Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 9
upp með g'irni, en önnur hvíla á venju- legum útstillingastoðum. I stað tré- drumbsins má nota hvað eina annað, eftir atvikum á hverjum stað. Regn- hlífin er öll úr þykkum pappa, dökku reitirnir eru málaðir á hann. Þessi röndótti pappír er til í mörg- um kaupfélaganna, annars fæst hann hjá sýningardeildinni. Regnhlífina get- ur deildin útbúið fyrir kaupfélögin ef með þarf, og hvað stöfunum viðvíkur þá er hægt að fá stafrófið þar einnig í ýmsum stærðum. Ef glugginn er ekki með baki, væri hægt að festa stafina á pappaspjald og hengja þá upp með girni, svo og regn- hlífina. Hlynur hefir stundum áður birt út- stillingafyrirmyndir fyrir kaupfélögin við ágætar undrtektr. Engar sérstakar óskir hafa komið frá kaupfélögunum um útstillingu ákveðinna vörutegunda, en ef þau legðu áherzlu á eitthvað sér- stakt, þá er blaðinu ljúft að verða við því ef mögulegt er. Að þessu sinni birt- ist hér gluggaútstilling af Iðunnarskóm, sem sýningard. SIS sá um fyrir blaðið. Útstilling- in er mjög einföld og ætti að vera auðvelt að nota hana til fyrirmyndar. Röndótti bakgrunnurinn er úr pappír, sem strengdur er á bak gluggans og gjarnan mætti líka hafa í botninum. Sami pappír er notaður utan um pappa- spjöldin, sem skórnir eru á, en þeim er fest við spjöldin og vegginn með títuprjónum. Sum spjaldanna eru fest 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.