Hlynur - 15.08.1966, Qupperneq 13

Hlynur - 15.08.1966, Qupperneq 13
3. Vörukaup starfsfólks. 4. Almennt. 1. Peningar starfsfólks/peningar félagsins. Rýrnun og hið gagnstæða getur komið fram við það, að ruglað er saman eigin peningum og peningum félagsins. Mælt er með nauðsyn þess, að halda skuli eigin peningum og peningum fyrirtækisins vel aðgreindum. 2. Risna. Rýrnun myndast, ef afhent hefur verið af vörubirgðum vindlar, súkkulaði o. fl., án þess að vörurnar hafi verið reikningsfærðar. Til að mæta rýrnun af þessum orsökum er stungið upp á: a. Að deildarstjóri og stjórn ákveði reglur, sem skuli gilda við slík tilvik. Nýr verkstjóri S.Í.S. í Austurstræti Nýlega lét Lúðvík Jónsson af starfi sem verzlunar- stjóri í SÍS í Austurstræti. Við starfi hans tók Markús Stefánsson, sem áður hafði verið deildarstjóri í SÍS, Austurstræti og síðan í Hafnarstræti, samtals níu ár. Markús er fæddur 23. janúar árið 1928 og er þess að vænta, að samvinnuhreyfingunni eigi lengi eftir að nýtast kraftar hans. Markús. b. Vörurnar má kaupa sérstaklega í þessu augnamiði, og það á að geyma þær aðskildar frá öðrum birgðum af samskonar vörum. e. Við móttöku ætti að skrásetja vörurnar í „Vörunotkun í búð“. 3. Vörukaup starfsfólks. Rýrnun myndast, ef maður gleymir að skrifa niður keyptar vörur. Til að fyrirbyggja rýrnun af þessum ástæðum, eru hér settar eftirfarandi reglur: a. Vörukaup fari fram á ákveðnum tíma að deginum. Helst að morgn- inum eða að kvöldinu. b. Allir fastráðnir hafi viðskiptabók með afriti. c. Starfsmenn afgreiði sig sjálfir. d. Deildarstjóri skipar sérstakan starfsmann til að færa vörurnar inn í starfsmannabók. e. Greiðsla fari fram daglega eða mánaðarlega. HLYNUR 13

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.