Hlynur - 15.05.1956, Síða 15

Hlynur - 15.05.1956, Síða 15
uróönaur Róum inn í rökkrið, rökkur duldra heima. Alfaborgir, unaðshljóm, ævintýrin geyma. Róum inn í rökkrið, rökkrið dauðahljóða. Töfrailm ég teyga týndra æskuljóða. Róum inn í rökkrið. Rödd frá liðnu vori hvíslar ástarorðum, yndi í hverju spori. Róum inn í rökkrið — ríkir djúpur friður. — Undarlega ómar örlaganna niður. Róum inn í rökkrið, — róðurinn er þungur. — Það er líka langt síðan, — langt síðan ég var ungur. Róum inn í rökkrið* — nú ræ ég ekki lengur. — Einu sinni var ég víst vænn og góður drengur. Jón Ingiberg Bjarnason. Afritunartæki Sambandið og einhver kaupfélaganna hafa um nokkurt skeið notað sérstök tæki til að taka með myndir af skjöl- um í eðlilegri stærð. Hefir sumum dottið í hug að kalla þau afritunar- tæki, til aðgreiningar frá skjalaljós- myndunartækjunum, sem sagt var frá í janúarhefti Hlyns. Myndin hér að ofan er af nýrri gerð afritunartækja. Þau eru að því leyti frábrugðin eldri gerðum, að ein- ungis þarf að leggja það sem afrita skal, ofan á tækið. Einnig er það sér- staklega útbúið sem ferðatæki. OG SVO MÁ... Ragnar Pétursson, kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði, er ákaflega hnyttinn í til- svörum, er svo ber undir. Fvrir nokkru var hann staddur í vefnaðarvörudeild SIS í innkaupaerindum. Arnór Val- geirsson, sölumaður, vildi endilega selja honum sokkabandsteygju, sem deildin var nýbúin að fá, og fer samtal þeirra hér á eftir. Arnór: Hvað ætlar þú að fá mikið af nýju sokkabandsteygjunni, Ragnar? Ragnar: Eg veit það ekki, ég þarf að athuga það nánar þegar ég’ kem heirn. Arnór: Þú skalt ekki draga að panU strax, það eru bara til tólfhundruð og áttatíu metrar af teygjunni. Ragnar: Það er nú þó nokkuð — og svo má teygja það annað eins eða meira. ESJUGANGA Skálanefnd SF/SÍS í Rvík liefir í huga að efna til göngu á Esju í vor. Farið verður með bílum að fjallsrót- um, en svo verður auðvitað gengið upp. Að fjallgöngunni lokinni verður ekið að Alafossi og synt í lauginni. Síðan verður drukkið kaffi í Skamma- dal og haldið heim fyrir kvöldið. Ferð- in verður nánar augK'st á næstunni. 15

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.