Fréttablaðið - 28.11.2019, Page 28
Ofbeldi gegn boltastrákum
Eden Hazard lét reka sig út af eftir að hafa sparkað í
boltastrák Swansea. Atvikið varpaði skugga á Belgann
sem var þá ekki orðinn sú stórstjarna sem hann síðar
varð. Boltinn hafði farið út af í markspyrnu og Hazard
fannst boltadrengurinn eitthvað lengi svo hann
sparkaði í síðuna á kauða sem lá eftir sárþjáður. Í fyrra
spilaði svo Shaktar Donetsk við Roma í Meistaradeild-
inni þar sem Facundo Ferreyra henti boltastrák yfir
auglýsingaskilti fyrir að drolla eitthvað um of. Hann
baðst auðmjúkur afsökunar.
Tár, bros og
boltastrákar
Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, var í skýj-
unum með boltastrák félagsins í Meistaradeildar-
leiknum gegn Olympiakos. Þetta er þó ekki í fyrsta
sinn sem boltastrákur hefur stolið fyrirsögnunum
eins og dæmin sanna.
Tottenham - Olympiakos
Boltastrákurinn var fljótur að hugsa og kom boltan-
um til Serge Aurier sem gat þar með tekið snöggt inn-
kast. Kastaði á Lucas Moura sem sendi á markavélina
Harry Kane sem sá um afganginn og jafnaði leikinn.
Eftir markið og fagnaðarlætin stökk Mourinho til
boltastráksins og knúsaði kappann. „Ég elska gáfaða
boltastráka eins og ég var. Þessi strákur er snillingur,
hann las leikinn, skilur leikinn og gaf okkur mikil-
væga stoðsendingu,“ sagði Mourinho eftir leik.
Liverpool - Barcelona
Einn ótrúlegasti leikur í sögu Meistaradeildarinnar
fór fram á Anfield í maí þegar Liverpool vann Barce-
lona 4-0. Síðasta markið kom einmitt eftir að Oakley
Cannonier, fjórtán ára boltastrákur, hafði látið Trent
Alexander-Arnold fá boltann hratt og örugglega
svo að taka mætti hornspyrnuna með hraði. Fjórða
markið og það sem tryggði Liverpool í úrslitaleikinn
kom upp úr þessari hornspyrnu. Liverpool stuðnings-
menn og knattspyrnuspekingar hrósuðu drengnum
og gera trúlega enn.
Wolves - Leicester
Stundum þarf líka að flýta leik með því að reima. Þessi
ágæti boltastrákur sýndi Rui Patricio hvernig á að gera
tvöfaldan rembihnút á núll einni. Og fékk hrós fyrir.
Blackburn Rovers - Sheffield United
Undir lok leiksins, sem fram fór í deildarbikarnum,
var Tony Mowbray, stjóri Blackburn, rekinn af velli
fyrir að húðskamma boltastrák. Honum fannst hann
einfaldlega vera of lengi að koma boltanum í leik
og hans lið var jú að eltast við jöfnunarmarkið. „Ég
æsti mig ekki, ég var bara að reyna að kenna ungum
dreng,“ sagði þjálfarinn hálf skömmustulegur.
Bournemouth - Tottenham
Boltastrákurinn var eitthvað leiður yfir að hans menn
voru að tapa fyrir Tottenham og þegar Jan Vertong-
hen ætlaði að vera snöggur að taka innkast til að sækja
hratt upp völlinn tók guttinn upp boltann og neitaði
að láta Vertonghen fá hann. Mike Dean stoppaði leik-
inn og sendi vörð til að skamma guttann. Svona mætti
ekki gera. En trúlega kom hann í veg fyrir mark.
Vitoria Guimares - Arsenal
Þessi boltastrákur hjálpaði reyndar ekki til við að
búa til mark en varamenn Arsenal vantaði mann í reit
og buðu guttanum að vera með. Þar sýndi hann fína
takta og skemmtu leikmenn sér vel – eitthvað sem
hefur ekki gerst mjög oft á vellinum upp á síðkastið.
Fabio
Cannavaro
Ítalska goð-
sögnin byrjaði á að
sitja á hliðarlínunni hjá
Napolí og sótti bolta
fyrir Diego Mara-
dona.
Raúl
Byrjaði að
sækja bolta fyrir
Atletico Madrid á meðan
hann var í unglingaliði
félagsins. Svo sagði Atletico
bara nei takk, við viljum
þig ekki og guttinn fór til
Real og varð einn mesti
markaskorari allra
tíma.
Mateo
Kovacic
Til er fræg mynd
af Kovacic að grátbiðja
Steven Gerrard um handa-
band eða eftirtekt eftir leik
í Meistaradeildinni en Gerr-
ard hunsar litla drenginn.
Síðan hefur Kovacic
alltaf haft horn í síðu
Liverpool.
Phil ipp Lahm
Auðvitað byrjaði
einn magnaðasti fyrirliði
síðari ára sem boltadrengur.
Hann geirnegldi sig fastan
í bakverði FC Bayern í mörg
herrans ár og fyrir utan titla
með félaginu lyfti hann
Heimsmeistarabikarn-
um árið 2010.
Gylfi
Sigurðsson
Gylfi Þór fór til reynslu
hjá Everton ungur að árum
og fékk að vera boltastrákur
á einum leik. „Það eina sem ég
man eftir leiknum er að ég henti
boltanum til Paolo Di Canio og
sem barn er það eitthvað sem þú
manst eftir alla ævi,“ sagði hann
við blaðamenn þegar hann
var kynntur sem leik-
maður Everton.
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
C
-0
E
3
0
2
4
5
C
-0
C
F
4
2
4
5
C
-0
B
B
8
2
4
5
C
-0
A
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K