar stofnunar LSR
voru smátt og smátt stofnaðir fleiri
lífeyrissjóðir. Fyrirkomulagið þró-
aðist svo í þá átt sem það er í dag; að
safna í sjóð, ávaxta og greiða út lífeyri
í samræmi við fjárhæð inngreiðslna
og ávöxtun. Þrátt fyrir langa sögu þá
er því þannig farið að við höfum ekki
enn séð heila kynslóð fara í gegnum
lífeyrissjóðakerfið í þeirri mynd sem
það nú er í sem sjóðasöfnunarkerfi.
Lífeyrissjóðakerfið er enn að stækka,
þar sem meira er greitt inn en fer
út. Þegar við náum þeim áfanga að
sú kynslóð sem er á eftirlaunum
hafi greitt í söfnunarsjóð frá upp-
hafi starfsævinnar mun kerfið hafa
stækkað verulega. Líklegt er að stærð
lífeyrissjóðakerfisins verði á þeim
tímamótum vel yfir 200% af vergri
landsframleiðslu. Þeirri stærð fylgir
mikil ábyrgð og að mörgu er að huga
þegar sýslað er með svo stóra sjóði.
LSR hefur sett sér metnaðarfull
markmið. Við leggjum áherslu á að
fjárfestingar okkar standist viðmið
okkar í samfélagsábyrgð en í því felst
að horfa til umhverfisins, félagslegra
þátta og stjórnarhátta. Við verðum
að leitast við að fjárfesta í betri fram-
tíð. Það að leggja okkar lóð á vogar-
skálarnar til þess að svo verði lítum
við á sem mikilvægan þátt í því að
fólk geti notið eftirlaunaáranna.
Við þurfum líka að huga að því að
við getum ekki eingöngu fjárfest á
Íslandi. Stærð sjóðanna er orðin slík
að nauðsynlegt er að huga að því að ef
eingöngu er fjárfest innanlands getur
það skapað eignabólu. Heimurinn
er enda stór og það eru miklir kostir
við að fjárfesta bæði innanlands og
erlendis. Með því dreifum við betur
áhættunni og aukum fjölbreytni
fjárfestinganna. En að sama skapi og
fjárfestingar innanlands geta skapað
bólu, geta fjárfestingar erlendis haft
áhrif á gengi krónunnar á meðan
sjóðirnir eru að stækka.
Þetta eru allt þættir sem við
þurfum að huga að við fjárfestingar:
Að fjárfest sé á skynsamlegan og
samfélagslega ábyrgan hátt, varast
bólumyndun með of miklum fjár-
festingum innanlands og að fara ekki
of hratt út með fjármagn erlendis svo
áhrifin á gengi krónunnar verði ekki
of mikil á hverjum tíma.
Þannig er rekstur stórra lífeyris-
sjóða í litlu landi eins og Íslandi
ákveðin jafnvægislist. En við munum
líka sjá það að þegar heil kynslóð
hefur farið í gegnum núverandi kerfi,
kynslóð sem hefur alltaf greitt inn og
fengið réttindi háð inngreiðslum, þá
mun komast á meira jafnvægi. Þá
mun haldast betur í hendur það sem
kemur inn í formi iðgjalda og það
sem fer út í greiddum lífeyri.
Þær áskoranir sem fylgja því að
reka lífeyrissjóð tengjast þjóðarhag
sterkum böndum. Við gerum okkur
grein fyrir þeirri ábyrgð sem liggur á
herðum okkar og viljum gera okkar
besta í því að reka LSR á sem bestan
og ábyrgastan hátt. Við viljum fjár-
festa í umhverfisvænum verkefnum,
starfa á gagnsæjan hátt, hugsa um
hvernig við getum best stuðlað að
jafnvægi íslensks efnahags og síðast
en ekki síst tryggja það að sjóðfélagar
geti gengið að öruggum eftirlauna-
sjóði.
Stór og samfélagslega
ábyrgur lífeyrissjóður
Þann 15.12.2019 eru 1.111 dagar til stefnu þar til Vatnsmýrar-f lugvöllur skal í síðasta lagi
víkja úr Vatnsmýri. Árið 2001
kusu Reykvíkingar þennan f lug-
völl í burt fyrir árslok 2016 en í
samkomulagi ríkis og borgar 2013
er brottför hans frestað til ársloka
2022.
Byggingarland undir f lugvell-
inum er a.m.k. 300 milljarða kr.
virði og því er árlegt samfélags-
tjón af f lugstarfseminni a.m.k.
15 milljarðar miðað við 5% vexti
af bundnu fé eða uppsafnað frá
01.01. 2017 a.m.k. 45 milljarðar án
vaxta og vaxtavaxta.
Land Reykvíkinga undir f lug-
vallarmalbikinu er a.m.k. 200
milljarða kr. virði og því er van-
greidd lóðarleiga miðað við 1% af
atvinnulóðum 2 milljarðar kr. á ári
eða 6 milljarðar frá 01.01. 2017.
Í júlí 1946 tók ríkið við herf lug-
velli Breta í Vatnsmýri og gerði
strax að borgaralegum f lugvelli í
stað þess að skila landinu til rétt-
mætra eigenda. Jónas Jónsson frá
Hrif lu hafði lagt fram á Alþingu
þingsályktunartillögu um að her-
f lugvöllurinn skyldi rifinn „… því
ört vaxandi höfuðborg Íslands þarf
á þessu dýrmæta landi að halda“.
Hópur Akureyringa tileinkaði
sér f luglistina snemma á 20. öld
annaðhvort af ævintýraþrá eða
þörf til að rjúfa einangrunina
í höfustað Norðurlands. Slóð
þeirra er enn mjög áberandi í sögu
íslenskra f lugfélaga allt til þessa
dags.
Forkólfar f lugsins á Akureyri og
samherjar þeirra á landsbyggðinni
hafa áratugum saman misbeitt illa
fengnu valdi atkvæðamisvægisins
til að viðhalda Vatnsmýrarvelli,
sem allt eins mætti nefna Akur-
eyrarvöll hinn syðri.
Þessi hópur forkólfa ræður einn-
ig stefnumótun á LANDSFUNDUM
Sjálfstæðisf lokksins í málefnum
Vatnsmýrarf lugvallar og í öðrum
meiri háttar skipulags- og sam-
göngumálum í Reykjavík og á
höfuðborgarsvæðinu. Líklega er
eins háttað um stefnumótun ann-
ara landsmálaframboða.
Forkólfarnir og samherjar þeirra
hafa á sínum snærum hóp f lug-
áhugamanna og nytsamra sakleys-
ingja, svokallaða f lugvallarvini,
sem njóta verulegs fjárstuðnings og
óhefts aðgangs að stórum fjölmiðl-
um. Þessir hópar líta báðir fram hjá
þjóðarhag en beita rangfærslum,
hálfsannleik og útúrsnúningum
til framdráttar þröngum sérhags-
munum.
Af ótta við áhrifavald forkólf-
anna og samherja þeirra hafa
kjörnir fulltrúar Reykvíkinga á
Alþingi og í borgarstjórn Reykja-
víkur áratugum saman unnið gegn
mikilsverðum hagsmunum borgar-
búa með beinum og óbeinum hætti
til mikils tjóns fyrir borgarsam-
félagið og landsmenn alla.
Uppsafnað þjóðhagslegt tjón af
því að festa í sessi og viðhalda ára-
tugum saman f lugvelli þar sem ella
hefði risið þétt og blómleg mið-
borgarbyggð er að sönnu óskap-
legt og ólýsanlegt. En tækifæri og
samlegðaráhrif sem raungerast
þegar f lugvöllurinn víkur úr Vatns-
mýri eigi síðar en fyrir árslok 2022
eru að sama skapi gríðarleg. Virði
byggingarlands þar er eins og áður
sagði a.m.k. 300 milljarðar kr. og
tapið af því að fresta brottför f lugs-
ins er a.m.k. aðrir 300 milljarðar á
hverju 20 ára tímabili auk vaxta,
vaxtavaxta og tjóns vegna glataðra
tækifæra.
1.111 dagar til stefnu
– Samherjar gegn
borgarhagsmunum
Gerður Aagot
Árnadóttir
formaður
stjórnar
Fjölmenntar
Helga
Gísladóttir
forstöðumaður
Fjölmenntar
Niðurskurður á starfsemi
Fjölmenntar bitnar ekki síst
á ungu fólki sem nýlokið
hefur námi á starfsbrautum
framhaldsskóla.
Harpa
Jónsdóttir
framkvæmda-
stjóri LSR
Örn Sigurðsson
arkitekt
Uppsafnað þjóðhagslegt
tjón af því að festa í sessi og
viðhalda áratugum saman
flugvelli þar sem ella hefði
risið þétt og blómleg mið-
borgarbyggð er að sönnu
óskaplegt og ólýsanlegt.
Café
AUSTURSTRÆTI
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI
AKUREYRI
VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-F
A
7
0
2
4
5
B
-F
9
3
4
2
4
5
B
-F
7
F
8
2
4
5
B
-F
6
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K