Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 12
Útlendingadeild
Samvinnuskólans
í Moskvu
Þessi deild við Samvinnuskól-
ann i Moskvu er um margt ó-
venjuleg. Hér læra menn ekki í
fimm ár, eins og venjan er við
æðri skóla í Sovétríkjunum,
heldur eitt til tvö ár. Við deild-
ina stunda nám stúdentar frá
þróunarlöndum Afríku, Asiu og
Suður-Ameríku. Hún var stofn-
sett 1961 til að aðstoða þessi
lönd við menntun starfsmanna
samvinnuhreyfingarinnar. Siðan
hafa brautskráðst frá deildinni
um 350 manns frá 27 löndum.
Á mörkum græna beltisins,
sem girðir höfuðborg Sovétríkj-
anna, blasa við byggingar þessar-
ar miklu menntastofnunar. Ný-
tízkuleg þjónustumiðstöð, rann-
sóknarstofur, heimavistir . . . .
Stöðugur straumur stúdenta úr
einni byggingunni í aðra — sem
sagt, venjulegur námsdagur. En
ég er að flýta mér til Útlend-
ingadeildarinnar, þar sem ég hef
oft áður komið. En tíminn líður
fljótt í þessari deild, nú sé ég
engin kunnug andlit, enda
staldra menn ekki við hér nema
eitt til tvö ár og hraða sér síðan
hver til sins heimalands til að
beita þar þeirri kunnáttu, sem
þeir hafa aflað sér.
Námstiminn er stuttur, en
stúdentarnir hafa samt tíma til
að afla sér víðtækrar og hald-
góðrar þekkingar. Kennslan fer
fram á hjálparmálum (ensku,
frönsku og spænsku) eða á móð-
urmálum nemenda með aðstoð
túlka. Að sögn þessara fulltrúa
frá þróunarlöndunum, hafa þeir
mestan áhuga á að kynna sér
reynslu Sovétríkj anna, og er tek-
ið tillit til þess í námsskrám.
Nemendur leggja stund á sögu
og grundvallarkenningar sam-
vinnuhreyfingarinnar, reynslu
Sovétrikjanna við uppbyggingu
sósíalisma og hin ýmsu form
samvinnuhreyfingarinnar. Auk
þess kynna þeir sér áætlanagerð
og skipulagningu samvinnu-
verzlunar, bókhald og aðrar sér-
greinar. Kennarar eru reyndir
og vel menntaðir. Þeir eru yfir
300 talsins, þar af tugir doktora
og vísindakandidata.
í samræmi við óskir sam-
vinnusambanda þróunarland-
anna, er námstíminn við deild-
ina ýmist eitt eða tvö ár. f
fyrra tilvikinu eru menn braut-
skráðir sem skipulagsfræðingar,
en eftir tvö ár sem skipulags- og
hagfræðingar samvinnuhreyf-
ingarinnar. Erlendu stúdentarn-
ir hljóta starfsþjálfun eins og
sovézkir stúdentar. Hana fá þeir
í helztu samvinnufyrirtækjum í
Moskvu og nágrenni, en síðan
fá þeir tækifæri til að spreyta
sig við landbúnaðar- og neyt-
endafyrirtæki samvinnumanna í
Suður-Úkraínu og Krasnodarsk-
og Stavrpolhéraði. Þannig er
aðaltilgangi námsins náð, þ. e.
að gefa stúdentum bóklega
fræðslu á sem stytztum tíma
og þjálfa þá síðan í hagnýtri
beitingu hennar.
Einhverju sinni vildi svo til,
að ég var viðstaddur próf í bekk
Afríkustúdenta. Fyrstur kom upp
piltur frá Uganda. Gerði hann
skilmerkilega grein fyrir skipu-
lagsgrundvelli neytendasam-
vinnufélaga og sovézkri reynslu
á þessu sviði. Síðan gekk að
prófborðinu samvinnumaður frá
Sierra-Leone og svaraði spurn-
ingum um heildsöluinnkaup á
vörum frá framleiðendum. Síðan
kom röðin að stúdent frá Tans-
aníu, Keníu, Kólumbíu og Mauri-
tius ....
— Á yfirstandandi námsári,
segir yfirmaður deildarinnar
Ivan Zjilov, — stunda hér nám
um 140 samvinnumenn frá 24
löndum, eða fleiri en nokkru
sinni áður.
— Við sjáum algerlega fyrir
efnislegum þörfum nemenda,
heldur Zjilov áfram. — Við
greiðum ferðina frá vinnustað
þeirra í heimalandi sínu til
Moskvu og til baka að námi
loknu. Námslaun þeirra eru
hærri en meðallag. Auk þess
sjáum við stúdentum við deild-
ina fyrir hlýjum klæðnaði og
skófatnaði, þar á meðal sport-
fatnaði, fyrir 300 rúblur á hvern
nemanda. Þeir hafa sama að-
gang og sovézkir stúdentar að
bókasöfnum og tækjum á rann-
sóknarstofum, og njóta auk þess
ókeypis heilbrigðisþjónustu eins
og allir í Sovétríkjunum.
— Hvað leggja útlendingarnir
helzt stund á?
— Við leggjum aðaláherzlu á
hagfræði, enda hefur samvinnu-
hreyfingin miklu hlutverki að
gegna við að treysta og byggja
upp atvinnulíf á þjóðlegum
grundvelli og bæta lífskjör al-
mennt, og i þróunarlöndunum
við að uppræta leifar nýlendu-
valdsins. Með tilliti til þessa höf-
um við enn aukið hagfræði-
kennsluna að undanförnu.
— Þá höfum við greinar eins
og stjórn samvinnufyrirtækja,
verzlunarreikning og hag-
skýrslugerð. Með þekkingu á
þessum greinum verða nemend-
ur hæfari til að átta sig á nú-
tíma stjórnunarfræði og örugg-
ari skipuleggjendur og hagfræð-
ingar.
Bjallan gaf til kynna að kenns-
12 HLYNUR