Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 5
HRINGBRAUT 119 Teiknistofa S/S I framhaldi af greininni í marzhefti Hlyns, um starfsemina að Hringbraut 119, birtist nú þáttur frá Teiknistofu SÍS. Teiknistofan var stofnuð 1945. Iíelgi Bergs var forstöðumaður hennar frá upphafi og fram til 1953, þá tók við forstöðunni Gunnar Þ. Þorsteinsson, sem hóf þar störf 1948. Störf teiknistof- unnar eru fólgin í tæknilegri þjónustu við kaupfélögin og Sambandið. Fyrir Sambandið annast hún vmiss konar teiknivinnu og tækniþjónustu vegna hinna ýmsu deilda. Gerir sérupp- drætti, annast efnispantrnir og daglega framkvæmd byggingarvinnu, er sérstak- 4ir bvggingarmeistari fastráðinn til þeirra starfa. Kaupfélögunum veitir hún sömu þjónustu og Sambandinu, en þau annast sjálf hinar daglegu framkvæmd- ir. — I þjónustu teiknistofunnar eru ýmsir sérfræðingar, því starfsemin grípur inn á mörg svið. Störf þeirra eru mjög yf- irgripsmikil, þurfa þeir oft að vera á ferðalögum milli kaupfélaganna til að gefa ráðlegg- ingar og fylgjast með framkvæmd- um. Hægt væri að nefna ótal verk- efni, sem teikni- stofan hefir leyzt Gunnar af hendi, þótt hér sé ekki rúm til þess. — Nægir að nefna hinn glæsilega húsakost að Bifröst, vöruskemmuna í Þorlákshöfn, verksmiðjuhús Gefjunnar, tvær nýjustu álmur Sambandshússins og margar hinna glæsilegu kaupfélagsbygginga um land allt. Starfsfólk teiknistofunnar, talið frá vinstri: fremri röð: Páll Lúðvíksson, vélaverk- fræðingur, Edda Sölvadóttir, aðstoðarstúlka, Sigríður Stefánsson, skrifstofustúlka og Gunnar Þór Þorsteinsson, byggingafræðingur, forstöðumaður. Aftari röð: Björgvin Olafsson, vélfræðingur, Sigurður Sigurjónsson, rafvirki, Hákon Hertervig, stud. arch., Björn Einarsson, raffræðingur og Sigurður Kr. Einarsson, húsasmiður. 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.