Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 7
Sænskir samvinnu- starfsmenn heimsækja Island Nýlega er lokið heimsókn sex sænskra samvinnustarfsmanna, sem dvöldu hér um hálfsmánaðar skeið. Fræðsludeild SIS skipulagði og sá um dvöl þeirra. Sænsku gestirnir og leiðsögumenn þeirra á brúnni yfir peningagjá á Þingvöllum. Leiðsögumenn syðra voru þeir Gunnar Steindórsson og Gunnar Þorsteinsson, en á Akureyri þeir Gunnl. P. Kristinsson og Baldur Ágústsson. Komu þeir fyrst til Reykjavíkur, en fóru strax norður til Akureyrar og nutu þar fyrirgreiðslu KEA og Starfsmanna- félags KEA. Var þeim ekið til Húsa- víkur og Mývatns og fleiri staða norð- anlands. Frá Akureyri héldu þeir til Bifrastar í Borgarfirði, þar komu á móti þeim fulltrúar frá Sambandinu, fóru með þá um Borgarfjörð og til Reykjavíkur. Næstu daga heimsóttu þeir Selfoss, Hafnarfjörð, Keflavík og fleiri staði. Nutu þeir alls staðar hinn- ar beztu fyrirgreiðslu kaupfélaganna, bæði norðanlands og sunnan. Báðu þeir Illyn að koma þökkum á framfæri til allra þeirra, sem greitt hefðu götu þeirra. Fyrir brottför sína færðu Sví- arnir Sambandinu og Starfsmannafélagi SIS postulínsskálar að gjöf. Fylgdi gjöf- inni sú ósk að takast mætti náið sam- band milli sænskra og íslenzkra sam- vinnustarfsmanna.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.