Fréttablaðið - 28.11.2019, Side 32
Petra er þessa dagana á Íslandi í smá hléi frá náminu í New York og hefur verið að ein-
beita sér að hönnuninni og að
koma fötunum sínum á framfæri.
„Ég ætla aftur út í janúar til að
halda áfram í náminu. Ég varð að
taka mér smá hlé því námið er
dýrt,“ segir hún.
Petra segir að það sem henni
finnist helst áhugavert við fata-
hönnunina sé hvað föt geta verið
mikið tjáningarform. „Þú getur
tjáð hver þú ert með fötum, hver
þú ert í dag eða hver þú vilt vera á
morgun. Það er oft mismunandi
eftir dögum hvernig fólk vill tjá sig
með fötum, eða hversu mikla þörf
það hefur til þess, einn daginn
viltu kannski vera í miklum litum
en annan ekki.“
Einnig finnst Petru áhugavert
að hugsa um þau áhrif sem tíska
hefur á umhverfið. Samfélagið er
að breytast og tískan breytist með
því. „Núna til dæmis er ég nánast
hætt að kaupa föt og reyni frekar
að nýta allt. Það er frekar ólíkt því
sem ég var vön áður þegar ég var
alltaf að kaupa ný föt. Núna pæli
ég meira í hvernig fötin voru fram-
leidd og hvort þau séu gæðaföt svo
ég geti átt þau lengur. Ég kaupi líka
svolítið af notuðum fötum.“
Petra segir að hún heillist mest
af sportfatnaði og þægilegum
fötum. „Ég vann á auglýsingastofu
í London og þar vorum við að gera
innsetningu fyrir Nike. Það var
þá sem ég fór að heillast meira og
meira af sportfatnaði og fór að
hugsa um að búa til fatnað fyrir
fólk sem er mikið á hreyfingu.
Fyrir fólk sem er kannski að koma
úr ræktinni og að fara á kaffihús
beint á eftir. En ég gerði sjálf mikið
af því þegar ég bjó úti.“
Fatnaðurinn sem Petra hannar
er fyrir einstaklinga sem eru
mikið á ferðinni. „Fötin eru
hugsuð fyrir bæði kynin og ég
nota þægileg efni. En aðaláherslan
mín er á mynsturgerð sem er það
sem ég sérhæfi mig í,“ segir Petra.
Endurskinsföt
„Það mynstur sem mér þykir
vænst um er endurskinsmerki
sem ég bjó til. Það er með bletta-
tígursmynstri. Ég hugsaði það
svolítið fyrir Íslendinga á þessum
árstíma þegar það þarf að vera
sýnilegur í myrkrinu. Fötin eru
úr mjúku, þykku efni og henta
þessari árstíð því vel.“
Petra segir að það sé líka and-
legur þráður í hönnun hennar. „Ég
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
SVARTUR FÖSTUDAGUR
20% afsláttur
fimmtudag og
föstudag
AF ÖLLUM
• Kjólum
• Túnikum
• Peysum
• Bolum
• Jökkum
• Toppum
• Skyrtum
Str. 36-56
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Petra Bender er núna tímabundið á Íslandi þar sem hún einbeitir sér að því að koma hönnun sinni á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Love-bolurinn
sem Petra
hannaði
fer vel við
endurskins-
buxurnar.
MYNDIR/BERG-
LAUG PETRA
GARÐARS-
DÓTTIR
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
bjó til dæmis til boli sem heita
Loved. Á þeim er mynd af tveimur
sæhestum sem speglast á móti
hvor öðrum, en það er líka lógóið
mitt. Ég fékk þá hugmynd út frá
andlegum pælingum sem ég var í
á þeim tíma,“ segir Petra og bætir
við að nýir bolir séu væntanlegir
frá henni á næstunni.
Fyrsta fatalína Petru leit
dagsins ljós árið 2018 svo hún er
alveg ný í bransanum en hún segir
að sig hafi þó dreymt um að koma
með eigin línu frá því hún man
eftir sér. „Ég á ekki neinn uppá-
haldshönnuð í augnablikinu en
ég fylgist samt alltaf vel með því
sem er að gerast í tískuheiminum.
Hönnun mín er ekki innblásin af
neinum sérstökum, hún kemur
bara frá sjálfri mér og minni þörf
fyrir að tjá mig.“
Fötin frá By Petra Bender eru
seld í versluninni Akkúrat á
Laugavegi og í Aðalstræti en núna
14. desember tekur Petra,
ásamt öðrum hönn-
uðum, þátt í pop-up
verslun sem verður
haldin í Hafnar-
húsinu. „Þar verður
fullt af hönnuðum
með sínar vörur og ég
hvet alla til að koma
og kíkja,“ segir Petra að
lokum.
Aftan á
bolnum er lógó
By Petra Bender,
tveir sæhestar
sem speglast.
Þessi
endurskinsföt
henta fullkom-
lega í skamm-
deginu.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
B
-F
5
8
0
2
4
5
B
-F
4
4
4
2
4
5
B
-F
3
0
8
2
4
5
B
-F
1
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K