Hlynur - 15.10.1966, Page 4

Hlynur - 15.10.1966, Page 4
RÆTT VIÐ UNGAN KAUPFÉLAGS- STJÓRA Á síðastliðnu vori urðu kaupfélags- stjóraskipti við Kf. Austur-Skagfirð- inga á Hofsósi. Geirmundur Jónsson lét af störfum, en við tók Tryggvi Eymundsson, áður gjaldkeri kaup- félagsins. Hér á dögunum átti Tryggvi erindi til Reykjavíkur, og þá fór ég fram á við hann að hann liti inn á skrifstofu Hlyns og rabbaði við mig. Þetta var auðsótt mál, enda höfðum við um margt að spjalla að liðnum sjö árum síðan við slitum skólabekkjum gagnfræðaskóla sam- an. Hér fær svo Hlynur sinn hluta samtalsins. — Segðu mér í fyrsta lagi, Tryggvi, hvaðan þú ert. — Ég fæddist í Saurbæ í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði árið 1940, og þar sleit ég barnsskónum og átti unglingsár. — Þaðan fórstu svo að Laugum? — Já, ég fór í Laugaskóla haustið 1957 og var þar tvo næstu vetur. Þaðan fór ég síðan á Samvinnuskól- ann árið 1959 og var þar til vors 1961. — Og hvað tók svo við? — Ég fékk starf hjá Kaupfélagi T ryggvi A-ustur-Skagfirðinga sama ár, — varð gjaldkeri þar og hef verið það þang- að til í vor að ég tók við kaupfélags- stjórastarfi. — Hvað er kaupfélagið á Hofsósi stórt? — Félagsmenn eru rétt um 200 og félagssvæðið er Hofsós og þrír nær- liggjandi hreppar. Það mun láta nærri, að allir heimilisfeður á félags- svæðinu séu aðilar að kaupfélaginu. — Og rekstur félagsins? — Félagið rekur verzlun á Hofsósi og auk þess sláturhús ásamt kjöt- og fiskírystihúsi. Ennfremur á félagið fiskimjölsverksmiðju að hálfu á móti Kaupfélagi Skagfirðinga. Til skamms tíma átti félagið hálfa kjötbúð á Siglufirði á móti Samvinnufélagi Fljótamanna, en þegar kaupfélagið á staðnum hófst handa um rekstur kjötbúðar, hættum við að sjálfsögðu. — Hvað heldurðu að margir hafi atvinnu hjá kaupfélaginu? — Fastráðið starfsfólk í verzlun og á skrifstofum er 7 manns. í frysti- húsi eru aðeins tveir fastráðnir, frystihússtjóri og vélstjóri, en lausa- 4 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.