Hlynur - 15.07.1960, Page 14

Hlynur - 15.07.1960, Page 14
Geir Andersen, hótelstjóri, ásamt eiginkonu og barni. Knattspyrnan ... Framh. af 9. síðu. knattspyrnulið. Væri nær að Olíufélag- ið léki með Samvinnutryggingum. Síðan þessi leikur var háður hefir lið STS farið mikla frægðarför móti mörg- um liðum úr Reykjavík og einnig keppt á Akureyri, en fékk þar varmar við- tökur. Verður nánar sagt frá því síð- ar. Ö.H. BEÐIST AFSÖKUNAR Eg bið alla kaupendur HLYNS pers- ónulega afsökunar á þeim seinagangi, sem verið hefir á útkomu blaðsins í sumar. Ástæðan fyrir þessum drætti er fyrst og fremst sú, að ég varð að taka mér ýmiss önnur störf og láta blaðið sitja á hakanum þeirra vegna. Ber þar sérstaklega að nefna Ferða- handbókina. Skal ég ekki fjölyrða meir um þessi mál, en vona að héðan í frá verði betur haldið í horfinu. Orlygur Hálfdanarson. Hótelstjóri KEA 1. maí, s. 1. tók til starfa nýr liótel- stjóri að Hótel KEA. Hann heitir Geir Ragnar Andersen, fæddur í Reykja- vík 8.9 1934. 13 ára gamall hóf hann framreiðslustörf sem ungþjónn á Hótel Borg í Reykjavík og starfaði þar í 5 sumur. Einnig var hann þjónn á m. s. Gullfossí um það leyti. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskól- anum 1956, vann síðan í Landsbank- anka Islands í Reykjavík um eins og hálfs árs skeið, eða þar til hann fór út til Sviss, og var þar á skóla ECOLE IIOTELIERE heitir hann, í borginni Lausanne er stendur skammt frá Genf. I skóla þessum, sem Geir segir að sé afar strangur, er kennt allt það, er lýtur að hótelrekstri. Skólinn er starf- ræktur í þremur deildum (eldhús-, framreiðsla- og hótelrekstur) til þess að gefa ihnsýn í alhliða hótelrekstur. Geir útskrifaðist úr öllum þessum þrem- ur deildum. Geir fékk starfstilboð frá Svissnesku fjallahóteli, en hafnaði því tilboði, þar sem honum hafði þá borist tilboð frá íslandi, þ. e. Hótel KEA. Geir er kvæntur Brynhildi Kristinsdótur úr Rvík og eiga þau einn son, 2 ára. Slarfsfólk hótelsins er um :!() manns. Herbergi eru alls 29, eins og tveggja manna, með 58 rúmum. I hótelinu er 1 stór veitingasallur og 2 minni salir. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.